Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2017

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var haldinn 4. október sl. á Hilton Reykjavík Nordica. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ávarpaði fundinn í upphafi og sagði umfang sjóðsins mikið, framlög hefðu á síðasta ári numið 44 milljörðum króna sem rynnu til hinna fjölbreyttu verkefna sem sveitarstjórnarstigið annast.

Ársfundinn sóttu fulltrúar sveitarstjórna landsins, fulltrúar Jöfnunarsjóðs og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins auk gesta.

Kynnt var skýrsla sjóðsins fyrir liðið ár, ársreikningar, tillögur nefndar um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs og fjallað var um gögn á ytri vef Jöfnunarsjóðs

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum