Hoppa yfir valmynd

22 Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Fjárhagsleg þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024 

Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breytingar á ramma milli áranna 2023 og 2024 

Heildargjöld málefnasviðs 22 Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála árið 2024 eru áætluð 5.579,4 m.kr. og lækka um 258,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023, eða sem svarar til 4,7%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 86,3 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 1,6%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Útgjöld ríkissjóðs.

Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2021 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2021 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu 

22.10 Leikskóla- og grunnskólastig

Starfsemi málaflokksins er í höndum mennta- og barnamálaráðuneytis, viðeigandi undirstofnana þess og sveitarfélaga. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

 

Markmið 1: Að styrkja lestrarfærni grunnskólanemenda

 

Heildstæð skólaþjónusta. Innleiðing heildstæðrar skólaþjónustu á grund­velli þrepaskipts stuðnings með áherslu á þjónustu, snemmbæran stuðning og ráðgjöf á leik- og grunn­skólastigi og á frístundaheimilum.

Menntamálastofnun

Innan ramma

 

Matsferill. Þróun og innleiðing á heildstæðu safni matstækja til að kanna kunnáttu, leikni og hæfni nemenda með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla. Áhersla verður á stærðfræði og íslensku.

Mennta- og barnamálaráðuneyti og Menntamálastofnun

Innan ramma

 

Málefni kennara. Áframhaldandi áhersla á nýliðun kennara, þ.m.t. kennara með sérhæfingu í stærðfræði og náttúrugreinum, kennaraspá, auk áherslu á starfsþróun kennara og annars starfsfólks skóla og starfsumhverfi.

Mennta- og barnamálaráðuneyti og háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

 

Markmið 2: Að styrkja færni grunnskólanemenda í stærðfræði og náttúrufræði

 

Heildstæð skólaþjónusta. Innleiðing heildstæðrar skólaþjónustu á grund­velli þrepaskipts stuðnings með áherslu á þjónustu, snemmbæran stuðning og ráðgjöf á leik- og grunn­skólastigi og á frístundaheimilum.

Menntamálastofnun

Innan ramma

 

Matsferill. Þróun og innleiðing á heildstæðu safni matstækja til að kanna kunnáttu, leikni og hæfni nemenda með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla. Áhersla verður á stærðfræði og íslensku.

Menntamálastofnun

Innan ramma

 

Málefni kennara. Áframhaldandi áhersla á nýliðun kennara, þ.m.t. kennara með sérhæfingu í stærðfræði og náttúrugreinum, kennaraspá, auk áherslu á starfsþróun kennara og annars starfsfólks skóla og starfsumhverfi.

 

Mennta- og barnamálaráðuneyti og háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

 

Markmið 3: Að auka gæði menntunar í leik- og grunnskólum og í starfi frístundaheimila

 

 

Menntastefna 2030. Innleiðing á forgangsröðuðum verkefnum innan 2. áfanga menntastefnunnar – aðgerðaáætlun 2024–2027.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

 

Fyrstu 1000 dagar barnsins – styrking leikskólastigs. Samráð við hagsmunaaðila, þjóðfundur, úttekt á námsumhverfi leikskólabarna, breytingar á viðeigandi lögum o.fl.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

 

Mat og eftirlit. Kynning og innleiðing á niðurstöðum stefnumótunar um mat og eftirlit; ytra mat ráðuneytis, innra og ytra mat sveitarfélaga á leik- og grunnskólum og frístundastarfi; breytingar á ákvæðum laga leik- og grunnskóla og aðalnámskrám skóla­stiganna um mat og eftirlit o.fl.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

 

Vellíðan og farsæld í leik- og grunn­skólum. Áframhaldandi áhersla á for­varnir, góðan skólabrag og innleiðingu geðræktar í starfsemi leik- og grunn­skóla.

Mennta- og barnamálaráðuneyti og Menntamálastofnun

Innan ramma

 

Markmið 4: Að auka gæði og aðgengi námsgagna

 

Stefnumótun um aðkomu ríkisins að útgáfu námsgagna. Innleiðing á niðurstöðum skýrslu með tímasettum og kostnaðarmetnum tillögum ásamt endurskoðun laga um námsgögn.

Aukið og opið aðgengi að vönduðum námsgögnum. Áframhaldandi þróun miðlægrar stafrænnar námsgagnaveitu, innleiðing þvert á skólastig og áfram­haldandi efling Þróunarsjóðs náms­gagna.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

 

Mennta- og barnamálaráðuneyti og Menntamálastofnun

Innan ramma

Innan ramma

 

Opinber gæðaviðmið. Birting opin­berra gæðaviðmiða fyrir náms- og kennslugögn þvert á skólastig.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Menntamálastofnun

Innan ramma

 

Stafræn námsgögn á íslensku. Áframhaldandi aukin áhersla á útgáfu stafrænna námsgagna, útgáfu náms­gagna fyrir nemendur sem nota tákn­mál, nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn með sérstaka áherslu á stuðningsefni fyrir íslenskunám, orðaforða og hugtakaskilning.

Menntamálastofnun

Innan ramma

 

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 940,1 m.kr. og lækkar um 43,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 50,9 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 26 m.kr. vegna millifærslu milli málaflokka.
  2. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 17,6 m.kr. og er útfærð með hlutfallslegri skiptingu niður á verkefni.

22.20 Framhaldsfræðsla og menntun óflokkuð á skólastig

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og menningar- og viðskiptaráðuneytið bera ábyrgð á almennri stefnumótun í samráði við hagsmunaaðila sem og almennri stjórnsýslu og gæðaeftirliti en starfsemi málaflokksins er í höndum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, sjálfseignarstofnana og félaga. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármála­áætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur til að auðvelda þeim að taka virkan þátt í samfélaginu

Framkvæmd starfstengdrar íslensku­fræðslu á vinnutíma.

Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti

Innan ramma

Endurskoðun á þrepaskiptum hæfni­viðmiðum námskráa í íslensku sem öðru máli.

Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti og mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

Samhæfing á upplýsingum um íslensku­námskeið og öðrum möguleikum inn­flytjenda til að læra íslensku.

Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti, mennta- og barna­málaráðuneyti, háskóla- vísinda og nýsköpunar­ráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Að auka ánægju útlendinga með íslenskunámskeið

Fjölga fræðsluaðilum sem birta upp­lýs­ingar um gæðastarf og umbótaáætlanir í íslensku sem öðru máli.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma

Setja skýrar kröfur um gæði og árangur í samninga og umsóknir um styrki til að kenna íslensku.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Að auðvelda fullorðnu fólki með stutta skólagöngu að afla sér menntunar og starfsréttinda

Vinna að viðurkenningu á námslokum innan framhaldsfræðslu á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Innan ramma

Ljúka endurskoðun framhalds­fræðslu­kerfisins og laga um framhalds­fræðslu nr. 27/2010.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 4: Að efla þjónustu við táknmálstalandi fólk

Tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls. Innleiðing á forgangs­röðuðum verkefnum innan ályktunar.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

37,5 m.kr.

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 2.248,6 m.kr. og lækkar um 135,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 134,4 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 37,5 m.kr. vegna tillögu til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls.
  2. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 115 m.kr. vegna tímabundinnar fjárheimildar sem kom inn í fjárlögum 2023 vegna eflingar íslenskukennslu fyrir innflytjendur en fellur nú niður.
  3. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 59,6 m.kr. og er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.

22.30 Stjórnsýsla mennta- og barnamála

Starfsemi málaflokksins er í höndum skrifstofu mennta- og barnamálaráðuneytis, en einnig falla málefni Menntamálastofnunar undir málaflokkinn. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 2.390,7 m.kr. og lækkar um 79,3 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 159,7 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 15 m.kr. vegna aukningar á almennu útgjaldasvigrúmi vegna breyttrar skipanar ráðuneyta.
  2. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 26 m.kr. sem skýrist af endurskipulagningu innan ráðuneytis.
Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 120,3 m.kr.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum