Velferðarráðuneytið

Kynningarfundur um starfsemi og viðfangsefni Jafnréttissjóðs

 Þann 19. júní árið 1915 hlutu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. - myndVelferðarráðuneytið

Velferðarráðuneytið og stjórn Jafnréttissjóðs Íslands boða til kynningarfundar um starfsemi og viðfangsefni sjóðsins 16. febrúar næstkomandi kl. 14.15 í nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytinu.

Til fundarins eru boðaðir fulltrúar samtaka kvenna, samtaka aðila vinnumarkaðarins, ráðuneyta, skóla og stofnana.

Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður á grundvelli þingsályktunar nr. 13/144 sem samþykkt var á Alþingi í tilefni 100 ára kosningaréttarafmælis íslenskra kvenna. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.

Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum í fimm ár, 100 milljónir króna á ári, frá 2016 til og með 2020. Samkvæmt 5. gr. reglna nr. 956/2016, um úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands, auglýsir stjórnin eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir 1. febrúar ár hvert. Úthlutað er úr sjóðnum ár hvert á kvenréttindadaginn 19. júní.

Kynningarfundur í nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytinu er öllum opinn. Hann hefst sem fyrr segir kl. 14.15 og stendur til 16.00.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn