06 Hagskýrslugerð og grunnskrár
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Undir það heyrir einn málaflokkur sem ber heitið Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál. Í eftirfarandi töflu má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og málaflokksins á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 06 Hagskýrslugerð og grunnskrár árið 2024 eru áætluð 3.463,0 m.kr. og lækka um 158,5 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023, eða sem svarar til -4,8%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 139,7 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 4,2 %.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, til að mynda þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.
Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2021 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
06.10 Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál
Starfsemi málaflokksins er í höndum þriggja stofnana og tveggja verkefna: Hagstofa Íslands heyrir undir forsætisráðherra, Þjóðskrá Íslands heyrir undir innviðaráðherra, Landmælingar Íslands heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, málefni um endurnot opinberra gagna heyra undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og gögn og högun gagna ríkisins heyra undir fjármála- og efnahagsráðherra. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Auka framboð öruggrar, stafrænnar þjónustu |
||
Áframhald á þróun þjóðskrárkerfis. Um er að ræða uppfærslu gagnagrunna |
Þjóðskrá Íslands |
Innan ramma |
Miðlun Þjóðskrár m.t.t. persónuverndar, öryggis gagna o.fl. |
Þjóðskrá Íslands |
Innan ramma |
Aukning í útgáfu vegabréfa. |
Þjóðskrá Íslands |
30 m.kr. |
Markmið 2: Bæta gæði, framboð og aðgengi að opinberum gögnum og auka möguleika fólks til lýðræðislegrar þátttöku |
||
Framkvæmd laga um stafrænar landupplýsingar (INSPIRE). |
Landmælingar Íslands |
Innan ramma |
Mótun gagnastefnu Íslands og aðgerðaáætlun |
Fjármála- og efnahagsráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið |
Innan ramma |
Högun gagnafyrirkomulags innan ríkiskerfisins. |
Fjármála- og efnahagsráðuneytið |
Innan ramma |
Þróun gagnagáttar fyrir endurnot opinberra upplýsinga. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið |
Innan ramma |
Bæta upplýsingagjöf með birtingu mælaborða. |
Hagstofa Íslands |
Innan ramma |
Endurgerð þjóðhagsreikninga, uppbygging á nýju vöruhúsi fyrir gögn þjóðhagsreikninga á grundvelli uppruna- og ráðstöfunartaflna. |
Hagstofa Ísland |
Innan ramma |
Þróun á bættri fyrirtækjatölfræði. |
Hagstofa Íslands |
Innan ramma |
Úrbætur á tækniumhverfi með það að markmiði að veita innri og ytri notendum framúrskarandi þjónustu. |
Hagstofa Íslands |
Innan ramma |
Umsjón og umbætur á |
Hagstofa Íslands |
Innan ramma |
Eftirfylgni með samþykkt ríkisstjórnar um samræmda skiptingu stjórnsýslunnar og öðrum áherslumálum ríkisstjórnarinnar. |
Hagstofa Íslands |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 3.463,0 m.kr. og lækkar um 158,5 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 298,2 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið um 30 m.kr. vegna kostnaðar við aukna vegabréfaútgáfu hjá Þjóðskrá Íslands.
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 109,3 m.kr. vegna breytinga á sértekjum. Í fyrsta lagi 11,4 m.kr. breyting á sértekjum hjá Hagstofu Íslands. Í öðru lagi 10,9 m.kr. breyting á sértekjum Landmælinga Íslands. Í þriðja lagi 87 m.kr. breyting á rekstrartekjum Þjóðskrár, annars vegar er um að ræða 35,6 m.kr. áætlaðar tekjur vegna kosninga árið 2024 og hins vegar 51,4 m.kr. tekjuheimild til að standa straum af launa og verðbótum.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 109,2 m.kr. vegna tímabundinna fjárveitinga sem falla niður. Í fyrsta lagi 69,2 m.kr. tímabundin fjárveiting til Þjóðskrár vegna þróun þjóðskrárkerfisins, uppfærslu gagnagrunna og stýrða miðlun gagna. Í öðru lagi 40 m.kr. til Hagstofu Íslands og sneri að endurbótum á Þjóðhagsreikningum og manntali.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 137,6 m.kr. og er útfært hlutfallslega skiptingu niður á stofnanir og verkefni málaflokks.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.