Hoppa yfir valmynd
29. maí 2016 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður könnunar á mannafla- og fræðsluþörf í ferðaþjónustunni

Veitingar

Á þessu ári vinna að jafnaði 22 þúsund manns í ferðaþjónustu á Íslandi en það er ríflega 10% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Líklegt er að um 40% nýrra starfsmanna í ferðaþjónustu árin 2016 og 2017 komi erlendis frá en þeir eru nú 6 þúsund. Þetta eru á meðal helstu niðurstaðna sem koma fram í könnun Stjórnstöðvar ferðamála um mannaaflaþörf og þörf fyrir fræðslu/hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Könnunin var framkvæmd í apríl sl. og var send á stjórnendur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum.

Fyrirtækin vilja helst auka hæfni í tengslum við þjónustulund og gestrisni, jákvætt viðmót, sjálfstæð vinnubrögð og samskiptahæfni. Mest vantar af fólki í ræstingar/þrif, starfsmenn í gestamóttöku, eldhús og veitingasal, leiðsögumenn, sölu- og afgreiðslufólk og faglærða matreiðslumenn. Erfiðast er að manna í ræstingar/þrif og í stöður faglærða matreiðslumanna.

Þá kalla fyrirtækin eftir fræðslu sem starfsmenn geti ástundað sem mest á vinnustað og vilja sjá heildstætt þrepaskipt starfsnám í ferðaþjónustu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum