Hoppa yfir valmynd
12. október 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Drög að frumvarpi um slit ógjaldfærra opinberra aðila

Drög að frumvarpi sem hefur að geyma almennar reglur um hvernig slíta megi tilteknum ógjaldfærum opinberum aðilum hafa verið birt í samráðsgátt.

Kveikjan að frumvarpsdrögunum er sá fjárhagsvandi sem ÍL-sjóður stendur frammi fyrir. Opinberar stofnanir sem njóta ríkisábyrgðar verða ekki teknar til gjaldþrotaskipta nema mælt sé fyrir um það í lögum. Því þarf sérstaka lagaheimild til að koma fram slitum á ÍL-sjóði og uppgjöri skulda hans. Slík lagaheimild er ekki til staðar sem stendur og er helsti tilgangur með frumvarpsdrögunum að bæta þar úr.

Umsagnarfrestur er til 22. nóvember. Nánari upplýsingar er að finna í samráðsgátt.

*Fréttatilkynningin var uppfærð 30.október vegna framlengds umsagnarfrestar í samráðsgátt. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum