Hoppa yfir valmynd
25. september 1998 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnaskra

Í mannanafnaskrá eru eiginnöfn kvenna og karla og ritmyndir eiginnafna, ásamt skrá yfir millinöfn. Einnig er þar skrá yfir eiginnöfn, ritmyndir eiginnafna og millinöfn sem mannanafnannefnd hefur hafnað.

Mannanafnaskrá er nú á vefsvæðinu rettarheimild.is,
smelltu til að skoða mannanafnaskrá.


Eyðublöð fyrir umsóknir um nafnbreytingar.
__________________



Ný lög um mannanöfn, nr. 45/1996, tóku gildi þann 1. janúar 1997. Samkvæmt lögunum skal mannanafnanefnd semja skrá um þau eiginnöfn og millinöfn sem heimil eru.

Í mannanafnaskrá eru eiginnöfn kvenna og karla og ritmyndir eiginnafna, ásamt skrá yfir millinöfn. Einnig er þar skrá yfir eiginnöfn, ritmyndir eiginnafna og millinöfn sem mannanafnannefnd hefur hafnað.

Mannanafnaskrá var gefin út tvívegis samkvæmt fyrirmælum eldri laga um mannanöfn, nr. 37/1991, og kom út samkvæmt mannanafnalögum nr. 45/1996 í janúar 1997, en sú skrá var samþykkt á fundi mannanafnanefndar þann 6. janúar 1997. Í þeirri skrá er að finna eiginnöfn sem mannanafnanefnd hafði samþykkt fyrir 1. janúar 1997 og eiginnöfn sem mannanafnanefnd hafði hafnað samkvæmt ákvæðum eldri laga en teljast heimil samkvæmt lögum nr. 45/1996. Þá er í skránni að finna tæplega 40 millinöfn. Sú mannanafnaskrá sem hér birtist er ofangreind mannanafnaskrá ásamt viðbótum samkvæmt ákvörðunum mannanafnanefndar frá 1. janúar 1997. Skráin er uppfærð reglulega í samræmi við ákvarðanir mannanafnanefndar.

Nánari upplýsingar um hvaðeina sem snýr að mannanafnalögum má finna hér.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum