Hoppa yfir valmynd
21. janúar 1999 Utanríkisráðuneytið

Meðferð utanríkismála: II.L. Hálf-diplómatískar sendistofnanir

MEÐFERÐ UTANRÍKISMÁLA - Pétur J. Thorsteinsson

II.L. Hálf-diplómatískar sendistofnanir

II.L.1. Greining hálf diplómatískra stofnana
II.L.2. Dæmi um hálf diplómatískar sendistofnanir


II.L.1. Greining hálf diplómatískra stofnana

Í mörgum höfuðborgum eru ýmsar erlendar sendistofnanir, sem eru ekki sendiráð og njóta ekki venjulegra diplómatískra réttinda, en hafa þó friðhelg-isréttindi að vissu marki ("missions paradiplomatique"), ýmist á grundvelli milliríkjasamninga eða sérstakra samninga við viðtökuríkið. Þessar stofnanir eru margvíslegar, t.d.:

l. viðskiptafulltrúaskrifstofa sem ekki er hluti af sendiráði;
2. aðalskrifstofa fjölþjóðastofnunar;
3. lands- eða svæðisskrifstofa fjölþjóðastofnunar eða -samtaka;
4. skrifstofa Páfagarðs í landi sem ekki hefir stjórnmálasamband við Páfagarð;
5. lands- eða svæðisskrifstofa "þjóðfrelsishreyfingar";
6. skrifstofur sérstofnana S.þ. og aðrar S.þ. skrifstofur;
7. sumstaðar eru vissar ræðisstofur taldar í hópi hinna hálf-diplómat-ísku sendistofnana, t.d. ræðisstofur í höfuðborgum, þar sem sendi-ríkið hefir ekki sendiráð.

Oftast eru þessar stofnanir í viðtökuríkinu með fullu samþykki stjórnvalda þar, en stundum, t.d. að því er snertir skrifstofur "þjóðfrelsishreyfinga", láta stjórnvöld það viðgangast, að þær séu þar.

Ofangreindar stofnanir eru yfirleitt ekki taldar í diplómatalistanum (II.F.l.), en oft eru þær taldar í tengslum við ræðismannalistann (II.P.l6.).

II.L.2. Dæmi um hálf diplómatískar sendistofnanir

Til nánari skýringar á því, við hvað er átt með hálf-diplómatískum sendi-stofnunum, skulu tilfærð dæmi frá tveimur höfuðborgum, Kaupmannahöfn og Nýju Delhi.

Í viðbæti við diplómatalistann í Kaupmannahöfn eru taldar skrifstofur eft-irfarandi stofnana:

1. International Council for the Exploration of the Sea
2. European Radiocommunications Office (ERO)
3. Secretariat of the Parliamentary Assembly of the Conference on Security and Co-operation in Europe (CSCE).
4. United Nations Development Programme (UNDP). Inter-Agency Procurement Services Office (IAPSO)
5. United Nations Children's Fund (UNICEF)
6. U.N. Information Centre for the Nordic Countries
7. WHO Regional Office for Europe

Í Nýju Delhi er mikið um hálf-diplómatískar sendistofnanir, og hafa sumar þeirra mjög fjölmennt starfslið. Í lista sem gefinn var út 1985 af utanríkis-ráðuneyti Indlands, yfir slíkar stofnanir, er eftirfarandi upptalning:

United Nations and the Specialised Agencies:
The International Court of Justice
United Nations Development Programmæ Food and Agriculture Organization of the U. N. World Food Programme
United Nations Fund for Population Activities
United Nations Information Centre
United Nations Military Observer Group in India and Pakistan
International Labour Organizatíon
United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization (UNESCO)
World Health Organization
Office of the WHO Programme Coordínator and Representative (India)
The World Bank
International Corps Research Institute for the Semi-Arid Tropics ICRISAT

Other Inter-Governmental Organizations Stationed in New Delhi:
Afro-Asian Rural Reconstruction Organization
Asian-African Legal Consultative Committee
The League of Arab States Mission

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum