Hoppa yfir valmynd
2. október 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Jafnréttisþing 2013

Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 1. nóvember 2013 að Hilton Reykjavík Nordica hótel á Suðurlandsbraut kl. 9:00-17:00. Hlutverk þingsins er að efna til samræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa öllum áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í jafnréttismálum.


Dagskrá

Þingstjóri:  Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, leikkona. 
09:00 – 09:10 Fanný Gunnarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs. Ávarp og setning jafnréttisþings.
09:10 – 09:35 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Skýrsla félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2013.
09:35 – 09:50 Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti. Kynning á tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals ÍST 85:2012.
09:50 – 10:30
Inge Ovesen, deildarstjóri í ráðuneyti jafnréttismála í Noregi.
„Equality does not occur by itself - Challenges and Dilemmas in Norwegian Equality Policy.“
10:30 – 11:00
Kaffi.
11:00 – 11:30
Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor í kynjafræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
„Frelsisbylgjur og mótbárur.“
11:30 – 12:20
Hádegisverður.
12:20 – 14:40
  • Málstofa 1: Jafnvægi: List hins ómögulega. Um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
  • Málstofa 2: Meira sundur en saman. Um orsakir og afleiðingar hins kynskipta vinnumarkaðar.
  • Málstofa 3: Allar krónur eru kynjakrónur. Um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð.
  • Málstofa 4: Gangan langa. Konur, völd og áhrif.
  • Málstofa 5: Útvíkkun jafnréttishugtaksins. Innleiðing Evróputilskipana um jafna meðferð einstaklinga.
  • Málstofa 6: Réttarkerfið og réttlætið. Um einkenni og meðferð nauðgunarmála innan réttarkerfisins.

- Helstu niðurstöður úr málstofum jafnréttisþingsins

14:40 – 15:00
Kaffi.
15:00 – 15:30
Edda Björgvinsdóttir, leikkona og fyrirlesari. „Húmor og gleði í leik og starfi er dauðans alvara ... líka í jafnréttisbaráttu.“
15:30 – 16:30
Er Ísland best í heimi? Í pallborðsumræðum þingsins ræðir forystufólk úr stjórnmálum og frá vinnumarkaði sem og fulltrúar háskólasamfélags, stjórnsýslu og ungmenna um stöðu og þróun jafnréttismála.
16:30 – 17:00
Samantekt og þingslit.
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.

Jafnréttisþing 2013 - Velferðarráðuneytið og jafnréttisstofa

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum