Hoppa yfir valmynd

06 Hagskýrslugerð og grunnskrár

Forsætisráðuneytið
Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Innviðaráðuneytið
Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Undir það heyrir einn málaflokkur sem ber heitið Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál. Í eftirfarandi töflu má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og málaflokksins á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Fjárhagsleg þróun málefnasviðsins og málaflokksins á tímabilinu 2022–2024

Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breytingar á ramma milli áranna 2023–2024

Heildargjöld málefnasviðs 06 Hagskýrslugerð og grunnskrár árið 2024 eru áætluð 3.463,0 m.kr. og lækka um 158,5 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023, eða sem svarar til -4,8%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 139,7 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 4,2 %.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, til að mynda þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2021 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2021 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu

06.10 Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál

Starfsemi málaflokksins er í höndum þriggja stofnana og tveggja verkefna: Hagstofa Íslands heyrir undir forsætisráðherra, Þjóðskrá Íslands heyrir undir innviðaráðherra, Landmælingar Íslands heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, málefni um endurnot opinberra gagna heyra undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og gögn og högun gagna ríkisins heyra undir fjármála- og efnahagsráðherra. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Auka framboð öruggrar, stafrænnar þjónustu

Áframhald á þróun þjóðskrárkerfis. Um er að ræða uppfærslu gagnagrunna og innfærslu nýrra skráningarupplýsinga.

Þjóðskrá Íslands

Innan ramma

Miðlun Þjóðskrár m.t.t. persónuverndar, öryggis gagna o.fl.

Þjóðskrá Íslands

Innan ramma

Aukning í útgáfu vegabréfa.

Þjóðskrá Íslands

30 m.kr.

Markmið 2: Bæta gæði, framboð og aðgengi að opinberum gögnum og auka möguleika fólks til lýðræðislegrar þátttöku

Framkvæmd laga um stafrænar landupplýsingar (INSPIRE).

Landmælingar Íslands

Innan ramma

Mótun gagnastefnu Íslands og aðgerðaáætlun
sem tekur m.a. á endurnotum opinberra gagna.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Innan ramma

Högun gagnafyrirkomulags innan ríkiskerfisins.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Innan ramma

Þróun gagnagáttar fyrir endurnot opinberra upplýsinga.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið

Innan ramma

Bæta upplýsingagjöf með birtingu mælaborða.

Hagstofa Íslands

Innan ramma

Endurgerð þjóðhagsreikninga, uppbygging á nýju vöruhúsi fyrir gögn þjóðhagsreikninga á grundvelli uppruna- og ráðstöfunartaflna.

Hagstofa Íslands

Innan ramma

Þróun á bættri fyrirtækjatölfræði.

Hagstofa Íslands

Innan ramma

Úrbætur á tækniumhverfi með það að markmiði að veita innri og ytri notendum framúrskarandi þjónustu..

Hagstofa Íslands

Innan ramma

Umsjón og umbætur á tölfræði er viðkemur sjálfbærri þróun, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og velsældarvísum, mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði.

Hagstofa Íslands

Innan ramma

Eftirfylgni með samþykkt ríkisstjórnar um samræmda skiptingu stjórnsýslunnar og öðrum áherslumálum ríkisstjórnarinnar.

Hagstofa Íslands

Innan ramma

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 3.463,0 m.kr. og lækkar um 158,5 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 298,2 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar: 

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið um 30 m.kr. vegna kostnaðar við aukna vegabréfaútgáfu hjá Þjóðskrá Íslands.
  2. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 109,3 m.kr. vegna breytinga á sértekjum. Í fyrsta lagi 11,4 m.kr. breyting á sértekjum hjá Hagstofu Íslands. Í öðru lagi 10,9 m.kr. breyting á sértekjum Landmælinga Íslands. Í þriðja lagi 87 m.kr. breyting á rekstrartekjum Þjóðskrár, annars vegar er um að ræða 35,6 m.kr. áætlaðar tekjur vegna kosninga árið 2024 og hins vegar 51,4 m.kr. tekjuheimild til að standa straum af launa og verðbótum.
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 109,2 m.kr. vegna tímabundinna fjárveitinga sem falla niður. Í fyrsta lagi 69,2 m.kr. tímabundin fjárveiting til Þjóðskrár vegna þróun þjóðskrárkerfisins, uppfærslu gagnagrunna og stýrða miðlun gagna. Í öðru lagi 40 m.kr. til Hagstofu Íslands og sneri að endurbótum á Þjóðhagsreikningum og manntali.
  4. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 137,6 m.kr. og er útfært hlutfallslega skiptingu niður á stofnanir og verkefni málaflokks.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta