Hoppa yfir valmynd
6. október 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Sjálfbærni í rekstri rædd á ársfundi ríkisfyrirtækja

Góð þátttaka var í fundinum af hálfu stjórnarfólks og stjórnenda ríkisfyrirtækja.  - mynd

Sjálfbærni í rekstri fyrirtækja var yfirskrift ársfundar ríkisfyrirtækja 2023 sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hélt í gær. Bætt yfirsýn, aukið gagnsæi og samfélagslega arðbær og ábyrgur rekstur eru leiðarstef ríkisins og á fundinum var kynnt nýtt fyrirkomulag umsýslu og stýringar eignarhalds ásamt endurskoðun og mati á eignasafni ríkisins.

Einnig farið yfir helstu áherslur og markmið eigandastefnu ríkisins ásamt því að ný ársskýrsla ríkisfyrirtækja fyrir árið 2022 var kynnt. Í skýrslunni er að finna upplýsingar um starfsemi fyrirtækjanna, árangur og afkomu sem og skipun stjórna. Í skýrslunni kemur m.a. fram að markmið um að kynjahlutfall stjórnarformanna verði orðið 40% árið 2024 náðist á þessu ári þar sem konur eru nú 41% stjórnarformanna.

Þetta er í þriðja sinn sem skýrslan er gefin út en nú er hún eingöngu gefin út á vefnum og hægt að nálgast ýmislegt efni úr henni á gagnvirkan hátt.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum