Utanríkisráðuneytið

Heimsljós á vef Stjórnarráðsins

Utanríkisráðuneytið hefur opnað á vef Stjórnarráðsins sérstaka upplýsingaveitu um þróunar- og mannúðarmál. Vefurinn nefnist Heimsljós og leysir af hólmi samnefnt veftímarit sem komið hefur út vikulega um tíu ára skeið.

Heimsljósi er ætlað að viðhalda og glæða umræðu um þennan málaflokk sem er ein meginstoð íslenskrar utanríkisstefnu. Jöfnum höndum verður fjallað um strauma og stefnur í málaflokknum á heimsvísu en sérstök áhersla er lögð á frásagnir sem tengjast opinberri þróunarsamvinnu Íslands og starfi íslenskra borgarasamtaka á þessu sviði.

Auk frétta af þróunar- og mannúðarmálum birtast á vefnum pistlar eftir íslenska sérfræðinga sem starfa á vettvangi, í ráðuneytinu eða hjá alþjóðastofnunum. Þá verða birtar hlekkir á áhugaverðar greinar um málaflokkinn, einnig krækjur á fréttir og fréttaskýringar og tilvísanir í fræðigreinar og skýrslur.

Heimsljós er að finna á slóðinni: utn.is/heimsljos


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn