Hoppa yfir valmynd
Komið vel á veg

Framvinda verkefnisins

Matvælastefna tekur mið af því að sjálfbær nýting auðlinda sé forsenda fyrir öflugri matvælaframleiðslu á Íslandi til lengri tíma. Í mars 2020 kynnti ráðherra að mótuð verður landbúnaðarstefna fyrir Ísland til ársins 2030. Skipuð hefur verið verkefnisstjórn sem vinnur að mótun stefnunnar. Fyrri endurskoðun búvörusamninga er að mestu lokið. Við endurskoðun samninganna hefur áhersla verið lögð á loftslagsmál. Á grundvelli samninganna verður ákveðnum fjármunum ráðstafað í aðgerðir loftslagsmála í samstarfi bænda og ríkisins. Unnið hefur verið að framkvæmd aðgerðaáætlunar um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna sem miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu og er öllum aðgerðum ýmist lokið eða vel á veg komnar. Í nóvember 2020 var sett af stað vinna um mat og endurskoðu á reglum og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðu, varnarlínu búfjár, bótafyrirkomulags vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar og regluverki dýraheilbrigðis. Áformað er að þeirri vinnu verði lokið um mitt ár 2021. Þá hefur verið skipaður stýrihópur um varnir gegn sýklalyfjaónæmi og unnið að átaki til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Áhættumatsnefnd var skipuð í júlí 2019.       
 

Unnið verður að innleiðingu aðgerðaráætlunar Matvælastefnu fyrir Ísland og mótun landbúnaðarstefnu til ársins 2030. Vorið 2021 var kynnt verkefnastjórn um mótun landbúnaðarstefnu umræðuskjalið Ræktum Ísland! sem er grunnur að landbúnaðarstefnu til ársins 2030.  Gert er ráð fyrir að stefnan verði lögð fyrir Alþingi í formi þingsályktunar á næsta löggjafarþingi. Endurskoðun búvörusamninga var lokið í febrúar 2021. Stefnt er að kolefnishlutleysi greinarinnar fyrir árið 2040. Áfram verður unnið að loftslagsverkefnum í samstarfi ríkis og bænda á grundvelli búvörusamninga og verða þau efld á grundvelli framangreindra markmiða endurskoðaðra búvörusamninga. Þá er vinna hafin við mat og endurskoðun á reglu og stjórnsýslu er varða málefni riðu, varnarlínur búfjár, bótafyrirtkomulag vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar. Innan ráðuneytisins starfar verkefnastjóri sem stýrir vinnunni. 

 

Ábyrgð

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Þróttmikið efnahagslíf

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum