Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Mannréttindi geðsjúkra rædd á fundi um mannréttindamál

Fjallað var um ýmsar hliðar mannréttinda geðsjúkra á fjórða fundi innanríkisráðuneytisins í morgun í fundaröð um mannréttindamál sem nú stendur yfir í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum. Þrír sérfræðingar fluttu framsöguerindi og fleiri bættust síðan við í pallborðsumræðum. Rúmlega 100 manns sátu fundinn.

Fundur um mannréttindi geðsjúkra var haldinn á vegum innanríkisráðuneytisins.
Fundur um mannréttindi geðsjúkra var haldinn á vegum innanríkisráðuneytisins.

Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala ræddi meðal annars um siðferðislegan grundvöll nauðungarvistana í erindi sem bar yfirskriftina „á nauðung í geðþjónustu rétt á sér?“ Í erindinu fjallaði hann um samspil og togstreitu á milli ólíkra sjónarmiða um hvernig sé best að hjálpa fólki í vanda og fjallaði um rök með og á móti nauðungarvistunum í stærra samhengi. Niðurstaða erindisins var sú að fyrirliggjandi rannsóknar- og kerfisgögn um gagnsemi þess að beita nauðungarúrræðum væru nógu sannfærandi til að gera nauðungarvistanir ásættanlegar – en aðeins innan skýrs lagaramma og undir ríku eftirliti.

Fundur um mannréttindi geðsjúkra var haldinn á vegum innanríkisráðuneytisins.Guðmundur Örvar Bergþórsson, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, fjallaði um  ákvæði lögræðislaga byggðust á því viðhorfi að sjálfráða einstaklingar tækju ákvarðanir um eigin málefni og að einstaklingar væru ekki vistaðir á sjúkrahúsi gegn eigin vilja eða þvingaðir til að þiggja læknismeðferð. Rakti hann síðan hvað væri nauðungarvistun og hver væru skilyrði fyrir henni og hvernig fara skuli með beiðnir um slíkt. Einnig skýrði hann hverjar væru skyldur ráðuneytisins á þessu sviði, hver væru réttindi hins nauðungarvistaða og um lok slíkrar vistunar.

Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur, ræddi um notkun nauðungar í íslenskri heilbrigðisþjónustu og fór yfir reglur um mannréttindi og geðheilbrigði og greindi frá eigin reynslu af nauðungarvistun, hvernig að henni var staðið og hvaða lærdóm mætti draga af framkvæmd hennar.

Fundur um mannréttindi geðsjúkra var haldinn á vegum innanríkisráðuneytisins.

Þátttakendur í pallborðsumræðum fluttu styttri erindi en Kristín Tómasdóttir, ráðgjafi hjá Geðhjálp fjallaði um mikilvægi hagsmunagæslu, Björn Hjálmarsson læknir um sálrænan sársauka í tengslum við nauðungarvistanir, Bergþór Grétar Böðvarsson, fulltrúi notenda - gæðaráð geðsviðs LSH fjallaði um ýmsa þætti varðandi réttindagæslu nauðungarvistaðra, og  Lára Björnsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra velferðarþjónustu í velferðarráðuneytinu, um málefni geðsjúkra í tengslum við verkefni velferðarráðuneytisins.

Í framhaldinu urðu góðar umræður um málefni geðsjúkra í samfélaginu í víðu samhengi. Styrmir Gunnarsson stýrði fundinum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira