Hoppa yfir valmynd
12. júní 2020

Starfsleyfisskyldur rekstur einkaaðila

Vakin er athygli á að einkaaðilar sem veita eða hyggjast veita þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eða samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, þurfa að afla starfsleyfis félagsmálaráðuneytisins. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar sér um útgáfu starfsleyfanna.

Þjónusta við fatlað fólk

Öll þjónusta einkaaðila sem veitt er samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 er starfsleyfisskyld. Þá nær starfsleyfisskylda einkaaðila einnig til þeirra sem sinna þjónustu sem ekki er lögbundin ef hún hefur þann megintilgang að veita fötluðu fólki sértæka aðstoð eða þjónustu.

Þjónusta samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga

Einkaaðili sem veitir félagsþjónustu er starfsleyfisskyldur samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Þjónustan er lögbundin þjónusta sveitarfélaga samkvæmt lögum nr. 40/1991.
  • Þjónusta er veitt fyrir hönd ákveðins sveitarfélags, þ.e. samningssamband er á milli einkaaðilans og sveitarfélagsins þar sem gerð er krafa um að einkaaðilinn veiti íbúum sveitarfélags ákveðna þjónustu.

Nánari upplýsingar um starfsleyfi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum