Hoppa yfir valmynd
9. maí 2018 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Um 350 manns sátu ráðstefnu um málefni barna í gær

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ásamt Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra - myndVelferðarráðuneytið

Húsfyllir var á ráðstefnunni; Snemmtæk íhlutun í málefnum barna á Íslandi – SIMBI – sem velferðarráðuneytið stóð fyrir og var haldin í gær. Upptaka frá ráðstefnunni ásamt glærum fyrirlesara er nú hægt að nálgast á vefnum.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra sagði að ráðstefnunni væri ætlað að vera hvetjandi upphaf að þeirri vinnu sem stjórnvöld muni leggja áherslu á í málefnum barna. Stefnt sé að því að endurskoða allt félagslega kerfið eins og það snýr að börnum, stuðla að auknu samstarfi milli þeirra kerfa sem koma að málum barna á einhvern hátt: „Við ætlum að brjóta múra og byggja brýr til að bæta þjónustu við börn sem þurfa á liðsinni að halda og markmiðið er að börn sem þurfa liðsinni fái það eins fljótt og nokkur kostur er“ segir félags- og jafnréttismálaráðherra.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira