Úrvinnsla og uppgjör eigna og skulda ÍL-sjóðs
ÍL-sjóður varð til við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs og var stofnaður með lögum nr. 151/2019 sem tóku gildi 31. desember 2019. Fjármála- og efnahagsráðherra fer nú með yfirstjórn ÍL-sjóðs og hefur yfirumsjón með úrvinnslu og uppgjöri eigna og skulda sem ÍL-sjóður tók við í uppskiptingunni og er þar um að ræða útgefnar skuldir sjóðsins, eldra útlánasafn auk verðbréfa- og innlánasafns.
Markmið uppgjörs og úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs er að lágmarka áhættu og kostnað ríkissjóðs vegna uppsafnaðs fjárhagsvanda Íbúðalánasjóðs sem tilkominn er vegna uppgreiðslna á útlánum sjóðsins sem ekki er hægt að nýta til að greiða niður skuldir nema kaupa þær á markaði. Vegna þessa hefur uppgreiðslum verið ráðstafað í skuldabréf og innlán sem við uppskipti námu tæpum helmingi af heildareignum sjóðsins.
Ráðherra skipaði verkefnisstjórn um miðjan mars 2022 sem er ætlað að vera til ráðgjafar um úrvinnslu eignasafns ÍL-sjóðs en hana skipa Perla Ösp Ásgeirsdóttir, Stefán Pétursson og Lúðvík Örn Steinarsson. Verkefnisstjórn hefur tekið þátt í vinnu við gerð reglugerðar sjóðsins en í henni er leitast við að útfæra nánar framkvæmd við úrvinnslu sjóðsins, skilgreina áhættustefnu og skýra fyrirkomulag við stýringu eigna hans og fleira sem lög um sjóðinn gera ráð fyrir. Reglugerðin var gefin út í júní.
Steinþór Pálsson hefur verið fenginn sem milligönguaðili í samtali við eigendur krafna. Hægt er að hafa samband við Steinþór í GSM 616 0200.
Tengiliður fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna verkefnisins er Katrín Oddsdóttir.
Fréttir um ÍL-sjóð
Frá kynningu fjármála- og efnahagsráðherra á stöðu ÍL-sjóðs og næstu skrefum 20.10.2022
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Önnur gögn
Eignir ríkisins
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.