Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Átta héraðsdómarar skipaðir

Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, skipaði í dag átta héraðsdómara sem taldir voru hæfastir samkvæmt mati dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti á grundvelli dómstólalaga.

Voru eftirtaldir dómarar skipaðir:

  • Arnar Þór Jónsson
  • Ásgerður Ragnarsdóttir
  • Ástráður Haraldsson
  • Bergþóra Ingólfsdóttir
  • Daði Kristjánsson
  • Helgi Sigurðsson
  • Ingiríður Lúðvíksdóttir
  • Pétur Dam Leifsson

Að lokinni skipun í embættin ritaði settur dómsmálaráðherra bréf og kom með því á framfæri við dómsmálaráðherra athugasemdum um verklag og reglur um veitingu dómaraembætta. Dómsmálaráðherra hefur lýst opinberlega yfir vilja sínum til þess að endurskoða þær reglur og telur það nauðsynlegt. Var bréfið jafnframt sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira