Hoppa yfir valmynd
Lokið

Framvinda verkefnisins

Verkefnið er margþætt og varðar verkefni allra ráðuneyta, þó einkum forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Málefni upplýsingasamfélagsins heyra nú undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, sbr. Stafrænt Ísland, og hefur vefurinn Ísland.is verið uppfærður og endurnýjaður. Þróaðir hafa verið rafrænir ferlar og viðmót gagnvart almenningi um tilteknar ákvarðanir og ferli er varða hagsmuni einstaklinga (one-stop-shop). Með nýsamþykktum lögum Alþingis um stafrænt pósthólf eykst skilvirkni og opinber þjónusta batnar. Á árinu 2018 var vefurinn Samráðsgátt Stjórnarráðsins opnaður þar sem almenningi og hagaðilum gefst kostur á því að senda inn umsagnir, m.a. um stjórnarfrumvörp og þingsályktunartillögur sem ráðgert er að leggja fyrir Alþingi. Frumvarp forsætisráðherra um breytingu á upplýsingalögum varð að lögum 2019, sbr. lög nr. 72/2019. Með breytingunum var gildissvið laganna m.a. víkkað út og ná þau nú yfir stjórnsýslu Alþingis og dómstóla. Þá er ráðuneytum nú skylt að birta skrá yfir mál sem þau hafa til meðferðar í tilefni af innsendum og útsendum erindum og skulu upplýsingarnar birtar eigi síðar en í næsta mánuði eftir að mál er stofnað. Stöðugt hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að auka framboð rafrænna lausna fyrir þá sem sækja þurfa þjónustu til opinberra aðila og má þar t.d. nefna rafræna þjónustu sýslumanna á borð við rafræna þinglýsingu, rafræn ökuskírteini, stafræn meistarabréf, rafrænt sakavottorð og fleiri stafræn umbótaverkefni sem Stafrænt Ísland (fjármála- og efnahagsráðuneytið) hefur unnið í samvinnu við hlutaðeigandi stjórnvöld. Þá er forsætisráðuneytið með til skoðunar hvernig haga mætti þýðingarátaki af hálfu stjórnvalda á lögum, reglum og ferlum til að auka aðgengi þeirra sem ekki tala íslensku að upplýsingum um málefni sem þá varða.

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Lýðræði og gagnsæi

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum