Hoppa yfir valmynd
Komið vel á veg

Framvinda verkefnisins

Dóms- og félagsmálaráðherra kynntu í lok apríl 2021 viðamiklar aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum. Ráðist verður í aðgerðir er varða úrbætur innan lögreglu, ákæruvalds og dómskerfisins, fræðslu og forvarnir og aðstoð við að koma málum þolenda í skýran farveg. Tillögurnar komu frá aðgerðarteymi gegn ofbeldi. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum er varða kynferðislega friðhelgi að lögum í febrúar 2021. Lögin fela í sér breytingar á ákvæðum í köflum almennra hegningarlaga er kveða á um kynferðisbrot annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar. Miða breytingarnar að því að styrkja réttarvernd einstaklinga með hliðsjón af þeim samfélagslegu breytingum sem hafa orðið með aukinni tæknivæðingu og viðhorfsbreytingum gagnvart kynferðisbrotum á Íslandi. 

Ábyrgð

Dómsmálaráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Félagsmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Kafli

Jöfn tækifæri

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum