Hoppa yfir valmynd
19. desember 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýtt skipurit félags- og tryggingamálaráðuneytisins endurspeglar breytingar á verkefnum

Nýtt skipurit félags- og tryggingamálaráðuneytisins mun öðlast gildi 1. janúar 2008. Skipuritið felur í sér umtalsverðar breytingar á skipulagi félagsmálaráðuneytisins, meðal annars í samræmi við breytingar sem verða á verkaskiptingu innan Stjórnarráðsins um næstu áramót.

Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun skiptast í þrjú fagsvið; velferðarsvið, tryggingasvið og jafnréttis- og vinnumálasvið og þrjú stoðsvið; stjórnsýslu- og stefnumótunarsvið, fjármálasvið og þjónustu- og mannauðssvið. Hið breytta skipulag endurspeglar nýja málaflokka sem flytjast frá heilbrigðisráðuneytinu um næstu áramót og breytta forgangsröðun og nýjar áherslur í vinnubrögðum ráðuneytisins.

Málefni aldraðra verða meðal verkefna á velferðarsviði og nýtt tryggingasvið verður sett á fót. Þá verða starfrækt stjórnsýslu- og stefnumótunarsvið og þjónustu- og mannauðssvið auk sérstaks fjármálasviðs. Markmið með breytingunum er meðal annars að auka áherslu á stefnumótun innan ráðuneytisins og samskipti á því sviði við stofnanir þess og að efla innri starfsemi ráðuneytisins og starfsmannamál.

Auglýst hefur verið eftir stjórnendum á nýjum sviðum á starfatorgi.

Skjal fyrir Acrobat ReaderNýtt skipurit félags- og tryggingamálaráðuneytisins frá 1. janúar 2008 (PDF, 242KB)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum