Hoppa yfir valmynd
22. maí 2000 Dómsmálaráðuneytið

Skýrsla nefndar um stöðu brotaþola - 1998.



S K Ý R S L A nefndar um stöðu brotaþola

Maí 1998

Efnisyfirlit.


I. INNGANGUR 5
1. Skipun og hlutverk nefndar 5
2. Um störf og tillögur nefndarinnar 5
3. Um brot, brotaþola o.fl. 6
4. Staða brotaþola gagnvart rannsókn og höfðun sakamáls ? alþjóðleg viðhorf 7

A. Inngangur 7
B. Kanada 7
C. Sameinuðu þjóðirnar 8
D. Evrópuráðið 9

II. NÁLGUNARBANN 11
1. Inngangur 11
2. Gildandi reglur 11
3. Norrænar reglur 12

A. Danmörk 12
B. Noregur 12
C. Svíþjóð 13

4. Viðhorf og tillögur nefndarinnar 13

A. Almennt 13
B. Tillögur nefndarinnar 14

III. LÖGMANNSAÐSTOÐ VIÐ BROTAÞOLA 14
1. Almennt 14
2. Norrænar reglur 15

A. Danmörk 15
B. Noregur 16
C. Svíþjóð 16

3. Viðhorf og tillögur nefndarinnar 17

A. Almennt 17
B. Tillögur nefndarinnar 18

IV. RÉTTARSTAÐA BROTAÞOLA VIÐ MEÐFERÐ MÁLS FYRIR DÓMI O.FL. 18
1. Gildandi reglur 18
2. Norrænar reglur 19

A. Danmörk 19
B. Noregur 19
C. Svíþjóð 20

3. Viðhorf og tillögur nefndarinnar 20

V. AÐGANGUR BROTAÞOLA AÐ GÖGNUM MÁLS 21
1. Gildandi reglur 21
2. Norrænar reglur 22
3. Viðhorf og tillögur nefndarinnar 22

VI. UPPLÝSINGAGJÖF TIL BROTAÞOLA UM RANNSÓKN,
MÁLSMEÐFERÐ O.FL. 22
1. Gildandi reglur 22
2. Norrænar reglur 23
3. Viðhorf og tillögur nefndarinnar 23

A. Almennt 23
B. Tillögur nefndarinnar 24

VII. SKAÐABÓTAKRÖFUR BROTAÞOLA OG MEÐFERÐ ÞEIRRA 25
1. Gildandi reglur 25
2. Norrænar reglur 25
3. Viðhorf og tillögur nefndarinnar 26

VIII. TAKMÖRKUN Á SÖNNUNARFÆRSLU 27
1. Gildandi reglur 27
2. Norrænar reglur 27
3. Viðhorf og tillögur nefndarinnar 27

IX. SAMANTEKT Á TILLÖGUM NEFNDARINNAR 28
1. Nálgunarbann 28
2. Lögmannsaðstoð við brotaþola 28
3. Réttarstaða brotaþola við meðferð máls fyrir dómi o.fl. 28

A. Lokun þinghalds 28
B. Nærvera sakbornings þegar skýrsla er tekin af vitni 28
C. Persónulegar upplýsingar um vitni (brotaþola) 29
D. Vitnaskýrslur hjá lögreglu 29

4. Aðgangur brotaþola að gögnum máls 29
5. Upplýsingagjöf til brotaþola um rannsókn, málsmeðferð o.fl. 29
6. Skaðabótakröfur brotaþola og meðferð þeirra 29
7. Takmörkun á sönnunarfærslu 29
8. Fræðsla 29



I. INNGANGUR
1. Skipun og hlutverk nefndar.
Hinn 6. maí 1993 samþykkti Alþingi þingsályktun um ríkisábyrgð á bótagreiðslum vegna grófra ofbeldisbrota. Ályktunin er svohljóðandi: "Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd til þess að athuga hvort taka eigi upp það fyrirkomulag að ríkissjóður ábyrgist greiðsl-ur dæmdra bóta vegna grófra ofbeldisbrota, svo sem kynferðisbrota."
Sama ár var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að styrkja stöðu brotaþola við meðferð kynferðisbrotamála. Tillagan var svohljóðandi: "Alþingi ályktar að fela dóms-mála-ráðherra að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 19/1991, um með-ferð opinberra mála, sem styrki stöðu brotaþola við meðferð kynferðisbrotamála." Þess-ari tillögu var vísað til ríkisstjórnarinnar.
Hinn 2. desember 1993 skipaði dómsmálaráðherra nefnd "til þess að athuga hvort taka eigi upp það fyrirkomulag að ríkissjóður ábyrgist greiðslur dæmdra bóta vegna kyn-ferðis-brota eða annarra grófra ofbeldisbrota. Jafnframt verður nefndinni falið að athuga hvort setja eigi í lög reglur um nálgunarbann og enn fremur athuga hvort fórnarlamb geti átt betri að-gang að rannsóknarferlinu."
Í nefndina voru skipuð Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, Guðrún Jóns-dóttir félagsráðgjafi, Ingibjörg Benediktsdóttir héraðsdómari, Jenný Baldursdóttir, starfs-kona Kvennaathvarfsins, Jón H. Snorrason, deildarstjóri hjá rannsóknarlögreglu rík-is-ins, og Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem jafn-framt var skipaður formaður nefndarinnar. Ritari nefndarinnar var Högni S. Kristjánsson, full-trúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Arnar sagði sig úr nefndinni vegna anna við önnur störf og Jenný af heilsufarsástæðum. Í hennar stað tók Kristín Blöndal myndlistarkona sæti í nefndinni.

2. Um störf og tillögur nefndarinnar.
Í upphafi ákvað nefndin að fjalla fyrst eingöngu um það hvort taka ætti upp það fyrir-komu-lag að ríkissjóður ábyrgðist greiðslur dæmdra bóta vegna kynferðisbrota eða annarra grófra ofbeldisbrota.
Eftir að hafa kynnt sér stöðu mála annars staðar á Norðurlöndum um greiðslu ríkissjóðs á bótum vegna afbrota taldi nefndin að umboð sitt samkvæmt skipunarbréfi væri mjög þröngt, þ.e. að einungis væri miðað við dæmdar bætur og að miðað væri við kynferðisbrot og önnur gróf ofbeldisbrot. Að höfðu samráði við dómsmálaráðherra var ákveðið að umboð nefnd-arinnar yrði ekki takmarkað við umfjöllun um dæmdar bætur eða að um væri að ræða kyn-ferðisbrot eða önnur gróf ofbeldisbrot.
Í janúar 1995 skilaði nefndin til dómsmálaráðherra frumvarpi til laga um greiðslu ríkis-sjóðs á bótum til þolenda afbrota. Í dómsmálaráðuneytinu voru gerðar breytingar á frum-varp-inu og það síðan lagt fyrir Alþingi þar sem það var samþykkt sem lög veturinn 1995.
Vorið 1995 hóf nefndin síðan að sinna öðrum verkefnum sem henni voru falin. Frá því að hún var skipuð hafði það gerst að dómsmálaráðherra hafði falið réttarfarsnefnd að gera heildar-endurskoðun á lögum um meðferð opinberra mála og sérstakri nefnd að endurskoða frum-varp til lögreglulaga sem lagt var fyrir Alþingi vorið 1994, en varð þá eigi útrætt. Með hlið-sjón af þessu var að höfðu samráði við dómsmálaráðherra ákveðið að nefndin skyldi í starfi sínu gera tillögur um þau atriði sem féllu undir verksvið hennar í stað þess að semja drög að frumvarpi um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála eða eftir atvikum sér-stök frumvörp, þar sem líkur væru á að þær lagabreytingar sem nefndin kynni að leggja til yrðu felldar inn í annaðhvort framangreindra frumvarpa.
Þá er þess að geta að nefndin hefur ekki fjallað sérstaklega um stöðu barna sem þolenda af-brota. Ástæður þess eru af tvennum toga, nýlega hefur umboðsmaður barna látið semja skýrslu um stöðu barna sem þolenda kynferðisbrota og Barnaverndarstofa ríkisins undirbýr nú sértækar aðgerðir varðandi skýrslutöku af börnum sem talin eru hafa sætt kyn-ferðis-ofbeldi.

3. Um brot, brotaþola o.fl.
Þrátt fyrir að á degi hverjum fjalli dagblöð, útvarp og sjónvarp um lögbrot og lögbrjóta er þekking á umfangi brotastarfsemi takmörkuð. Það gildir ekki aðeins um almenning heldur einn-ig um þá sem eru sérfróðir um málefnið.
Skortur á þekkingu á tegundum og umfangi allra lögbrota í þjóðfélaginu á sér ýmsar skýr-ing-ar. Tölulegar upplýsingar um afbrot, sem eru mjög takmarkaðar hér á landi, fjalla ein-göngu um þau afbrot sem kærð eru til lögreglu og réttarvörslukerfið fær að öðru leyti til með-ferðar. Auk þessara brota er dulin brotastarfsemi sem leynir verulegum hluta þeirra brota sem raunverulega eru framin.
Í mörgum tilvikum uppgötvar sá sem fyrir broti verður ekki að hann hafi orðið fórnarlamb refsi-verðs verknaðar. Það á t.d. við um suma þá sem eru blekktir í viðskiptum. Ástæðan getur verið sú að fórnarlambið hafi ekki þekkingu á viðskiptunum eða takmarkaða möguleika á því að skynja verknaðinn. Börn og þroskaheftir hafa sérstöðu gagnvart ofbeldis- og kyn-ferðis-brot-um vegna stöðu sinnar og þekkingarskorts. Þau skynja ekki að þau hafi orðið þolendur brots og hafa ekki skilning á að veita upplýsingar um það.
Atvik sem brotaþoli hefur upplifað sem refsiverða árás geta verið dulin vegna ýmissa ástæðna er varða hann persónulega eða umhverfi hans. Brotaþoli getur talið það til-gangs-laust að kæra verknaðinn þar sem hann telur að lögregla muni ekkert aðhafast í tilefni kær-unn-ar eða hann hafi orðið fyrir takmörkuðu tjóni vegna verknaðarins. Ástæðan getur verið fólg-in í samkomulagi við brotamann um að bæta tjónið eða átt rót að rekja til kærleika eða ann-arra persónulegra tengsla við brotamanninn. Brotaþola kann að finnast að kæra geti haft allt of alvarlegar afleiðingar fyrir brotamanninn. Þá getur ástæða þess að brotaþoli kæri ekki verkn-að verið sú að hann telji að ekkert jákvætt náist fram með kæru og stundum kærir brota-þoli ekki verknað vegna ótta við hefnd af hálfu brotamanns.
Í sumum tilvikum reyna brotaþolar eða hans nánustu að hindra að upplýsingar um verkn-að-inn berist til annarra en sérstakra aðila utan réttarvörslukerfisins, t.d. lækna, kennara eða prests, með beiðni um aðstoð til að grípa til viðeigandi ráðstafana utan réttarvörslukerfisins.
Ástæður þess að mörg afbrot og þar af mörg alvarleg afbrot eru dulin má oft rekja til ná-inna tengsla milli brotamanns og brotaþola. Á síðustu árum hefur umræða um slíkar að-stæð-ur aukist hér á landi, ekki síst eftir tilkomu Kvennaathvarfsins og Stígamóta. Umræðan hefur m.a. snúist um hvernig unnt er að auka réttarvernd þeirra sem verða fyrir alvarlegum af-brot-um af hálfu nákominna. Tilgangur umræðunnar er bæði að réttarvernd viðkomandi ein-stak-linga verði bætt og að hún geti verið einn liður í því að takast á við það vandamál sem eru alvar-leg líkams- og kynferðisbrot meðal nákominna.

4. Staða brotaþola gagnvart rannsókn og höfðun sakamáls ? alþjóðleg viðhorf.
A. Inngangur.
Ef litið væri á afbrot sem ágreining eða mál á milli brotamanns og brotaþola væri eðli-leg-ast að sá ágreiningur væri leystur beint á milli aðila. Fyrr á öldum var það hlutverk þess sem beitt-ur var rangindum að draga þann sem það gerði til ábyrgðar. Með þróun ríkisvalds varð það eitt af hlutverkum þess að fylgja eftir málarekstri gegn brotamönnum. Þessi málarekstur fól í sér kröfu um að brotamanni væri refsað og var því í eðli sínu uppgjör á milli ríkis-valds-ins og brotamannsins. Ríkisvaldið tók alfarið að sér hlutverk brotaþolans í því að fylgja mál-inu eftir gagnvart brotamanni og staðgenglar, þ.e. ákærandi og verjandi, koma fram fyrir hönd brotamanns og brotaþola. Réttarfarslög hafa tekið mið af þessu og þar er því fyrst og fremst fjallað um réttarstöðu sakbornings. Brotaþolinn er í aukahlutverki. Þessi staða brota-þola var á skýran hátt dregin fram í "hvítri bók" breska innanríkisráðuneytisins sem lögð var fram í breska þinginu árið 1959. Þar er m.a. bent á að menn eigi ekki aðeins að rannsaka tengsl ríkis og brotamanns heldur einnig hvernig þessir aðilar standa gagnvart brotaþolanum.
Aukna áhersla á stöðu brotaþola má bæði rekja til rannsókna á nýjum refsileiðum og hreyf-inga brotaþola í Bandaríkjunum og Kanada sem kröfðust þess að yfirvöld og samfélagið í heild veittu bágri stöðu þeirra meiri athygli.
Í umræðu um stöðu brotaþola hefur því verið haldið fram að vegna réttarstöðu sinnar væru þeir tvöföld fórnarlömb. Í fyrsta lagi yrðu þeir fyrir andlegu og líkamlegu tjóni vegna af-brotsins og síðan biðu þeir andlegt tjón vegna þess að þeir fengju ekki á neinn hátt að vera að-ili að rekstri málsins.
Bág staða brotaþola hefur leitt til umræðu á alþjóðavettvangi um hvernig bæta megi réttar-stöðu þeirra við meðferð mála innan réttarkerfisins í þeim tilgangi að draga úr skað-legum áhrifum brots og málsmeðferðar á brotaþola og bæta honum fjártjón og miska.

B. Kanada.
Í skýrslu kanadísku brotaþolanefndarinnar frá árinu 1983 "Justice for Victims of Crime" benti nefndin á þau grundvallaratriði sem síðan hafa verið í umræðunni um bætta réttarstöðu brota-þola.
Nefndin hélt því fram að ekki væri rétt að halda því fram að brotaþolar væru gleymdir eða sett-ir til hliðar í sakamálaréttarfari heldur taldi nefndin að þeir væru vanræktir. Taldi nefndin ekki erfitt að skilja þessa afstöðu þar sem það væri á ábyrgð ríkisins, en ekki brotaþolans, að upplýsa, fylgja eftir og refsa brotamönnum. Slíkt kerfi gengur út frá því að einungis tveir aðil-ar taki þátt í málsmeðferðinni, ríkið og brotamaðurinn. Af hálfu beggja mæta um-boðs-menn, sækjandi og verjandi. Í þessu kerfi er hlutverk brotaþolans nánast takmarkað við það að gefa skýrslu sem vitni. Nefndin taldi ekki ástæðu til að fjalla eingöngu um hvort einblína ætti á opinbera hagsmuni. Hún taldi að í sakamálaréttarfari hefði brotaþolanum verið út-hlut-að aukahlutverki og hann látinn fá það á tilfinninguna að hann væri einungis notaður sem tæki til að fá brotamanninn sakfelldan. Nefndin lét þá skoðun í ljós að ekki væri að undra að brota-þolar telji að tap þeirra og þarfir eða breytingar á lífi vegna afleiðinga brotsins hafi lítið að segja ef horft er á áherslur ríkisins vegna hagsmuna þess og áherslna verjanda vegna hags-muna skjólstæðings síns.
Í skýrslunni segir að við fyrstu kynni af refsivörslukerfinu verði margir brotaþolar ráð-villt-ir og ringlaðir. Þeir eigi erfitt með að skilja hvers vegna hlutum sem var stolið frá þeim er ekki skilað strax og þeir eru fundnir, hvers vegna þeim eru ekki veittar upplýsingar um fyrir-komulag bóta frá ríkinu, hvers vegna þeim er ekki gerð grein fyrir fyrirkomulagi yfir-heyrslna fyrir dómi, hvers vegna mál dregst þrátt fyrir að það sé sett á dagskrá og því síðan frest-að aftur og aftur, hvers vegna ákæran er takmörkuð, hvers vegna ekki er gerð grein fyrir raun-verulegu tjóni sem afbrotið hafði í för með sér fyrir brotaþola og fjölskyldu hans við með-ferð málsins og hvers vegna brotamanni er ekki gert að bæta tjónið. Í mörgum málum fái brota-þolar því miður litla aðstoð og hjálp og takmarkaðar upplýsingar um málsmeðferðina.
Nefndin taldi ástæðu til að leggja áherslu á að bætt réttarstaða brotaþola mætti ekki verða til þess að menn misstu sjónar af réttaröryggi gagnvart brotamanni. Hagsmunum réttar-kerf-is-ins væri aðeins náð með því að réttlæti við málsmeðferð væri tryggt, en ekki með því að sækj-ast eftir hefnd.
Nefndin lagði fram margar tillögur um endurbætur bæði varðandi löggjöf og framkvæmd, til-lögur sem síðar hafa hlotið almenna viðurkenningu.

C. Sameinuðu þjóðirnar.
Á 7. ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn afbrotum og meðferð sakamanna, sem hald-in var í Mílanó á Ítalíu haustið 1985, urðu þáttaskil í alþjóðlegri umræðu um stöðu brota-þola og vandamál þeirra. Á fyrri ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna höfðu menn verið upp-teknir við að fá samþykktar tillögur, ályktanir og lágmarksviðmiðanir til að tryggja stöðu brota-manna. Með þessum alþjóðlegu yfirlýsingum er lagður grunnur að grundvallarréttindum fyrir brotamenn og með þeim er reynt að vernda þá gegn mismunun og illri meðferð.
Á ráðstefnunni var ætlunin að draga fram ný viðhorf í réttarvörslunni, viðurkenningu á rétt-indum brotaþola, og undirbúa aðgerðir sem gætu bætt og tryggt stöðu brotaþola innan refsi-vörslunnar.
Í upplýsingaskjali sem samið var fyrir ráðstefnuna, þar sem ólík viðhorf voru kynnt, kom fram að á ráðstefnunni skyldi rædd og samþykkt réttindaskrá um stöðu brotaþola. Hvert ár, seg-ir í skjalinu, líða milljónir manna í öllum heiminum vegna líkamlegra, andlegra og fjár-hags-legra afleiðinga afbrota. Brotaþolarnir eru karlar og konur, börn og gamalmenni, frískir og farlama, ríkir og snauðir. Í gildandi fyrirkomulagi hafa brotaþolar engin ákveðin réttindi. Inn-an réttarvörslunnar gildir rétturinn til lífs, friðar og persónulegs öryggis einungis fyrir grun-aða og ákærða. Á þann hátt, segir í skjalinu, er ekki að undra að brotaþolar hafi verið virt-ir að vettugi og að þeir sitji eftir einir án stuðnings. Í nýrri réttindaskrá áttu gildi og rétt-indi brotaþola að vera viðurkennd, bætur og uppreist til brotaþola skyldu hafa forgang í mis-mun-andi réttarkerfum.
Í lokaskýrslu ráðstefnunnar var lögð áhersla á að full eining væri um að innan réttar-vörsl-unn-ar hefði stöðu brotaþola alltof lengi verið veitt of lítil athygli. Þá var og bent á að þó að á síðustu árum hefði mátt greina þróun til að bæta stöðu brotaþola væru enn margir veikir hlekk-ir og mörg vandamál óleyst í gildandi réttarkerfum. Full ástæða væri til að ætla að mörg lögbrot meðal hefðbundinna afbrota væru ekki kærð til yfirvalda. Reynsla frá neyðar-mót-tökum fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota og kvennaathvarfa sýndi að fórnarlömbin kæmu úr öllum stigum þjóðfélagsins og þeir sem drýgðu verknaðina væru m.a. í umhverfi sem talið hefði verið án afbrota.
Á ráðstefnunni var samþykkt yfirlýsing um stöðu brotaþola. Því var vísað til löggjafar ein-stakra ríkja að skilgreina hugtakið "brotaþoli", en þar væri um að ræða einstaklinga sem hefðu orðið fyrir líkamlegu, fjárhagslegu eða andlegu tjóni eða fyrir verulegri skerðingu á grund-vallarréttindum vegna athafna eða athafnaleysis sem samkvæmt lögum viðkomandi rík-is er refsivert.
Sem alþjóðlegt verkfæri til verndar þolendum afbrota vísar yfirlýsingin til fjögurra grund-vallar-atriða:
1. Bóta frá brotamanni. Eitt af frumskilyrðum réttlætis er fólgið í því að brotamanni verði gert að greiða brotaþola bætur. Að gera brotamanni að greiða bætur á að vera liður í refsi-kerfinu, auk þess sem hann sæti refsiréttarlegum viðurlögum. Í málum þar sem veru-legt tjón verður á umhverfi skulu bætur koma til að svo miklu leyti sem unnt er.
2. Bóta frá ríkinu. Þegar bætur frá brotamanni eru ófullnægjandi beri að leitast við að setja á fót fyrirkomulag um bætur frá ríkinu. Slíkar bætur ætti að vera unnt að veita þeim brotaþolum sem verða fyrir verulegu líkamstjóni eða skerðingu á líkamlegu eða and-legu heilbrigði. Í slíku kerfi væri einnig gert ráð fyrir greiðslu dánarbóta.
3. Sérhæfðrar aðstoðar. Brotaþola verði veitt nauðsynleg efnisleg, læknisfræðileg, sál-fræði-leg og/eða félagsleg aðstoð á vegum hins opinbera eða annarra stofnana. Veita verði brotaþola upplýsingar um læknisfræðileg og félagsleg úrræði og aðra aðstoð sem hann á kost á. Starfsmenn lögreglu, réttarkerfis, heilsu- og félagsþjónustu og aðrir sem þess þurfa fái fræðslu í þeim tilgangi að þeir öðlist skilning á þörfum brotaþola.
4. Réttarstöðu. Brotaþoli fái aðgang að þeirri málsmeðferð sem brotið sem hann varð fyrir sæti. Hann fái upplýsingar um þann tíma sem málið taki og um gang þess. Honum verði gef-inn kostur á að koma að sjónarmiðum sínum á þeim stigum máls þar sem kröfur hans og hagsmunir skýrast, "without prejudice to the accused and consistent with the relevant national criminal justice system". Leitast skal við að veita brotaþola nauðsynlega aðstoð við meðferð málsins, setja reglur sem geta takmarkað skaðleg áhrif, þegar slíkt er nauð-syn-legt til að vernda einkalíf brotaþola, og hindra að málsmeðferð dragist að nauð-synja-lausu.
Ályktunin og grundvallaryfirlýsing Mílanó-ráðstefnunnar var samþykkt á allsherjarþingi Sam-einuðu þjóðanna 11. desember 1985. Í inngangi að samþykkt allsherjarþingsins er því hald-ið fram að menn séu þess meðvitaðir að milljónir manna um heim allan beri menjar vegna lögbrota og að réttindum brotaþola hafi ekki verið sýnd viðeigandi virðing. Sam-þykkt-inni lýkur með áskorun til aðildarríkjanna um að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fram-fylgja ákvæðum ályktunarinnar.
Á aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, sem tekið hefur þátt í að samþykkja yfirlýsingu eins og að framan er lýst, hvílir sú siðferðilega skylda að sjá til þess að ákvæði hennar verði lögð til grundvallar í löggjöf, reglum og framkvæmd.

D. Evrópuráðið.
Á vettvangi Evrópuráðsins hefur staða brotaþola verið til umfjöllunar. Hinn 28. júní 1985 sam-þykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins ályktun um stöðu brotaþola innan refsiréttar og réttar-fars.
Í inngangi ályktunarinnar segir m.a. að hlutverk refsivörslunnar hafi venju samkvæmt beinst að hugtökum sem aðallega taki til sambandsins á milli ríkis og brotamanns og því hafi kerf-ið stundum aukið vandamál brotaþola í stað þess að draga úr þeim. Er þar bent á að grund-vallar-hlutverk refsivörslunnar sé að fullnægja þörfum og tryggja hagsmuni brotaþola.
Þar segir einnig að mikilvægt sé að auka tiltrú brotaþola á refsivörslunni og að styrkja sam-vinnu við hann, sérstaklega sem vitnis.
Þá segir þar að með þessi hlutverk í huga sé nauðsynlegt:
· að innan refsivörslunnar sé meira tillit tekið til líkamlegs, andlegs, efnislegs og fé-lags-legs tjóns brotaþola,
· að hugleitt verði hvaða aðgerðir séu æskilegar til að fullnægja þörfum hans að þessu leyti,
· að þörfum og hagsmunum brotaþola verði gefinn meiri gaumur á öllum stigum rann-sókn-ar og málsmeðferðar.
Í ályktun Evrópuráðsins er lagt til að aðildarríkin endurskoði löggjöf sína og laga-fram-kvæmd í samræmi við leiðbeiningar í ályktuninni sem greint verður frá hér á eftir.

A. Lögregla.
5. Lögreglumenn verði þjálfaðir í að umgangast brotaþola á vingjarnlegan, jákvæðan og traust-an hátt.
6. Lögregla veiti brotaþola upplýsingar um möguleika á að fá aðstoð, hagnýta og lagalega ráð-gjöf og bætur frá tjónvaldi eða ríkinu.
7. Brotaþola verði gefinn kostur á að fá upplýsingar um niðurstöður lögreglurannsóknar.
8. Í öllum skýrslum til ákæruvaldsins skuli lögregla gefa eins skýrar og fullkomnar yfir-lýs-ing-ar og unnt er um líkamstjón og annað tjón sem brotaþoli hefur orðið fyrir.

B. Um ákæru.
9. Áður en tekin er ákvörðun um hvort sakborningur verði ákærður skal taka nauðsynlegt til-lit til hugsanlegra bóta til brotaþola, þar með taldar allar alvarlegar tilraunir til greiðslu þeirra af hálfu sakbornings.
10. Brotaþola skulu veittar upplýsingar um endanlega ákvörðun um ákæru, nema hann hafi lýst því yfir að hann óski ekki eftir slíkum upplýsingum.
11. Brotaþoli skal hafa rétt til að biðja þar til bært yfirvald um að endurskoða ákvörðun um niður-fellingu máls hjá ákæruvaldi eða eiga rétt á að höfða einkamál.

C. Yfirheyrsla yfir brotaþola.
12. Á öllum stigum rannsóknar og málsmeðferðar skal brotaþoli yfirheyrður á þann hátt að tek-ið verði nægilegt tillit til persónulegra aðstæðna hans, réttinda og virðingar. Þegar unnt er og það þjónar tilgangi skal alltaf yfirheyra barn og geðsjúkan eða fatlaðan mann í návist foreldra eða forráðamanns eða annarrar manneskju sem er hæf til að veita þeim að-stoð.

D. Málsmeðferð fyrir dómi.
13. Veita skal brotaþola upplýsingar um:

? dagsetningu og staðsetningu yfirheyrslna sem varða lögbrotið sem hefur valdið hon-um skaða,
? möguleika á að fá uppreist og bætur undir málsmeðferðinni og lögfræðilega aðstoð og ráðgjöf,
? hvernig hann getur fengið upplýsingar um niðurstöður málsins.

14. Dómstóllinn skal hafa möguleika á að ákveða bætur af hálfu sakbornings til handa brota-þola. Í þessum tilgangi ber að fella niður takmarkanir, höft og tæknilegar hindranir sem koma í veg fyrir að þetta verði mögulegt.
15. Í lögum ætti að vera ákvæði þess efnis að bótum væri annaðhvort unnt að beita sem refsi-viðurlögum eða dæma þær í staðinn fyrir eða til viðbótar við refsiviðurlög.
1. 16. Allar upplýsingar málinu viðkomandi um líkamstjón og annað tjón brotaþola skulu vera að-gengilegar dóminum þannig að við ákvörðun refsitegundar og umfangs verði unnt að taka tillit til:

? þarfar brotaþola fyrir skaðabætur,
? allra bóta eða uppreistar af hálfu sakbornings eða raunverulegra tilrauna til þeirra.

17. Í málum þar sem dómstól er mögulegt að bæta fjárhagslegum skilyrðum við ákvörðun um frestun refsiákvörðunar eða fullnustu refsingar, veitingu reynslulausnar eða annarra refsi-úrræða skuli í þessum skilyrðum lögð mikil áhersla á bætur sakbornings til handa brota-þola.

E. Fullnusta.
18. Þegar bætur eru hluti refsiviðurlaga skal innheimta þær eins og sektir og skulu þær hafa for-gang fram yfir sérhver önnur fjárhagsleg viðurlög sem lögð eru á sakborning. Í öllum öðr-um tilvikum skal veita brotaþola þá aðstoð sem möguleg er við innheimtuna.

F. Verndun einkalífs.
19. Við upplýsingagjöf og almannatengsl varðandi rannsókn og meðferð sakamáls skal taka til-hlýði-legt tillit til þarfar brotaþola á því að verða ekki kunnur, þar sem það getur leitt til ónauðsynlegs tjóns fyrir einkalíf hans eða sjálfsvirðingu. Þegar tegund brots, staða eða per-sónulegar aðstæður og öryggi brotaþola gera slíka persónulega vernd nauðsyn-lega skal annaðhvort halda dómþing fram að dómsuppsögu fyrir luktum dyrum eða fram-lagn-ing eða birting persónulegra upplýsinga takmörkuð að svo miklu leyti sem það telst for-svaran-legt.

G. Sérstök vernd fyrir brotaþola.
20. Hvenær sem það telst nauðsynlegt og sérstaklega þegar um skipulagða brotastarfsemi er að ræða skal veita brotaþola og fjölskyldu hans raunhæfa vernd gegn hótunum og hugsan-legum hefndaraðgerðum af hálfu sakbornings.

II. NÁLGUNARBANN
1. Inngangur.
Það er þekkt vandamál, ekki síst þegar um er að ræða ofbeldi innan fjölskyldu eða heim-ilis eða ofbeldi gagnvart konum, að brotamaður vegur oft í sama knérunn. Fórnarlambið er í hættu gagnvart endurteknum árásum, hótunum, ógnunum o.s.frv. af hálfu brotamannsins. Að beita refsivist leysir vandann einungis tímabundið. Eftir að hafa afplánað refsingu ásækir brota-maður fórnarlambið oft á ný. Það er álag fyrir hvern sem er að lifa í stöðugum ótta á eig-in heimili til viðbótar við líkamlegar og sálrænar afleiðingar árásar.

2. Gildandi reglur.
Í 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga segir:
"Ef maður, þrátt fyrir áminningu lögreglunnar, raskar friði annars manns með því að ásækja hann, ofsækja hann með bréfum eða ónáða hann á annan svipaðan hátt, þar á meðal með símhringingum, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Áminn-ing lögreglunnar hefur gildi í 5 ár."
Í lögum eru ekki ákvæði um áminningu lögreglu, hvorki um forsendur þess að beita megi úr-ræðinu, efnislegt innihald þess eða um málsmeðferð. Áminning lögreglu er því ólögfest úr-ræði og varðar rof á henni refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum.
Dómar hafa fallið þar sem menn voru dæmdir til refsingar fyrir brot á 1. mgr. 232. gr. al-mennra hegningarlaga.
Í 2. tölul. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga, þar sem fjallað er um skilyrði sem heim-ilt er að setja í tengslum við skilorðsbundinn dóm, segir: "Að hann hlíti fyrirmælum um-sjónar-manns um dvalarstaði, menntun, vinnu, umgengni við aðra menn og notkun tóm-stunda." Þetta ákvæði gildir einnig um reynslulausn og skilorðsbundna náðun. Ekki er vitað til að því hafi verið beitt í framkvæmd. Samkvæmt ákvæðinu getur umsjónarmaður þess sem er háður eftirliti sett skilyrði um umgengni við aðra menn.

3. Norrænar reglur.
A. Danmörk.
Í 265. gr. dönsku hegningarlaganna segir:
"Den, der krænker nogens fred ved trods forud af politiet given advarsel at trænge ind på ham, forfölge ham med skriftlige henvendelser eller på anden lignende måde forulempe ham, straffes med böde eller hæfte eller under skærpende omstændigheder med fængsel indtil 6 måneder. En af politiet meddelt advarsel har gyldighed for 5 år."
Í dönskum lögum eru ekki sérstök ákvæði um heimildir lögreglu til að veita áminningu. Slíkt er talið heimilt án sérstakra lagaákvæða.

B. Noregur.
Í 33. gr. norsku hegningarlaganna, svo sem því ákvæði var breytt með lögum nr. 5/1994 (gildis-taka 1. janúar 1995), segir:
"Den som har begått en strafbar handling, kan ved dom forbys å oppholde seg i bestemte om-råder hvis handlingen viser at lovbryterens opphold der kan være til særlig fare eller plage for andre.
Forhörsretten i den rettskrets forbudet gjelder, kan på begjæring fra den domfelte eller på-tale-myndighet endre eller oppheve forbudet.
Forbud som åpenbart ikke lenger er nödvendig, kan oppheves af statsadvokaten."
Brot á framangreindu skilyrði er refsivert skv. 2. mgr. 342. gr. hegningarlaganna. Refs-ing-in er fangelsi allt að sex mánuðum, en getur orðið tvö ár ef skilorð hefur áður verið rofið.
Samkvæmt a-lið 3. mgr. 53. gr. norsku hegningarlaganna er heimilt að setja skilyrði um bú-setu og umgengni við ákveðnar manneskjur í skilorðsdóm, reynslulausn og ákærufrestun.
Þá hefur verið settur sérstakur kafli um heimsóknarbann í lög um sakamálaréttarfar. 222. gr. a í 17. kafla A er svohljóðandi:
"Påtalemyndigheten kan forby en person å oppholde seg på et bestemt sted, forfölge, be-söke eller på annet vis kontakte en annen person, hvis det på grunn av særlige forhold antas å foreligge risiko for at den forbudet vil rette seg mot, ellers ville begå en straffbar handling over-for, forfölge eller på annet vis krenke den andres fred. Forbudet kan ilegges på begjæring av den forbudet skal beskytte, eller når det finnes påkrevet av almenne hensyn. Forbudet skal gjelde for en bestemt tid, höyst ett år av gangen.
Påtalemyndigheten må snarest mulig og senest 3 dager etter beslutningen bringe saken inn for forhörsretten som avgjör spörgsmålet ved kjennelse. Paragr. 174, 175 förste ledd, 177, 181 annet ledd og 184 gjelder tilsvarende så langt de passer. Spörgsmålet om forbudet kan også bringes inn for retten på begjæring av den forbudet skal beskytte."
Ákvæðið öðlaðist gildi 1. janúar 1995.

C. Svíþjóð.
Í Svíþjóð eru í gildi sérstök lög um heimsóknarbann. Skv. 1. gr. þeirra er heimilt að banna manni að heimsækja annan mann eða á annan hátt hafa samband við eða fylgja öðrum manni eft-ir. Slíkt bann má leggja á ef hætta er á, vegna sérstakra ástæðna, að maður fremji brot gegn þeim sem bannið á að vernda, honum verði fylgt eftir eða hann á annan hátt ofsóttur. Við mat á því hvort slík hætta er fyrir hendi skal sérstakt tillit tekið til þess hvort sá sem bann-ið á að vernda hafi orðið fyrir broti gegn lífi, heilsu, frelsi eða friði af hálfu þess sem því á að hlíta. Teljist vægari ráðstafanir fullnægjandi skal ekki leggja á bann. Bann tekur ekki til þess þegar sá sem því á að hlíta hefur samband við þann sem það á að vernda í rétt-mæt-um tilgangi.
Í 2. gr. eru ákvæði þess efnis að sé heimsóknarbann skv. 1. gr. ekki fullnægjandi sé heim-ilt að útvíkka bannið þannig að viðkomandi verði bannað að vera í námunda við bústað þess sem bannið á að vernda eða vinnustað hans eða annan stað þar sem hann almennt dvelur.
Samkvæmt 3. gr. skal heimsóknarbann lagt á með þeim takmörkunum og undantekningum sem nauðsynlegar eru með tilliti til aðstæðna í hverju tilviki og skv. 4. gr. skal því mark-aður ákveðinn tími, mest eitt ár, en heimilt er að framlengja það, að hámarki í eitt ár hverju sinni. Ákvörðun um heimsóknarbann skal birt þeim sem því á að hlíta, sbr. 5. gr., og skv. 6. gr. skal afgreiða beiðnir um að lagt verði á heimsóknarbann fljótt.
Í 7.–13. gr. laganna kemur m.a. fram að ákæruvaldið leggur á heimsóknarbann að beiðni þess sem bann á að vernda eða ef að öðru leyti er talin vera ástæða til þess. Í þessum grein-um eru einnig nánari ákvæði um málsmeðferð hjá ákæruvaldinu.
Samkvæmt 14.–22. gr. er hægt að bera ákvörðun ákæruvalds undir dómstóla, bæði um að leggja á bann og synjun. Í þessum greinum eru síðan nánari ákvæði um málsmeðferð fyrir dóm-stólum.
Samkvæmt 23. gr. getur ákværuvaldið fellt niður eða breytt heimsóknarbanni sem lagt hef-ur verið á.
Samkvæmt 24. gr. varðar það sektum eða fangelsi allt að einu ári að brjóta gegn heim-sóknar-banni. Fyrir smávægileg brot skal þó ekki refsað.

4. Viðhorf og tillögur nefndarinnar.
A. Almennt.
Áður er komið fram að í lögum eru ekki ákvæði um áminningu lögreglu, hvorki um forsend-ur þess að beita megi úrræðinu, efnislegt innihald þess eða um málsmeðferð. Því er hér um að ræða ólögfest úrræði sem varðar refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum að rjúfa. Telja verður að áminning lögreglu sem 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga ger-ir ráð fyrir geti bæði tekið til verknaðar sem er sjálfstætt refsiverður og annarra athafna sem ekki þurfa að vera það.
Ágreiningur hefur verið um hvers konar úrræði áminning lögreglu er, þ.e. hvort hér sé um að ræða stjórnsýsluúrræði eða lok opinbers máls.
Samkvæmt 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga gildir áminning lögreglu í fimm ár. Telja verður að heimilt sé að fella hana niður fyrr ef ekki eru lengur fyrir hendi forsendur til að hún sé í gildi.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hversu oft lögregla veitir áminningu, en fullkomin ástæða er til að ætla að slíkt sé ekki oft gert, m.a. vegna óvissu um hvaða forsendur þurfi að vera fyrir hendi svo beita megi úrræðinu og um málsmeðferð.

B. Tillögur nefndarinnar.
Nefndin telur að nálgunarbann geti verið virkt úrræði þegar framið hefur verið brot gegn lífi, heilbrigði eða frelsi manns og hætta er á að slíkt verði endurtekið eða hætta er á að ein-stak-lingur verði fyrir alvarlegu ónæði. Nefndin telur jafnframt að líkur séu á að úrræði þessu sé sjaldnar beitt en efni standa til, m.a. vegna þess að um það eru ekki sérstök lagaákvæði. Af þessum ástæðum leggur nefndin til að sett verði í lög ákvæði um nálgunarbann.
Leggur nefndin til að í slíku ákvæði verði hægt að banna manni að dvelja á ákveðnum stað, fylgja, heimsækja eða á annan hátt að ásækja mann eða ofsækja með bréfum, sím-hring-ing-um eða ónáða með öðrum hætti. Skilyrði þess að heimilt sé að leggja á bann verði að fyrir liggi af sérstökum ástæðum hætta á að sá sem sæta eigi banni muni annars fremja afbrot, fylgja eftir eða á annan hátt takmarka frið eða frelsi þess sem það á að vernda. Bann verði hægt að leggja á samkvæmt beiðni þess sem það á að vernda eða í almennum tilgangi. Bann verði tímabundið og gildistími þess að hámarki eitt ár í hvert sinn.
Þegar nálgunarbann er ákveðið þarf brotaþoli að fá upplýsingar um það, sem og ef synjað er um að gera kröfu um slíkt úrræði. Þá þarf að vera ljóst að honum séu kunn eða kynnt úr-ræði um kæru á synjun um kröfu um nálgunarbann. Auk þess þarf að setja skýrar verk-lags-regl-ur um útfærslu á ákvæðunum um nálgunarbann.
Spurning getur vaknað um hvort slíkt bann teljist í andstöðu við 2. gr. 4. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu og 12. gr. samningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt-indi þar sem fjallað er um það að menn skuli vera frjálsir ferða sinna og hafa frelsi til að velja sér dvalarstað. Samkvæmt báðum samningunum hafa aðildarríki þeirra heimild til að víkja frá þessum ákvæðum með lögum, m.a. ef slíkt telst nauðsynlegt til að hindra refsi-verð-an verknað eða til vernda heilsu og frelsi annarra.
Með vísun til þess að nálgunarbann takmarkar frjálsræði þess sem því á að hlíta leggur nefnd-in til að bann verði lagt á með úrskurði dómstóls að beiðni lögreglu og að ákvæði þar að lútandi gætu vel átt samleið með ákvæðum um þvingunarúrræði í lögum um meðferð opin-berra mála.
Verði fallist á þá tillögu nefndarinnar að setja í lög sérstök ákvæði um nálgunarbann þarf jafn-framt að breyta 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga til samræmis. Jafnframt leggur nefnd-in til að refsiramma þess ákvæðis verði breytt þannig að brot varði sektum eða fangelsi allt að einu ári í stað sex mánaða svo sem nú er.

III. LÖGMANNSAÐSTOÐ VIÐ BROTAÞOLA
1. Almennt.
Þörf brotaþola á aðstoð löglærðs talsmanns er mismunandi eftir tegundum brots og ann-arri aðstöðu brotaþola. Samkvæmt gildandi lögum verður brotaþoli sjálfur að greiða kostnað við lögfræðiaðstoð sér til handa, óski hann eftir slíkri aðstoð vegna kæru, rannsóknar eða með-ferðar opinbers máls. Þó á hann rétt á að lögmannskostnaður hans við að halda fram bóta-kröfu gegn tjónþola í opinberu máli verði dæmdur ásamt kröfu hans. Brotaþolar sem leit-að hafa til neyðarmóttöku vegna nauðgunar hafa fengið ókeypis lögfræðiaðstoð á vegum neyðar-móttökunnar, en sú þjónusta hefur verið fjármögnuð með styrk frá dóms-mála-ráðu-neyt-inu. Hér er ekki um lögvarin réttindi að ræða. Í óformlegri starfslýsingu löglærðra tals-manna á vegum neyðarmóttökunnar kemur m.a. fram að þeim er ætlað að veita þolendum kyn-ferðislegs ofbeldis lögfræðilega aðstoð allt frá því að mál kemur til meðferðar hjá neyðar-móttöku og til loka málsmeðferðar hjá dómstólum, ef um það er að ræða, þar með tal-ið að veita upplýsingar um meðferð mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, fylgjast með gangi málsins á öllum stigum þess og mæta með fórnarlambi til yfirheyrslna bæði hjá lög-reglu og fyrir dómi. Talsmaðurinn undirbýr einnig og gerir skaðabótakröfu fyrir brota-þola.
Í nágrannalöndum okkar hafa á síðustu árum verið sett ákvæði um að brotaþolar í kyn-ferðis-brotum eigi rétt á ókeypis lögfræðiaðstoð, sem ríkisvaldið greiði, vegna kæru, rann-sókn-ar og meðferðar málsins. Ókeypis lögfræðileg aðstoð við brotaþola kynferðisbrota hefur verið rökstudd m.a. með því að skýrsla brotaþola vegi þyngra í meðferð slíks máls en í öðr-um málum, af hálfu lögreglu og ákæruvalds vilji menn forðast að íþyngja fórnarlambi með yfir-heyrslum og að með tilliti til almannahagsmuna sé nauðsynlegt að upplýsa svo alvarleg af-brot, en slíkt sé erfitt án ítarlegra yfirheyrslna. Af þessum ástæðum hefur verið talið rétt-lætan-legt að brotaþoli njóti ókeypis aðstoðar frá einhverjum sem gætir hagsmuna hans og sem þekkir gang mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Enn fremur hefur verið bent á að nauðgun og önnur kynferðisbrot séu sérstaklega íþyngjandi fyrir þann sem fyrir þeim brot-um verður, ekki síst ef brotaþoli ákveður að kæra verknaðinn.
Í umfjöllun um norrænar reglur hér á eftir er gerð grein fyrir hlutverki löglærðra tals-manna. Til viðbótar því sem þar kemur fram má benda á að þegar sakborningur er sýknaður eða mál fellt niður af lögreglu eða ákæruvaldi getur verið sérstök þörf á því að löglærður tals-maður útskýri fyrir brotaþola hvers vegna komist er að slíkri niðurstöðu. Þekkt er að sjálfs-ímynd brotaþola skerðist oft þegar meintur brotamaður er sýknaður eða mál fellt niður þar sem brotaþoli fær gjarnan á tilfinninguna að frásögn hans sé ótrúverðug og hann talinn ósann-inda-maður.

2. Norrænar reglur.
A. Danmörk.
Um lögmannsaðstoð til brotaþola er fjallað í a–e-liðum 741. gr. í 66. kafla a dönsku réttar-farslaganna. Samkvæmt þeim ákvæðum eiga brotaþolar í málum sem varða við ákvæði sam-bærileg og greinir í 194.–196. gr., 1. mgr. 200. gr. og 1. mgr. 201. gr. almennra hegn-ingar-laga rétt á að fá skipaðan lögmann. Það er dómari sem skipar lögmanninn. Í málum varð-andi önnur kynferðisbrot en að framan greinir svo og varðandi ofbeldi, ólögmæta nauð-ung, frelsissviptingu og rán ákveður dómur, að beiðni brotaþola og þegar aðstæður mæla með, hvort honum verði skipaður lögmaður. Óski brotaþoli ekki lögmannsaðstoðar getur lög-regla sett fram slíka beiðni. Lögreglu er skylt að kynna brotaþola rétt sinn til lög-manns-aðstoðar áður en hann er yfirheyrður og að leggja fram í dómi beiðni um skipun lögmanns.
Hlutverk lögmanns brotaþola er að veita honum aðstoð við yfirheyrslur hjá lögreglu og síð-ar við yfirheyrslur fyrir dómi, svo og aðstoð í sambandi við gerð og meðferð skaða-bóta-kröfu. Lögmaðurinn hefur rétt á að vera viðstaddur þegar brotaþoli er yfirheyrður bæði hjá lög-reglu og fyrir dómi og hefur rétt á að beina spurningum til hans. Tilkynna ber lög-mann-in-um um allar yfirheyrslur yfir brotaþola bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Lögmaðurinn á rétt á að sjá lögregluskýrslu sem tekin var af brotaþola og eftir útgáfu ákæru á hann rétt á að fá að kynna sér gögn málsins og fá afrit þeirra sé slíkt unnt. Hann hefur ekki heimild, án sam-þykk-is lögreglu, til að kynna eða sýna brotaþola eða öðrum gögn málsins.

B. Noregur.
Um lögmannsaðstoð til brotaþola er fjallað í a–d-liðum 107. gr. í 9. kafla a norsku lag-anna um sakamálaréttarfar. Samkvæmt þeim ákvæðum eiga brotaþolar í málum sem varða við ákvæði sambærileg og greinir í 194.–196. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga rétt á að fá skipaðan lögmann. Lögreglu ber að kynna brotaþola rétt sinn til lög-manns-aðstoð-ar.
Hlutverk lögmanns brotaþola er að gæta hagsmuna hans við rannsókn og meðferð máls og veita honum aðra hjálp og aðstoð sem eðlileg getur talist í sambandi við málið. Lög-mað-ur-inn hefur rétt til að vera viðstaddur þegar brotaþoli er yfirheyrður bæði hjá lögreglu og fyr-ir dómi og hefur rétt á að beina spurningum til hans og mótmæla spurningum sem koma mál-inu ekki við eða eru settar fram á ótilhlýðilegan hátt. Við yfirheyrslur í dómi á brotaþoli ekki rétt á að ráðfæra sig við lögmanninn áður en hann svarar spurningum nema með samþykki dóm-arans. Tilkynna ber lögmanninum um allar yfirheyrslur yfir brotaþola bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Lögmaðurinn hefur heimild til að tjá sig um réttarfarsmálefni varðandi brota-þola og um borgararéttarlegar kröfur hans, einnig þegar ákæruvaldið rekur slíkar kröfur, en skv. 428. gr. laganna um sakamálaréttarfar getur brotaþoli sjálfur eða lögmaður hans rekið slíka kröfu í tengslum við aðalmeðferð málsins.
Árið 1994 var lagt fram frumvarp í norska þinginu um að útvíkka þennan rétt þannig að hann tæki yfir öll kynferðisbrot og að heimilt væri að skipa brotaþola lögmann í öðrum til-vik-um þegar ástæða væri til að ætla að brotaþoli hafi orðið fyrir verulegu tjóni vegna af-brots-ins á líkama eða heilbrigði og hann hefði þörf fyrir lögmannsaðstoð. Þessi tillaga virðist ekki hafa verið samþykkt.

C. Svíþjóð.
Í Svíþjóð gilda sérstök lög um lögmannsaðstoð fyrir brotaþola. (Lag (1988:609) om målsägandebiträde). Samkvæmt þeim ákvæðum eiga þolendur kynferðisbrota (6. kafla hegn-ing-arlaganna) rétt á lögmannsaðstoð enda sé slík aðstoð ekki augljóslega óþörf. Sama gildir þeg-ar um er að ræða rán og brot gegn 3. og 4. kafla hegningarlaganna um brot gegn lífi og heilsu og frjálsræði og friði og þegar þau brot varða fangelsisrefsingu, enda hafi brotaþoli þörf fyrir slíka aðstoð vegna persónulegra tengsla hans við brotamann eða vegna aðstæðna að öðru leyti. Í öðrum tilvikum þegar um er að ræða brot á hegningarlögunum og brot getur varð-að fangelsisrefsingu á brotaþoli rétt á lögmannsaðstoð enda hafi hann sérstaklega mikla þörf fyrir slíka aðstoð vegna persónulegra aðstæðna sinna eða annarra atvika. Samkvæmt sænsku lögunum metur dómstóll hvort skilyrði eru fyrir hendi til að skipa brotaþola lögmann. Hafi brotaþola ekki verið skipaður lögmaður við rannsókn máls er ekki heimilt að skipa hann eft-ir að ákæruvaldið hefur ákveðið að höfða ekki mál gegn ætluðum brotamanni eða fellt mál nið-ur.
Hlutverk lögmanns brotaþola er að gæta hagsmuna hans og veita honum aðstoð og aðra hjálp. Hlutverk hans er að öðru leyti sambærilegt og í Danmörku og Noregi nema hvað hann hef-ur ákveðnar heimildir til að beina spurningum til ákærða og vitna, án þess þó að vera við-bótar-ákærandi, í þeim tilgangi að skýra betur það sem fram er komið eða til að fyllri mynd fá-ist af málinu varðandi atriði sem hafa sérstaka þýðingu fyrir brotaþolann.

3. Viðhorf og tillögur nefndarinnar.
A. Almennt.
Afleiðingar ofbeldisbrota, þar með talinna kynferðisbrota, og annarra brota er varða frjáls-ræði einstaklinga hafa oft veruleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu brotaþola. Það eru ríkir almannahagsmunir að alvarleg ofbeldisbrot verði upplýst og brotamönnunum refsað.
Í málum er varða kynferðisafbrot er atferli brotaþola í ríkara mæli í sviðsljósinu en í öðr-um málum. Þegar brotaþoli er fullorðinn getur verið spurning um hvort hann hafi samþykkt hina kynferðislegu athöfn. Sem og aðrir þolendur ofbeldisbrota þjáist brotaþoli í slíkum mál-um gjarnan af sektarkennd og skömm eftir árásina. Með kæru og eftirfarandi rannsókn og máls-meðferð gengur brotaþolinn oft á ný í gegnum þessar tilfinningar. Í málum er varða kyn-ferðis-afbrot er mikilvægara en í öðrum tilvikum að brotaþoli njóti aðstoðar lögmanns, sér-staklega til að tryggja að málsmeðferð íþyngi ekki brotaþola meira en nauðsynlegt er. Sú reynsla sem þegar er fengin af löglærðum talsmönnum neyðarmóttöku Borgarspítalans stað-festir gagnsemi þessa úrræðis.
Almennt má segja að þörf fyrir lögmann til handa brotaþola við rannsókn og meðferð máls sé mjög mismunandi. Brotaþoli getur haft þörf fyrir aðstoð lögmanns vegna þess að hann er við-kvæmur og varnarlaus eða verknaðurinn hefur af ýmsum öðrum ástæðum haft óvenjulega mik-il áhrif á líf hans. Þetta á ekki aðeins við um brotaþola í kynferðisbrotum. Brotaþoli getur ver-ið viðkvæmur vegna þess að hann er háður brotamanni eða verknaðurinn hefur verið fram-inn á sérstaklega auðmýkjandi eða ógnandi hátt o.s.frv. Í málum er varða fjöl-skyldu-ofbeldi, eins og í grófum kynferðisbrotum, getur verið þörf á að vernda brotaþola fyrir auð-mýkj-andi spurningum. Brotaþoli getur haft þörf fyrir lögmann vegna þeirra vandamála sem það hefur í för með sér fyrir hann að ganga í gegnum refsimál gegn nákomnum manni. Þörf fyr-ir aðstoð lögmanns getur verið sérstaklega mikil þegar brotaþoli er eldri manneskja. Eldra fólk sem er fórnarlömb ofbeldis frá nákomnum aðilum veigrar sér við því að brjótast út úr ólíð-andi lífsmynstri nema það njóti aðstoðar við yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómi. Brota-maður á rétt á réttargæslumanni/verjanda og skv. 2. mgr. 42. gr. laga um meðferð opin-berra mála hefur sá rétt á að vera viðstaddur yfirheyrslu yfir vitni og getur beint að því spurn-ingum og krafist bókana o.s.frv. Þetta skapar ójafnvægi gagnvart stöðu brotaþola.
Við skipun lögmanns til handa brotaþola getur í einstaka tilvikum verið ástæða til að huga sér-staklega að því hvers konar og hversu umfangsmikla aðstoð lögmaður skuli veita brota-þola á kostnað ríkisins. Leggja ber áherslu á að lögmaður brotaþola þekki takmörk starfs-sviðs síns og að hann geri brotaþola grein fyrir hvaða þjónustu hann geti veitt honum. Þegar þörf er á meðferð eða sálusorgun ber lögmanninum að beina brotaþola til þeirra aðila sem slíka þjónustu veita. Lögmanninum ber og að gera brotaþola grein fyrir hvernig rannsókn og máls-meðferð fari fram og hverju hann megi búast við í yfirheyrslum hjá lögreglu og fyrir dómi. Lögmaðurinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna ef mál er fellt niður. Sé það gert hjá lög-reglu getur verið ástæða til að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Þá getur verið ástæða til að sækja um bætur til handa brotaþola úr ríkissjóði. Undirbúningur skaða-bóta-kröfu af hálfu brotaþola er eitt af mikilvægari hlutverkum lögmannsins. Honum ber að útvega eins fljótt og unnt er gögn er styðja kröfuna og koma henni á framfæri við lögreglu eða ákæru-vald, sem er skilyrði bóta úr ríkissjóði.
Fæstir brotaþola hafa komið í dómsal áður og fyrir fram getur þeim stafað ógn af því. Í slík-um tilvikum getur verið æskilegt að brotaþola sé sýndur dómsalur fyrir fram og að út-skýrt sé fyrir honum hvar hver situr o.s.frv.
Ástæða er til að leggja áherslu á að brotaþola er skipaður lögmaður sem aðstoðar hann að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er í sambandi við sakamál á hendur brotamanni. Sé mál dæmt án þess að aðalmeðferð fari fram og brotaþoli því ekki yfirheyrður fyrir dómi eða hann af öðrum ástæðum gefur ekki skýrslu fyrir dómi ber að skoða það sérstaklega hvort þörf sé á því að lögmaðurinn mæti fyrir dómi. Þegar um aðalmeðferð er að ræða þarf að huga sér-stak-lega að því hvort þörf sé á því að lögmaður brotaþola sé lengur viðstaddur en þar til skýrsla hefur verið tekin af brotaþola og að hlutverki hans við aðalmeðferðina sé þar með lok-ið. Í því sambandi þarf að hafa í huga að hann þarf að fylgja eftir brotakröfu sem oft er ekki fjallað um fyrr en í lok aðalmeðferðar.
Eftir að aðalmeðferð lýkur getur verið þörf á takmarkaðri vinnu af hálfu lögmanns brota-þola. Nauðsyn getur verið á að lögmaðurinn upplýsi og útskýri dóminn fyrir brotaþola og sér-stök atriði við málsmeðferðina sem komu brotaþola einkennilega fyrir sjónir.

B. Tillögur nefndarinnar.
Með vísun til þeirra forsendna sem raktar eru í kaflanum hér að framan leggur nefndin til að óski brotaþoli eftir löglærðum talsmanni verði skylt að skipa honum lögmann á kostnað ríkisins í kyn-ferðis-brota-málum öðrum en þeim sem einungis varða við ákvæði um brot gegn blygðunarsemi. Í öðr-um málum verði heimilt samkvæmt beiðni brotaþola að skipa honum lögmann á kostnað rík-isins ef ástæða er til að ætla að brotaþoli hafi orðið fyrir verulegu tjóni á líkama eða heil-brigði að öðru leyti vegna verknaðarins og að hann hafi sérstaka þörf fyrir lögmannsaðstoð.
Hlutverk lögmanns brotaþola verði að gæta hagsmuna brotaþola í sambandi við rannsókn og málsmeðferð sakamálsins og að veita honum aðra aðstoð sem er eðlileg í sambandi við mál-ið. Hann annist m.a. gerð bótakröfu fyrir brotaþola, þegar um það er að ræða. Þá verði hon-um tilkynnt um yfirheyrslur yfir brotaþola hjá lögreglu og fyrir dómi og að hann hafi rétt á að vera viðstaddur þær. Við yfirheyrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi lögmaðurinn rétt til að beina spurningum til brotaþola og mótmæla spurningum sem koma málinu ekki við eða sem settar eru fram á ótilhlýðilegan hátt. Loks hafi lögmaðurinn heimild til að tjá sig um réttar-farsatriði er varða stöðu brotaþola við meðferð máls.
Nefndin vekur sérstaka athygli á því að í þessum tillögum er ekki gert ráð fyrir lög-fræði-legri aðstoð við brotaþola fyrr en eftir að mál hefur verið kært eða það af öðrum ástæðum sæt-ir rannsókn af hálfu lögreglu. Brotaþolar geta haft sérstaka þörf fyrir ráðgjöf áður en mál er kært. Í Noregi fellur slík ráðgjöf undir ákvæði laga um opinbera réttaraðstoð. Slík löggjöf er ekki í gildi hér á landi, en á 118. löggjafarþingi 1994–95 var lagt fram frumvarp um opin-bera lögfræðiaðstoð, sem ekki varð útrætt.

IV. RÉTTARSTAÐA BROTAÞOLA VIÐ MEÐFERÐ MÁLS FYRIR DÓMI O.FL.
1. Gildandi reglur.
Eins og áður er fram komið hefur brotaþoli almennt ekki aðra stöðu gagnvart máli en sem vitni. Í þessum kafla verður gerð grein fyrir nokkrum atriðum er varða stöðu brotaþola við með-ferð máls fyrir dómi, þar með töldum ákvæðum laga er varða upplýsingar um persónu brota-þola.
Samkvæmt 8. gr. laga um meðferð opinberra mála er það meginregla að dómþing skuli hald-in í heyranda hljóði. Í greininni eru ákvæði um að dómara sé í nánar tilgreindum tilvik-um þó rétt að ákveða að dómþing skuli haldið fyrir luktum dyrum, m.a. til hlífðar vitnum, brota-þol-um eða öðrum sem málið varðar.
Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. sömu laga er óheimilt að hljóðrita eða taka myndir í þing-höld-um, en í sérstökum tilvikum getur dómari veitt undanþágu frá þessu banni ef sérstaklega stend-ur á. Skv. 2. mgr. sömu greinar getur dómari bannað opinbera frásögn af atriðum sem fram koma í þinghöldum þótt þau séu opin ef ætla má að frásögn geti valdið nánum vanda-mönn-um sakbornings eða mönnum sem ekki eru hafðir fyrir sökum verulegum þjáningum eða óþæg-indum.
Það er almenn meginregla skv. 4. mgr. 129. gr. laga um meðferð opinberra mála að sak-born-ingur á rétt á að vera viðstaddur skýrslutökur fyrir dómi. Skv. 6. mgr. 59. gr. sömu laga get-ur dómari ákveðið, ef þess er krafist, að sakborningi verði vikið úr þinghaldi meðan skýrsla vitnis er tekin, enda telji dómari að nærvera sakbornings geti orðið vitninu sér-stak-lega til íþyngingar eða geti haft áhrif á framburð þess.
Þegar skýrsla er tekin af vitni fyrir dómi skal dómari, skv. 1. mgr. 59. gr. laga um meðferð opin-berra mála, fyrst láta vitnið gera grein fyrir nafni sínu, kennitölu, stöðu og heimili. Per-sónu-upplýsingar um vitnið koma því bæði fram á dómþingi og eru auk þess aðgengilegar þeim sem aðgang hafa að gögnum málsins. Í lögum eru ekki ákvæði um hvaða per-sónu-upp-lýs-ingar skulu skráðar í skýrslur lögreglu af vitnum en þar eru skráðar allar framangreindar upp-lýsingar og yfirleitt upplýsingar um vinnustað og síma, bæði heimasíma og vinnusíma.
Þegar skýrsla er tekin af vitni (brotaþola) hjá lögreglu eru ekki aðrir viðstaddir en vitnið, lög-reglumaður sem tekur skýrslu og e.t.v. vottur. Brotaþolar hafa þó fengið að hafa talsmann eða stuðningsaðila viðstaddan skýrslutöku hjá lögreglu þótt ekki séu um það bein ákvæði í lög-um.

2. Norrænar reglur.
Eins og hér á landi er það meginregla samkvæmt norrænum réttarfarslögum að þinghöld skuli haldin í heyranda hljóði. Síðan eru þar ákvæði um að í nánar tilgreindum tilvikum sé heim-ilt að halda dómþing fyrir luktum dyrum og einnig um að heimilt sé að banna opinbera frá-sögn af því sem fram kemur í þinghaldi þótt þau séu opin.

A. Danmörk.
Samkvæmt 3. mgr. 31. gr. dönsku réttarfarslaganna getur dómari ákveðið að banna að opin-berlega séu gefnar upplýsingar um nafn, stöðu eða heimilisfang sakbornings eða annarra sem nafngreindir eru í málinu. Skv. 1017. gr. b sömu laga varðar það sektum að veita upp-lýs-ingar um nafn, stöðu eða heimilisfang brotaþola í opinberri frásögn af kynferðisbroti eða á annan hátt að veita upplýsingar um hann. Skv. 1. mgr. 848. gr. sömu laga getur dómari ákveð-ið að ákærði víki úr dómsal á meðan vitni gefur skýrslu sína og samkvæmt beiðni getur dóm-ari ákveðið skv. 3. mgr. sömu greinar að ákærði fái ekki upplýsingar um heimilisfang vitn-is, ef afgerandi tillit til öryggis þess mælir með því og telja má það án þýðingar fyrir vörn vitnisins.
Samkvæmt 6. mgr. 29. gr. dönsku réttarfarslaganna er sérákvæði um að í málum vegna nán-ar tilgreindra kynferðisbrota eigi brotaþoli rétt á, samkvæmt beiðni, að gefa skýrslu sína fyr-ir luktum dyrum.

B. Noregur.
Samkvæmt 5. mgr. 131. gr. norsku dómstólalaganna er heimilt að banna frásögn af máls-með-ferð og dómi þegar vernd einkalífs krefst þess.
Samkvæmt 126. gr. sömu laga er heimilt að halda dómþing fyrir luktum dyrum þegar tillit til verndar einkalífs krefst þess eða þegar vitni biður um það af ástæðum sem dómur telur full-nægjandi.
Samkvæmt 1. mgr. 245. gr. norsku réttarfarslaganna í sakamálum, sbr. 284. gr. sömu laga, get-ur dómari ákveðið að sakborningur yfirgefi dómþing á meðan vitni gefur skýrslu sína ef hætta er á því að vitnið gefi ekki fullnægjandi skýrslu að öðrum kosti. Á sama hátt má gera öðr-um að víkja af dómþingi. Við yfirheyrslu á brotaþola getur dómari tekið slíka ákvörðun ef sérstakar ástæður hans mæla með því.

C. Svíþjóð.
Samkvæmt 10. gr. 36. kafla sænsku réttarfarslaganna skal spyrja vitni um fullt nafn og ef þörf krefur um aldur, stöðu og heimili (sama gildir um brotaþola sbr. 37. kafla laganna). Skv. 9. og 16. gr. 45. kafla sömu laga skal ekki tilgreina í ákæru eða gögnum sem afhent eru ákærða aldur, stöðu og heimili vitna og brotaþola hafi það ekki þýðingu fyrir málið. Í rann-sóknar-reglugerðinni sem sett er samkvæmt ákvæðum í 23. kafla réttarfarslaganna kemur fram að ekki skuli skrá í lögregluskýrslu kennitölu, stöðu, heimili, vinnustað og símanúmer brota-þola nema það hafi sérstaka þýðingu fyrir málið. Slíkar upplýsingar skal skrá sér-stak-lega.
Samkvæmt sænsku lögunum um þagnarskyldu getur dómstóll ákveðið að tilgreindar upp-lýs-ingar sem fram koma í dómi séu háðar trúnaði.
Samkvæmt 1. gr. 5. kafla sænsku réttarfarslaganna er heimilt að halda dómþing fyrir lukt-um dyrum ef telja má að í dómþingi komi fram upplýsingar sem halda á leyndum samkvæmt lög-unum um þagnarskyldu og nánar eru tilgreind þar. Þegar telja má að sá sem veitir upp-lýs-ingar eða einhver honum nákominn geti orðið fyrir meingerð vegna þess skal fara með upp-lýs-ingar um persónulegar aðstæður viðkomandi sem trúnaðarmál hjá dómstólum. Gildir það m.a. í kynferðisbrotamálum.
Samkvæmt 18. gr. 36. kafla sænsku réttarfarslaganna, sbr. 3. gr. 37. kafla sömu laga, get-ur dómur ákveðið að sakborningur yfirgefi dómþing á meðan vitni eða brotaþoli gefur skýrslu sína ef ástæða er til að ætla að vitnið, vegna hræðslu eða af öðrum ástæðum, gefi ekki full-nægjandi skýrslu ef sakborningur er viðstaddur. Sama gildir um aðra viðstadda. Sam-kvæmt sænskum lögum er heimilt í ákveðnum tilvikum að yfirheyra vitni í gegnum síma. Hef-ur verið bent á að beita mætti slíku, t.d. varðandi brotaþola í kynferðisbrotum, þegar talið er að unnt sé að ná sömu markmiðum með slíkri yfirheyrslu og með yfirheyrslu í dómsal.

3. Viðhorf og tillögur nefndarinnar.
Í þessum kafla er fjallað um þrjú atriði er varða réttarstöðu vitnis (brotaþola) við meðferð máls fyrir dómi, þ.e. um lokun þinghalds, nærveru sakbornings þegar skýrsla er tekin af vitni og um meðferð á persónulegum upplýsingum um vitni (brotaþola).
Lokun þinghalds. Eins og áður er fram komið er það meginregla að þinghöld séu háð í heyr-anda hljóði, en dómari geti í nánar tilgreindum tilvikum ákveðið að dómþing skuli haldið fyr-ir luktum dyrum, m.a. til hlífðar vitnum, brotaþolum eða öðrum sem málið varðar. Í um-ræð-um um stöðu brotaþola hefur komið fram það viðhorf að brotaþoli í nánar tilgreindum kyn-ferðisbrotum eigi að eiga sjálfstæðan rétt á því að gefa skýrslu sína fyrir luktum dyrum, sbr. t.d. það sem tilgreint er hér að framan úr 6. mgr. 29. gr. dönsku réttarfarslaganna. Það er meginregla að dómari stýri þinghaldi og taki ákvarðanir um framkvæmd þess í samræmi við gildandi lög. Frávik frá þeirri meginreglu þurfa að byggjast á brýnni þörf. Nefndinni er ekki kunnugt um að ágreiningur hafi orðið um það hvort loka bæri þinghaldi þegar brotaþoli kyn-ferðisbrots gefur skýrslu sína. Með vísun til þess telja þrír nefndarmenn að ekki sé þörf á að breyta gildandi ákvæðum þannig að brotaþoli í nánar tilgreindum kynferðisbrotum eigi sjálf-stæðan rétt á að ákveða að hann gefi skýrslu fyrir luktum dyrum. Tveir nefndarmenn leggja til að brotaþoli sem vitni eigi að hafa rétt til að ákveða að þinghald verði haldið fyrir lukt-um dyrum.
Nærvera sakbornings þegar skýrsla er tekin af vitni. Atvik geta verið með þeim hætti að mikil-vægt sé að brotaþoli geti gefið skýrslu sína fyrir dómi án nærveru sakbornings, sér-stak-lega í kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum. Hins vegar verði jafnframt að taka tillit til grund-vallarréttar ákærða skv. 70. gr. stjórnarskrár um réttláta meðferð máls fyrir dómi, svo og að líta til réttinda ákærða skv. 3. mgr. 6. gr. samnings um verndun mannréttinda og mann-frels-is, sbr. lög nr. 62/1994, um mannréttindasáttmála Evrópu. Nefndin veit ekki til að gild-andi ákvæði hafi leitt til vandkvæða að þessu leyti og telja þrír nefndarmenn ekki þörf á að breyta þeim. Tveir nefndarmenn leggja til að brotaþoli eigi að hafa sjálfstæðan rétt á að ákveða hvort sakborningur sé viðstaddur þegar hann gefur skýrslu sína.
Persónulegar upplýsingar um vitni, þar með talinn brotaþola. Eins og að framan greinir koma upplýsingar um kennitölu, stöðu og heimili vitnis fram við skýrslutökur fyrir dómi og í lögregluskýrslur eru auk þess skráðar upplýsingar um símanúmer viðkomandi, bæði heima og í vinnu. Þótt halda megi því fram að í fámennu þjóðfélagi eins og hér á landi sé hægt að kom-ast að upplýsingum um heimilisfang og fleiri upplýsingum um einstaklinga telur nefndin að það geti veitt brotaþolum ákveðna vernd að persónulegar upplýsingar um þá séu ekki veitt-ar umfram það sem nauðsynlegt er vegna varnar sakbornings. Í þessu sambandi er mikil-vægt að tryggja að varsla gagna sem innihalda persónuupplýsingar sé tryggð. Það er sér-stak-lega mikilvægt að tryggja vel vörslu myndbanda með yfirheyrslum yfir börnum. Nefndin legg-ur til að lögfest verði ákvæði um að í ákveðnum tilvikum, svo sem þegar endurrit af dóm-um eða gögnum máls eru afhent, komi eigi fram persónulegar upplýsingar um brotaþola í gögn-um sem sakborningur hefur aðgang að. Sama gildi um vörslu myndbanda með yfir-heyrsl-um yfir börnum og um aðgang að slíkum gögnum.
Vitnaskýrslur hjá lögreglu. Eins og áður kom fram eru almennt ekki aðrir viðstaddir skýrslu-töku af vitni (brotaþola) hjá lögreglu en vitnið, lögreglumaðurinn og e.t.v. vottur. Fram-ar í skýrslunni er lagt til að brotaþoli eigi rétt á löglærðum talsmanni sem m.a. megi vera viðstaddur skýrslutöku hjá lögreglu. Lagt er til að brotaþoli geti valið hvort löglærður tals-maður eða annar talsmaður eða stuðningsaðili verði viðstaddur skýrslutöku hjá lögreglu, enda telji lögregla ekki hættu á að slíkt hafi áhrif á rannsókn máls eða framburð vitnis. Tveir nefndar-menn leggja til að brotaþoli eigi að hafa rétt á að ákveða hvort skýrsla sem tekin er af honum hjá lögreglu verði tekin af karli eða konu. Þrír nefndarmenn telja ekki rök til að slík ákvæði verði sett í lög eða aðrar reglur.

V. AÐGANGUR BROTAÞOLA AÐ GÖGNUM MÁLS
1. Gildandi reglur.
Brotaþoli á ekki almennan lögvarinn rétt á því að fá aðgang að gögnum opinbers máls.
Í lögum er ekki fjallað um aðgang að lögregluskýrslum. Þótt stjórnsýslulög gildi almennt um meðferð mála hjá lögreglu og ákæruvaldi gilda ákvæði 15. gr. þeirra laga um upp-lýs-inga-rétt ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli með þeirri undantekningu að sakborningur get-ur krafist þess að fá að kynna sér gögn máls eftir að það hefur verið fellt niður eða því lok-ið með öðrum hætti. Þótt ekki væri þessi undantekning varðandi upplýsingarétt vegna opin-berra mála breytti það ekki stöðu brotaþola til aðgangs að skýrslum hjá lögreglu eða ákæru-valdi því ákvæði 15. gr. taka einungis til aðila máls, en eins og áður er fram komið er brota-þoli ekki aðili að opinberu máli.
Í 15. gr. reglugerðar um skráningu mála hjá héraðsdómstólum, þingbækur, skjalavörslu o.fl., nr. 225/1992, getur sá sem sýnir fram á að hann hafi lögvarinna hagsmuna að gæta feng-ið endurrit úr þingbókum eða dómabók vegna opinbers máls.

2. Norrænar reglur.
Samkvæmt 242. gr. norsku réttarfarslaganna í sakamálum á brotaþoli rétt á að kynna sér rann-sóknargögn lögreglu ef slíkt er ekki talið skaða frekari rannsókn máls eða hagsmuni þriðja aðila. Skv. 16. gr. í ákærufyrirmælunum getur brotaþoli fengið afrit af gögnum máls að svo miklu leyti sem slíkt er nauðsynlegt til að hann geti gætt hagsmuna sinna og það telst að öðru leyti forsvaranlegt. Hafi rannsókn verið hætt á brotaþoli skv. 4. gr. ákæru-fyrir-mæl-anna rétt á að kynna sér gögn málsins hafi hann lögmætra hagsmuna að gæta. Við aðal-með-ferð máls á brotaþoli ekki rétt á aðgangi að gögnum máls en þar sem honum hefur verið skip-að-ur löglærður talsmaður á talsmaðurinn rétt á að fá nánar tiltekin gögn. Ákveði brotaþoli að reka sjálfur bótakröfu sína í máli sem sætir aðalmeðferð á hann rétt á að fá aðgang að gögn-um málsins. Þegar sakamáli er lokið á hver sá sem á lögvarðra hagsmuna að gæta rétt á að fá endurrit úr þingbókum og dómabókum og öðrum gögnum málsins, sbr. 28. gr. lag-anna.
Samkvæmt sænskum lögum á brotaþoli ekki rétt á að fá afrit af gögnum málsins á meðan það er í rannsókn. Þegar mál er lagt fyrir dóm eru gögn málsins sem lögð eru fyrir dóm að megin-reglu til opinber. Samkvæmt lögunum um þagnarskyldu eru þó upplýsingar í rann-sókn-ar-gögn-um er varða einkalíf og fjárhag ekki opinberar ef talið er að þær geti skaðað við-kom-andi eða nákominn vandamann hans. Sama gildir ef hætta er talin á að veiting upp-lýs-inga geti leitt til þess að einhver eigi á hættu að sæta ofbeldi eða annarri alvarlegri mein-gerð.

3. Viðhorf og tillögur nefndarinnar.
Nefndin telur nauðsynlegt að lögfest verði ákvæði um rétt brotaþola á að fá aðgang að gögn-um máls og leggur til að ákvæði þar að lútandi verði sambærileg og að framan er rakið varð-andi norska löggjöf um rétt brotaþola á að fá aðgang að gögnum máls til að gæta hags-muna sinna og það teljist að öðru leyti forsvaranlegt.

VI. UPPLÝSINGAGJÖF TIL BROTAÞOLA UM RANNSÓKN,MÁLSMEÐFERÐ O.FL.
1. Gildandi reglur.
Tekið skal fram að í þessum kafla skýrslunnar verður ekki fjallað um upplýsingagjöf til brota-þola sem í þrengri skilningi varðar stöðu hans sem vitnis og tjónþola.
Í lögum um meðferð opinberra mála eru ekki ákvæði um upplýsingagjöf til brotaþola um rann-sókn eða meðferð máls. Tvær undantekningar eru þó frá þessari meginreglu í lögunum. Í fyrsta lagi skal lögregla, skv. 2. mgr. 76. gr. laganna, tilkynna kæranda þegar kæru er vísað frá eða rannsókn hætt vegna þess að lögregla telur að ekki sé grundvöllur til að halda henni áfram eða hún telur að kæra hafi ekki verið á rökum reist, enda hafi kærandi hagsmuna að gæta. Kæranda skal í þessum tilvikum bent á að hann geti borið synjun um rannsókn undir ríkis-saksóknara sem tekur fullnaðarákvörðun um hvort rannsókn skuli fara fram eða ekki. Í öðru lagi skal ákærandi, skv. 114. gr. laganna, tilkynna "ef því er að skipta þeim sem mis-gert hefur verið við" um niðurfellingu máls ef hann telur að það sem fram er komið við rann-sókn sé ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Sama gildir þegar fallið er frá rannsókn sam-kvæmt sérstakri heimild í 113. gr. laganna.
Samkvæmt 170. gr. laganna skal brotaþola gefinn kostur á að gera bótakröfu sem dæma má í væntanlegu máli á hendur sakborningi og skal honum leiðbeint við gerð kröfunnar.
Þar sem ákvæði stjórnsýslulaga gilda um meðferð opinberra mála hjá lögreglu og ákæru-valdi getur kærandi krafist rökstuðnings fyrir ákvörðun um það að hætta rannsókn, frávísun máls og ákvörðun um að falla frá málshöfðun, hvort heldur er þegar ekki er talið að líklegt sé að mál leiði til sakfellis eða niðurfelling þess er af öðrum ástæðum.

2. Norrænar reglur.
Samkvæmt norsku rannsóknarreglugerðinni, sem sett er samkvæmt ákvæðum í 23. kafla lag-anna um sakamálaréttarfar, skal veita brotaþola ýmsar upplýsingar um meðferð málsins. Skal m.a. gera honum grein fyrir reglum um greiðslu ríkissjóðs á bótum, aðstoð löglærðs tals-manns, reglum um heimsóknarbann, almennri réttaraðstoð og ráðgjöf og hvaða yfirvöld eða aðrir geti veitt stuðning eða hjálp. Brotaþoli skal spurður um hvort hann óski að fá upp-lýs-ingar um að rannsókn máls sé hætt, að ákæra hafi verið gefin út eða ákvörðun tekin um að ákæra sakborning ekki. Sama gildir um aðalmeðferð máls fyrir dómi og niðurstöður dóms. Ef nauðsynlegt er talið skal brotaþola skýrt frá flótta gæsluvarðhaldsfanga. Óski brotaþoli eft-ir framangreindum upplýsingum skulu þær veittar og upplýsingar um að þær hafi verið veitt-ar skráðar.
Samkvæmt sænsku fangelsislögunum skal, þegar dómþoli afplánar refsingu fyrir brot gegn lífi, heilsu, frelsi eða friði, spyrja brotaþola hvort hann óski þess að fá upplýsingar um í hvaða fangelsi brotamaður afplánar sína refsingu, um flutning hans á milli fangelsa, leyfi úr fanga-vist og dvöl utan fangelsis, hvenær hann er látinn laus, flótta úr fangavist og ef hann mæt-ir ekki í fangelsi á ný eftir leyfi. Hafi brotaþoli óskað eftir framangreindum upplýsingum skal veita upplýsingar um losun úr fangavist með hæfilegum tíma áður en fanginn er látinn laus og í öðrum tilvikum svo fljótt sem unnt er.

3. Viðhorf og tillögur nefndarinnar.
A. Almennt.
Það hefur víða komið fram af hálfu brotaþola ofbeldisbrota að fyrir þá sé mikilvægast að fá upplýsingar um réttindi og réttarstöðu þeirra. Þetta viðhorf kemur skýrt fram í ályktun Evrópu-ráðsins frá 28. júní 1985 um stöðu brotaþola, en efni þeirrar ályktunar er rakið framar í skýrslu þessari.
Varðandi upplýsingagjöf til brotaþola ber að hafa í huga að brotaþoli er oft í ójafnvægi eftir verknaðinn. Því er mikilvægt að upplýsingarnar séu aðgengilegar og fullnægjandi. Bætt upp-lýsingagjöf til brotaþola getur gert það einfaldara fyrir lögreglu og ákæruvald að fá nauð-syn-legar upplýsingar. Þekking brotaþola á rannsókn og málsmeðferð getur leitt til þess að hann skilji betur þörf ákæruvalds fyrir upplýsingar. Þannig þjónar bætt upplýsingagjöf til brota-þola bæði þörfum brotaþolans og réttarvörslunnar.
Upplýsingaþörf brotaþola er mismunandi eftir því fyrir hvaða broti þeir hafa orðið, hversu alvar-legar afleiðingar það hefur haft í för með sér o.s.frv. Brotaþolar í minna alvarlegum auðg-unarbrotum og skemmdarverkum hafa sem dæmi tæplega jafnríka þörf fyrir upplýsingar og brotaþoli alvarlegs ofbeldisbrots.
Almennt hefur lögregla ekki lögfestar skyldur til að veita upplýsingar umfram það sem leið-ir af ákvæðum 7. gr. stjórnsýslulaga.

B. Tillögur nefndarinnar.
Nefndin leggur til að upplýsingagjöf til brotaþola verði aukin, bæði almennt og ein-stak-lings-bundið.
Almennar leiðbeiningar. Lagt er til að útbúinn verði almennur bæklingur fyrir brotaþola, sem þeir gætu fengið hjá lögreglu og ákæruvaldi og öðrum stofnunum og samtökum sem hafa af-skipti af brotaþolum, t.d. slysavarðstofum. Í almennum bæklingi fyrir brotaþola er unnt að miðla upplýsingum m.a. um:
· meðferð sakamáls, þar með talið hlutverk lögreglu, ákæruvalds og dómstóla,
· hlutverk lykilpersóna, svo sem brotaþola, vitna, sakbornings, lögreglu, ákæruvalds, verj-anda og dómara,
· réttindi og skyldur brotaþola og annarra vitna,
· rétt til að krefjast þess að bótakrafa verði dæmd með refsimálinu og um innheimtu slíkra krafna,
· löglærðan talsmann og hlutverk hans,
· nálgunarbann,
· greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota.
Þá verði á hverri lögreglustöð aðgengilegar upplýsingar um þá aðstoð sem brotaþolum stend-ur til boða á hverjum stað.
Sérstakar leiðbeiningar. Nefndin telur nauðsynlegt að brotaþolum verði veittar skriflega ítar-legri upplýsingar í tengslum við rannsókn og meðferð máls en gert er nú, óski hann þess. Í því sambandi ber að hafa í huga að þörf brotaþola fyrir upplýsingar er mismunandi og er ekki lagt til að lögreglu verði skylt að eigin frumkvæði að upplýsa brotaþola í öllum málum um allar aðgerðir gagnvart sakborningi. Þörf fyrir upplýsingar fer m.a. eftir því hvort ástæða sé til að ætla að brotaþoli verði á ný fórnarlamb brotamannsins.
Nefndin leggur til að:
· allir brotaþolar fái upplýsingar um að rannsókn máls sé hætt, að ákæra hafi verið gefin út, ákvörðun um að ákæra sakborning ekki eða þegar bótakrafa hans er ekki lögð fyrir dóm og um kæruheimildir í þessum tilvikum sé um það að ræða,
· að skylt verði að rökstyðja ákvörðun um að fella mál niður eða hætta rannsókn þess,
· brota-þolum kynferðisbrota, heimilisofbeldis og annarra grófra ofbeldisbrota þegar tengsl eru á milli brotaþola og brotamanns, verði veittar upplýsingar um úrskurð um að sak-borningur skuli sæta gæsluvarðhaldi, í hve langan tíma og um breytingar á því,
· lögregla upplýsi brotaþola um hvenær kæra frá þeim sem misgert er við sé forsenda máls-höfðunar,
· brotaþolar fái upplýsingar um aðalmeðferð máls og um niðurstöður máls fyrir dómi og um heimildir hans til að fá aðgang að gögnum máls,
· brotaþolar ofbeldisbrota fái upplýsingar um hvenær og hvar dómþoli afpláni refsingu sína, um flutning hans á milli fangelsa, leyfi úr fangavist og dvöl utan fangelsis, hvenær hann er látinn laus, flótta úr fangavist og ef hann mætir ekki í fangelsi á ný eftir leyfi.
Framangreindar upplýsingar verði veittar þeim brotaþolum sem þess óska og upplýsingar þar um verði skráðar.

VII. SKAÐABÓTAKRÖFUR BROTAÞOLA OG MEÐFERÐ ÞEIRRA
1. Gildandi reglur.
Bótakröfur brotaþola eru einkaréttarkröfur og er meginreglan sú að slíkar kröfur gegn tjón-valdi verði menn að reka sjálfir á eigin kostnað.
Undantekningu frá meginreglunni er að finna í 3. gr. laga um meðferð opinberra mála en sam-kvæmt henni má hafa einkaréttarkröfur uppi og dæma í opinberu máli skv. XX. kafla lag-anna.
Samkvæmt þeim kafla má þegar tjón leiðir af broti sakbornings gefa þeim sem varð fyrir tjóni kost á að gera bótakröfu sem dæma má í væntanlegu máli. Skal tjónþola leiðbeint við gerð kröfunnar. Afla skal gagna um kröfuna eftir þörfum, enda valdi það ekki verulegum töf-um á rannsókninni. Bótakröfu skal tilgreina ótvírætt í ákæru. Dómari getur synjað um að taka bóta-kröfu til meðferðar í opinberu máli ef hann telur það mundi valda verulegri töf eða óhag-ræði í málinu. Auk bóta fyrir beint tjón og miska sem leitt hefur af verknaði skulu tjón-þola, ef krafa er gerð um það, dæmdar bætur vegna kostnaðar sem hann hefur haft af því að halda fram kröfu sinni í málinu, svo sem vegna gagnaöflunar um kröfuna og lögmannskostn-að-ar. Sá sem krefst bóta fer sjálfur með forræði kröfu sinnar að því leyti að henni verður ekki breytt án samþykkis hans. Dómari skal gefa tjónþola eða umboðsmanni hans kost á að tjá sig um kröfuna og skýra hana ef slíkt getur orðið án verulegra tafa eða óhagræðis í máli. Telji dóm-ari þörf slíks málflutnings um kröfuna og að ekki sé unnt að láta hann fara fram skal hann vísa kröfunni frá dómi. Tjónþola og ákærða er heimilt að áfrýja sérstaklega til Hæsta-rétt-ar ákvæði héraðsdóms þar sem bótakrafa hefur verið dæmd að efni til ef dóminum er ekki áfrýj-að að öðru leyti, enda fer um það málskot sem um áfrýjun einkamála.

2. Norrænar reglur.
Á Norðurlöndunum gilda sömu meginreglur um bótakröfur og lýst er í upphafi kaflans um gild-andi rétt hér á landi. Auk þess gilda þar eftirfarandi sérreglur um bótakröfur í opinberum mál-um.
Í 89. kafla dönsku réttarfarslaganna er fjallað um meðferð einkaréttarkröfu í opinberu máli. Að kröfu brotaþola ber ákæruvaldinu að fylgja einkaréttarkröfu hans eftir enda megi það gerast án verulegs óhagræðis. Dómur getur á hvaða stigi málsmeðferðar sem er neitað að fjalla um bótakröfuna í tengslum við sakamálið ef hann telur að bótakrafan geti ekki feng-ið meðferð án verulegs óhagræðis fyrir meðferð sakamálsins. Dómur getur skipað brotaþola lög-mann á kostnað ríkisins þegar það telst nauðsynlegt að hann njóti lögmannsaðstoðar við upp-gjör bótakröfu, enda hafi hann réttmæta ástæðu til að krefjast bóta og hann geti ekki án þess að líða verulegan skort greitt kostnað við lögmannsaðstoðina. Að beiðni brotaþola sér lög-reglan um innheimtu á bótakröfum hans.
Samkvæmt 3. gr. norsku laganna um réttarfar í sakamálum má hafa einkaréttarkröfur uppi og dæma í opinberu máli skv. 29. kafla laganna. Auk kröfu á hendur sakborningi má t.d. einn-ig gera kröfur á hendur tryggingafélagi þegar sakborningur hefur keypt tryggingu og tjón-þoli getur beint kröfu sinni beint að félaginu.
Samkvæmt 29. kafla laganna skal brotaþoli þegar hann kemur fyrst fyrir dóm spurður um það hvort hann geri bótakröfu, enda sé það ekki þegar ljóst. Að beiðni tjónþola fer ákæru-vald-ið með kröfu tjónþola, en hann skal veita nánari upplýsingar um grundvöll og fjárhæð kröf-unnar og hvaða sönnunargögn hann vilji leggja fram. Kröfur tjónþola á hendur sak-born-ingi má aðeins neita að taka til meðferðar séu þær augljóslega órökstuddar eða þær mundu valda verulegu óhagræði við rekstur sakamálsins ef þær yrðu samtímis til meðferðar. Þeg-ar opin-bert mál sætir aðalmeðferð getur tjónþoli sjálfur rekið bótakröfu sína í málinu. Dóm-ur get-ur þó á hvaða stigi sem er neitað að krafa hljóti meðferð ef það er til verulegs óhag-ræðis við meðferð sakamálsins. Þegar brotaþoli fer sjálfur með bótakröfu sína fær hann sömu stöðu og aðili í einkamáli, en það breytir þó ekki stöðu hans sem vitni í opinbera mál-inu. Dóm-ur getur ákveðið að meðferð bótakröfu verði frestað þar til refsiþáttur málsins er dæmd-ur.
Samkvæmt 455. gr. laganna annast ríkisvaldið innheimtu á bótakröfum brotaþola að beiðni þeirra.
Samkvæmt 22. kafla sænsku réttarfarslaganna er heimilt að gera bótakröfur vegna tjóns sem leiðir af afbroti og fjalla um þær í tengslum við sakamálið. Að kröfu brotaþola er ákæru-vald-inu skylt að undirbúa og reka bótakröfuna, ef það má gera án verulegs óhagræðis vegna saka-málsins og krafan er ekki augljóslega órökstudd. Dómur getur ákveðið að meðferð bóta-kröf-unnar verði aðskilin sakamálinu ef það er til óhagræðis að reka málin saman og skal þá fara með bótakröfuna sem einkamál. Þegar sakamálið er fellt niður eða því vísað frá getur dóm-ur ákveðið, að kröfu aðila, að með bótakröfuna verði farið sem einkamál. Berist ekki slík krafa fellur bótaþátturinn niður. Þótt verknaður sem ákært er fyrir teljist ekki refsiverður er heim-ilt að fjalla um bótaþáttinn.

3. Viðhorf og tillögur nefndarinnar.
Varðandi bótakröfur brotaþola telur nefndin mikilvægt að brotaþolar geti fengið þær af-greidd-ar án dráttar og ónauðsynlegs kostnaðar. Jafnframt telur nefndin að styrkja þurfi stöðu þessa þáttar í málsmeðferðinni og réttarkerfinu í heild. Áður hefur verið rætt um aukna upp-lýs-ingagjöf til brotaþola, m.a. ef skaðabótakrafa hans er ekki lögð fyrir dóm og um niður-stöð-ur dóms. Að mati nefndarinnar eru helstu vandamál varðandi bótakröfur brotaþola þær að kröfu er oft vísað frá dómi, að lítill þrýstingur er á sakborning að greiða bótakröfur og varð-andi innheimtu þeirra.
Skaðabótakröfur og málsmeðferð. Þegar máli er lokið með lögreglustjórasátt er eigi unnt að afgreiða bótakröfuna samtímis. Kröfur brotaþola í þessum tilvikum eru helst vegna minni hátt-ar líkamsárása. Eftir að ákæra hefur verið gefin út, en skilyrði eru til að ljúka refsiþætti máls-ins með viðurlagaákvörðun eða játningardómi, leiðir það í mörgum tilvikum til frá-vís-un-ar bótakröfu vegna réttarfarsatriða. Leggur nefndin til að í þessum tilvikum verði lögum breytt þannig að bótaþátturinn verði skilinn frá sakamálinu og í stað þess að vísa honum frá dómi haldi meðferð hans áfram fyrir dóminum í samræmi við lög um meðferð einkamála frá þeim tíma. Sama gildi þegar af réttarfarsástæðum verði eigi talið unnt að reka bótaþáttinn sam-hliða sakamálinu þótt um aðalmeðferð verði að ræða. Varðandi þessa tillögu er þó gerð-ur sá almenni fyrirvari að bótakrafan sé tæk til meðferðar í dómi.
Þrýstingur á sakborning að greiða bótakröfu. Skv. 57. gr. almennra hegningarlaga er heim-ilt að gera það að skilyrði, þegar ákvörðun refsingar eða frestun fullnustu er frestað skil-orðs-bundið, að aðili greiði eftir getu fébætur fyrir tjón sem hann hefur valdið með broti sínu. Sama gildir um frestun ákæru, veitingu reynslulausna og samfélagsþjónustu. Í skilorðs-bundn-um dómi hefur sárasjaldan verið gert að skilyrði að dómþoli greiði bætur og í þeim til-vik-um hef-ur ekkert eftirlit verið með því að það skilyrði hafi verið haldið. Þessu skilyrði er aldrei beitt varð-andi ákærufrestun, reynslulausnir eða samfélagsþjónustu. Nefndin telur að það sé ekki ein-ungis í þágu brotaþola heldur geti það einnig haft jákvæð áhrif á brotamann að hon-um verði gert að bæta fyrir tjón sitt. Leggur nefndin til að kannað verði hvernig auka megi þrýst-ing á brotamann til að greiða bætur fyrir tjón sitt með beitingu þeirra úrræða sem hér um ræð-ir.
Innheimta á bótakröfum. Þegar brotaþoli hefur fengið dóm fyrir bótakröfu sinni er það í hans valdi að reyna innheimtu hennar. Í ályktun Evrópuráðsins um stöðu brotaþola er lögð áhersla á að brotaþola verði veitt aðstoð við innheimtu bótakröfu. Annars staðar á Norður-lönd-um eru bætur til handa brotaþolum innheimtar með sama hætti og sektir. Lagt er til að sama fyrirkomulag verði tekið upp hér á landi.

VIII. TAKMÖRKUN Á SÖNNUNARFÆRSLU
1. Gildandi reglur.
Hér er ekki fjallað almennt um takmörkun á sönnunarfærslu í opinberum málum heldur ein-ungis um þær takmarkanir á sönnunarfærslu sem sérstaklega geta varðað réttarstöðu brota-þola.
Samkvæmt 51. gr. laga um meðferð opinberra mála er manni ekki skylt að svara spurningu að viðlagðri vitnaábyrgð ef ætla má að svar við henni feli í sér játningu eða bendingu um það að hann eða venslamaður hans og aðrir hafi framið refsiverðan verknað eða það gæti orðið þeim til mannorðsspjalla. Skv. 5. mgr. 59. gr. sömu laga getur dómari þegar spurning er svo lög-uð að svar við henni varðar einkahagi vitnis sjálfs eða annarra ákveðið að leggja hana skrif-lega fyrir vitni og leyft því að svara skriflega.

2. Norrænar reglur.
Samkvæmt 185. gr. dönsku réttarfarslaganna má sönnunarfærsla um trúverðugleik vitnis því aðeins eiga sér stað og á þann hátt sem dómur ákveður. Spurningar um það hvort vitni sé und-ir ákæru eða hafi verið refsað skal beint til vitnis skriflega og vitnið svara með sama hætti. Sama gildir um sönnunarfærslu fyrir fyrri kynhegðun brotaþola í málum vegna kyn-ferðis-brota. Slíka sönnunarfærslu má því aðeins leyfa að hún teljist hafa verulega þýðingu í mál-inu.
Samkvæmt 134. gr. norsku réttarfarslaganna í sakamálum má sönnunarfærsla um fram-ferði vitnis eða til að veita eða styrkja trúverðugleik vitnis almennt því aðeins eiga sér stað og á þann hátt sem dómur leyfir. Sama gildir um sönnunarfærslu fyrir fyrri kynhegðun vitnis. Synja ber um slíka sönnunarfærslu þegar hún telst ekki hafa verulega þýðingu.
Spurningum um hvort vitni hafi verið refsað skal sem reglu beina til vitnis skriflega og vitn-ið svara með sama hætti. Samkvæmt ákvörðun dóms má hafa sama hátt á um spurningar varð-andi persónu vitnis eða einkalíf þess.

3. Viðhorf og tillögur nefndarinnar.
Ákvæði laga um meðferð opinberra mála um takmörkun á sönnunarfærslu varðandi einka-líf brotaþola eru mjög almennt orðuð og gefa þar af leiðandi möguleika á vernd þeirra gagn-vart slíkri sönnunarfærslu. Þrátt fyrir það leggur nefndin til að sett verði sérstakt ákvæði í lög um meðferð opinberra mála er takmarki sönnunarfærslu varðandi fyrri kynhegðun brota-þola.

IX. SAMANTEKT Á TILLÖGUM NEFNDARINNAR
Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim tillögum sem fram koma í skýrslu þessari og er mið-að við sömu kaflaskiptingu og umfjöllun um viðkomandi atriði.

1. Nálgunarbann.
Lagt er til að lögfest verði ákvæði um nálgunarbann sem felur í sér að hægt verði að banna manni að dvelja á ákveðnum stað, fylgja, heimsækja eða á annan hátt ofsækja ein-stak-ling með bréfum, símhringingum og/eða ónáða með öðrum hætti.
Nefndin telur að ákvæði um nálgunarbann geti átt samleið með ákvæðum um þving-un-ar-úrræði í lögum um meðferð opinberra mála.
Skilyrði þess að heimilt verði að leggja á nálgunarbann verði að fyrir liggi af sérstökum ástæð-um hætta á að sá sem sæta eigi banni muni annars fremja afbrot, fylgja eftir eða á ann-an hátt takmarka frið eða frelsi þess sem það á að vernda. Nálgunarbann verði tímabundið og hámarks gildistími þess verði eitt ár í hvert sinn.
Þá er lagt til að brotaþola verði kynnt öll atriði er tengjast nálgunarbanni og hvernig eigi að bregðast við ef brotið er gegn nálgunarbanni.
Loks er lagt til að ákvæðum 1. mgr. 232 gr. almennra hegningarlaga um lög-reglu-áminn-ingu verði breytt og refsing fyrir að rjúfa nálgunarbann varði sektum eða fangelsi allt að einu ári.

2. Lögmannsaðstoð við brotaþola.
Lagt er til að brotaþolar í kynferðisbrotamálum öðrum en þeim er einungis varða við ákvæði um brot gegn blygðunarsemi eigi rétt á því að þeim verði á kostnað ríkisins skipaður lög-lærður talsmaður er gæti hagsmuna þeirra í sambandi við rannsókn og málsmeðferð saka-máls-ins og veiti brotaþola aðra aðstoð sem eðlileg er í sambandi við málið. Í öðrum málum verði heimilt samkvæmt beiðni brotaþola að skipa honum lögmann á kostnað ríkisins ef ástæða er til að ætla að brotaþoli hafi orðið fyrir verulegu tjóni á líkama eða heilbrigði að öðru leyti vegna verknaðarins og að hann hafi sérstaka þörf fyrir lögmannsaðstoð.

3. Réttarstaða brotaþola við meðferð máls fyrir dómi o.fl.
A. Lokun þinghalds.
Í umfjöllun um stöðu brotaþola hefur m.a. komið fram það viðhorf að brotaþoli eigi að hafa sjálfstæðan rétt á að ákveða hvort dómþing skuli haldið fyrir luktum dyrum. Lögum sam-kvæmt tekur dómari ákvörðun um hvort dómþing skuli haldið fyrir luktum dyrum og með vís-un til þess að ekki væri kunnugt um að ágreiningur hafi orðið um það hvort loka bæri þing-haldi þegar brotaþoli kynferðisbrots gefur skýrslu telja þrír nefndarmenn að ekki sé þörf á að breyta gildandi ákvæðum. Tveir nefndarmenn leggja til að brotaþola verði tryggður lög-var-inn réttur til að ákveða að þinghald verði haldið fyrir luktum dyrum.

B. Nærvera sakbornings þegar skýrsla er tekin af vitni.
Sakborningur á almennt rétt á að vera viðstaddur skýrslutökur fyrir dómi. Dómari getur ákveð-ið, ef þess er krafist, að sakborningi verði vikið úr þinghaldi meðan skýrsla vitnis er tek-in, enda telji dómari að nærvera sakbornings geti orðið vitninu sérstaklega til íþyngingar eða geti haft áhrif á framburð þess. Með vísun til þess að ekki sé kunnugt um að gildandi ákvæði hafi leitt til vandkvæða telja þrír nefndarmenn ekki ástæðu til að breyta þeim. Tveir nefndar-menn leggja til að brotaþola verði tryggður lögvarinn réttur til að ákveða hvort sak-born-ingur verði viðstaddur þegar brotaþoli gefur skýrslu sína.

C. Persónulegar upplýsingar um vitni (brotaþola).
Lagt er til að lögfest verði ákvæði um að í ákveðnum tilvikum, svo sem þegar endurrit af dóm-um eða gögnum máls eru afhent, komi eigi fram persónulegar upplýsingar um vitni, þar með talinn brotaþola og að varsla slíkra gagna og umgengni um þau verði tryggð. Sama gildi um vörslu myndbanda með yfirheyrslum yfir börnum og um aðgang að slíkum gögnum.

D. Vitnaskýrslur hjá lögreglu.
Lagt er til að brotaþoli eigi rétt á að hafa talsmann eða stuðningsaðila viðstaddan skýrslu-töku yfir honum hjá lögreglu í stað löglærðs talsmanns ef um það er að ræða enda telji lög-regla ekki hættu á að slíkt hafi áhrif á rannsókn máls eða framburð vitnis. Tveir nefndarmenn leggja auk þess til að brotaþoli eigi að hafa rétt til að ákveða hvort skýrsla af honum sé tekin af karli eða konu. Þrír nefndarmenn telja ekki rök til að setja slík ákvæði í lög eða aðrar regl-ur.

4. Aðgangur brotaþola að gögnum máls.
Nefndin leggur til að lögfest verði ákvæði um rétt brotaþola til að fá aðgang að gögnum máls til að gæta hagsmuna sinna þegar það telst forsvaranlegt að öðru leyti.

5. Upplýsingagjöf til brotaþola um rannsókn, málsmeðferð o.fl.
Lagt er til að upplýsingagjöf til brotaþola verði aukin, bæði almennt og ein-stak-lings-bund-ið. Lagt er til að útbúinn verði almennur bæklingur fyrir brotaþola þar sem m.a. verði upp-lýs-ingar um meðferð sakamáls og gang þess í refsivörslukerfinu og réttarstöðu brotaþola. Þá er lagt til að brotaþolar fái ítarlegar skriflegar upplýsingar um gang mála sem nánar er gerð grein fyrir í skýrslunni.

6. Skaðabótakröfur brotaþola og meðferð þeirra.
Lagt er til að þegar eigi er unnt að reka bótakröfu samhliða sakamálinu af réttar-fars-ástæð-um verði bótaþátturinn skilinn frá sakamálinu og meðferð hennar verði haldið áfram í sam-ræmi við lög um meðferð einkamála. Þá er lagt til að leitað verði leiða til að þrýsta á sak-born-ing að greiða bætur og að brotaþola verði veitt aðstoð við innheimtu bótakröfu.

7. Takmörkun á sönnunarfærslu.
Lagt er til að sett verði sérstakt ákvæði í lög um meðferð opinberra mála er takmarki sönn-unarfærslu varðandi fyrri kynhegðun brotaþola.

8. Fræðsla.
Í skýrslunni er ekki sérstaklega fjallað um fræðslu fyrir starfsmenn refsivörslukerfisins á stöðu og þörfum brotaþola. Lagt er til að tryggt sé að þeir aðilar sem koma að málum þol-enda ofbeldisbrota, þ.e. lögreglumenn og aðrir starfsmenn réttarkerfisins, eigi kost á fræðslu í þeim tilgangi að þeir öðlist skilning á þörfum brotaþola.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum