Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2005 Matvælaráðuneytið

Friðun hrygingarþorsks og skarkola á vetrarvertíð

Fréttatilkynning

Friðun  hrygningarsvæða þorsks og skarkola á vetrarvertíð

 

Sjávarútvegsráðuneyið hefur í dag gefið út reglugerð um bann við veiðum vegna hrygningar þorsks og skarkola.

 

Fylgir hér með reglugerð um friðun á hrygningarþorski og skarkola á vertarvertíð. Til friðunar hrygningarþorsks eru allar veiðar bannaðar í 21 dag á svæði frá Stokksnesi vestur um að Skor. Fyrri hluta tímabilsins eru veiðar bannaðar að meginefni til innan fjögurra sjómílna frá fjörumarki en eftir það eru veiðar bannaðar á mun stærra svæði. Veiðibannið austan 19°V hefst 8. apríl og stendur til kl 1000 28. apríl en vestan 19°V hefst veiðibannið 1. apríl og stendur til kl 1000 21. apríl. Þá eru veiðar bannaðar innan 3ja sjómílna frá og með 15. apríl til loka aprílmánaðar á svæði frá Hornbjargsvita austur um að Stokksnesi, innan 3ja sjómílna við Grímsey og í öllu Ísafjarðardjúpi.

 

Loks hafa allar veiðar með dragnót, botnvörpu og kolanetum verið bannaðar allan aprílmánuð á þremur tilgreindum svæðum í Breiðafirði, á Hafnarleir og Selvogsbanka. Er þetta ákveðið að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar til að hlífa skarkola meðan á hrygningu hans stendur.

 

Ofangreindar reglur eru óbreyttar frá síðasta ári.

 

 

Sjávarútvegsráðuneytið, 12. janúar 20005.

 

 

Sjá reglugerð um friðun hrygningarþorsks og skarkola á vetrarvertíð 2005.

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum