Hoppa yfir valmynd

21 Háskólastig

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði heyrir undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra utan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem heyrir undir menningar- og viðskiptaráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu [keyrð út miðlægt]. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

-- 

Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

---

Heildargjöld málefnasviðs 21 Háskólastig árið 2024 eru áætluð 65.193 m.kr. og aukast um 1.577,5 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023, eða sem svarar til 2,6%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 4.997 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 8,3%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, til að mynda þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Útgjöld ríkissjóðs.

Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

---

21.10 Háskólar og rannsóknastarfsemi

Starfsemi málaflokksins er í höndum fjögurra opinberra og þriggja einkarekinna háskóla, auk tveggja rannsóknastofnana, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Undir málaflokkinn fellur einnig Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands og starfsemi rannsókna-, fræða- og þekkingarsetra á landsbyggðinni auk Gæðaráðs íslenskra háskóla. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Aukið samstarf háskóla í þágu gæða og samfélags

Efling háskólastigs með auknu samstarfi milli háskóla m.a. sameiginlegri stoðþjónustu og með þróun nýrra námsleiða í samstarfi. Verkefnið „Samstarf háskóla“ er framlengt til 2024 með einni nýrri áherslu um sameiningu háskóla.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Koma á sameiginlegri innritunargátt fyrir alla háskóla landsins á „Haskolanam.is“.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Aukin gæði náms og námsumhverfis

Unnið að eflingu háskólastarfs og aukinni samkeppnis­hæfni í alþjóðlegum samanburði. Fjármagna á háskóla með gagnsærri hætti en áður í gegnum nýtt reiknilíkan. Í því fá skólar í fyrsta sinn fjármagn á grundvelli árangurs í rannsóknum og samfélagslega mikilvægrar starfsemi, s.s. í gegnum fjarnám. Nýtt reiknilíkan verður innleitt í áföngum og fyrsta skrefið verður kynnt haustið 2023.*

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

1.271 m.kr.**

Áhersla á fjölgun háskólanemenda með sérstakri áherslu á unga karla og nemendur í STEM-greinum.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Þróun örnáms og raunfærnimats á háskólastigi í því skyni að fjölga leiðum til náms á grunni hæfni og þekkingar í starfi og auka jafnrétti til náms.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Fjölga á nemendum í heilbrigðisvísindum. Fjölga á starfsfólki og taka inn fleiri nemendur, m.a. í læknis- og hjúkrunarfræði. Uppbygging húss heilbrigðis­vísinda­sviðs Háskóla Íslands hjá LHS heldur áfram og aukast framlög um á næsta ári vegna þess.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

1.213 m.kr.

Aukin hvatning og stuðningur við fjölbreyttari hóp háskólanemenda og er þá ekki síst horft til þess að greiða leið fatlaðs fólks í háskólanám.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Styrkja rannsóknastarf og umgjörð þess

Mótuð stefna um opin vísindi í því skyni að styrkja gæði vísindastarfs, inngildingu og jafnræði meðal vísinda­fólks, ásamt því að auka samfélagslegan ávinning af rannsóknum.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Stefnumótun um starfsumhverfi og hæfniviðmið vísindafólks í samræmi alþjóðlegar áherslur.***

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

     

* Verkefnið styður jafnframt við markmið 3 en með reiknilíkaninu verður áhersla á umbun fyrir rannsóknarvirkni, s.s. birtingar vísindagreina, útskrift doktorsnema og öflun erlendra rannsóknarstyrkja.
**Í fylgiriti fjárlaga er ekki búið að dreifa þessum fjármunum til háskóla. Það verður gert haustið 2023.
*** https://commission.europa.eu/system/files/2021-11/ec_rtd_era-policy-agenda-2021.pdf
***https://research-and-innovation.ec.europa.eu/system/files/2023-04/ec_rtd_research-competence-presentation.pdf

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 57.312,9 m.kr. og hækkar um 2.320,3 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 3.305 m.kr. Eingöngu eru tilteknar allra veigamestu breytingar frá fjárlögum (sjá 3. dálk í m.kr. í framangreindri töflu).

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 3,5 ma.kr. til eflingar háskólastarfs hér á landi, í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar. Á móti vegur að 2,2 ma.kr. tímabundin framlög vegna fjölgunar nemenda í heimsfaraldri ganga til baka. Nýju fjármagni verður úthlutað til skólanna á grundvelli nýs reiknilíkans sem tekur m.a. tillit til þróunar fjölda nemenda og rannsóknarvirkni (sbr. markmið 2). Nýju reiknilíkani er ætlað að styðja við aukin gæði náms, stuðla að stöðugri fjárveitingum, auka gagnsæi fjárveitinga og efla stuðning við rannsóknir. Nýta á fjármagnsaukninguna til að háskólakerfið gagnist samfélaginu sem best. Jafnframt verður verkefnið Samstarf háskóla framlengt út árið 2024 til að stuðla enn fremur að samstarfi og samþættingu íslenskra háskóla. Í fjármálaáætlun 2024–2028 munu fjárveitingar til háskóla aukast enn frekar en þar er gert ráð fyrir að á árunum 2025–2028 aukist árleg framlög til háskóla um 2,5 ma.kr.
  2. Fjárheimild til málaflokksins hækkar um 1.213 m.kr. vegna byggingar húss Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands hjá nýja Landspítalanum. Á móti lækka framlög um 199,5 m.kr. þar sem framkvæmdum við Hús íslenskra fræða er lokið.
  3. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 100 m.kr. til að auka útgjaldasvigrúm háskóla.
  4. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 300 m.kr. þegar tímabundin framlög í Nýsköpunarsjóð námsmanna vegna heimsfaraldurs kórónuveiru ganga til baka. Til að milda áhrif lækkunarinnar á starfsemi sjóðsins eru 50 m.kr. færðar til sjóðsins frá málefnasviði 7. Eftir standa framlög til sjóðsins sem nema 95,4 m.kr.
  5. Fjárheimild til málaflokksins hækkar um 1.323,1 m.kr. vegna uppfærðrar tekjuáætlunar Háskóla Íslands. Tekjur skólans hafa verið hærri en gert hefur verið ráð fyrir í fjárlögum á liðnum árum og nú tekur áætlunin mið af reynslutölum síðustu ára.
  6. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 856,4 m.kr. sem skipt er hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.

21.30 Stuðningur við námsmenn

Starfsemi málaflokksins er á höndum Menntasjóðs námsmanna. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að tryggja námsmönnum sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags

Endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna, byggð á mati á framkvæmd nýrra laga sem tóku gildi árið 2020.*

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Jöfn og gagnsæ dreifing á framlagi ríkisins til nemenda og bætt námsframvinda nemenda í háskólum

Markmið 3: Að styðja við öflugt menntakerfi sem er forsenda framfara

 

*Verkefnið styður jafnframt við markmið  2 og 3.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 6.020,4 m.kr. og lækkar um 721,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 227,3 m.kr. til námsstyrkja, niðurfellingar hluta lána við námslok vegna fækkunar lánþega.
  2. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 176,2 m.kr. vegna uppfærðrar áætlunar á framfærslu barna vegna fækkunar lánþega.
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 313,1 m.kr. samkvæmt áætlun Menntasjóðs námsmanna um fjárþörf LÍN.

21.40 Stjórnsýsla háskóla, iðnaðar og nýsköpunar

Undir málaflokkinn fellur starfsemi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis en einnig falla málefni Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) hér undir. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 1.859,7 m.kr. og lækkar um 21,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 92,8 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 57,9 m.kr. á verðlagi ársins 2023 vegna uppfærðrar áætlunar um rekstrartekjur Rannsóknamiðstöðvar Íslands.
  2. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 79,6 m.kr. sem skipt er hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum