Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úttekt á menntunán aðgreiningar

Undirritaður var samningur við Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar um úttektina
IMG_8963

Samstarfssamningur um framkvæmd úttektar á menntun án aðgreiningar var undirritaður í dag af Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra, Cor J.W. Meijer framkvæmdastjóra og Per Ch Gunnvall stjórnarformanni Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar.

Einnig var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf um úttektina af hálfu fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytis, velferðarráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands, Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra og Skólameistarafélags Íslands.

Markmið úttektarinnar er að styðja við ákvarðanatöku á innleiðingu og framkvæmd stefnunnar um menntun án aðgreiningar með sannreyndri þekkingu og stuðla jafnframt að víðtæku sjálfsmati innan menntakerfisins auk þess að styðja við langtímaþróun menntastefnu á Íslandi. Áhersla verður lögð á að kanna hversu árangursrík innleiðing á menntastefnu um skóla án aðgreiningar hefur verið í skólakerfinu á Íslandi, meðal annars í samanburði við önnur lönd. Úttektin nær til leik-, grunn- og framhaldsskólastigs. Rýnt verður einnig í fjármögnun vegna skóla án aðgreiningar á vegum ríkis og sveitarfélaga. Úttekin nær til allra hagsmunaaðila skólasamfélagsins, þ.e. til nemenda og fjölskyldna þeirra, starfsfólks skóla, skólaþjónustu og stoðþjónustu hvers konar, rekstraraðila skóla, samtaka kennara, kennaramenntunarstofnana og ráðuneyta. Ráðgert er að úttekin fari fram frá nóvember 2015 til ársloka 2016.

Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir gerir úttektina í samvinnu við ráðuneytið, velferðarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Heimili og skóla, landssamtök foreldra, Skólameistarafélag Íslands og aðra sem málið varðar.

Viljayfirlýsing, íslenska

Viljayfirlýsing, enska

Verkefnislýsing Evrópumiðstöðvarinnar

Nánari upplýsingar

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum