Hoppa yfir valmynd

Jarðrænar auðlindir

Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með jarðrænar auðlindir á landi ríkisins, nema lög eða stjórnvaldsfyrirmæli kveði á um annað, samanber 43. gr. laga um opinber fjármál.

Þær jarðrænu auðlindir sem hér falla undir eru t.a.m.  jarðhiti, vatnsorka, námuréttindi, kaldavatnsréttindi og aðrar auðlindir sem eru á eignarlöndum í eigu ríkisins utan þjóðlenda.  Forsætisráðuneytið fer með auðlindir og réttindi innan marka þjóðlenda skv. lögum nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.     

Flestar af þeim auðlindum ríkisins sem ráðuneytið fer með eru á jörðum í eigu ríkisins sem eru í umsýslu Ríkiseigna sem er sérstök ríkisstofnun sem f.h. ráðuneytisins hefur daglega umsjón og umsýslu með jörðum og landspildum í eigu ríkisins.  Eitt af hlutverkum Ríkiseigna er að byggja upp sérhæfingu,  þekkingu og bæta skráningu á þeim auðlindum sem finnast á ríkisjörðum.  

Sú þekking sem til verður innan stofnunarinnar verður nýtt til að vinna að þróun viðmiða og forsenda ríkisins vegna samninga um endurgjald fyrir afnot af þessum auðlindum ríkisins.  Unnið er að stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum á ríkisjörðum og er gert ráð fyrir að hún verði gefin út í formi sérstakrar eigendastefnu ríkisins á þessu sviði.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 19.10.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum