Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2002 Forsætisráðuneytið

Jafnrétti kynjanna við opinbera stefnumótun

Nefnd um opinbera stefnumótun og jafnrétti

Jafnrétti kynjanna við opinbera stefnumótun


Nefndarálit
Jafnrétti kynjanna við opinbera stefnumótun - Nefndarálit (151Kb)

Í inngangi þingsályktunar, sem samþykkt var af Alþingi 28. maí 1998, um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar, fyrir tímabilið 1998 til loka árs 2001, um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna, segir:

"Ríkisstjórnin mun vinna að því að jafnréttissjónarmið verði samþætt opinberri stefnumótun og ákvarðanatöku. Samþætting krefst þess að jafnrétti kynjanna sé meðvitað haft í huga við alla áætlanagerð. Allir sem koma að stefnumótun og ákvarðanatöku þurfa því að hafa þekkingu á jafnréttismálum."

 

Í öðrum kafla framkvæmdaáætlunarinnar er kveðið á um að ríkisstjórnin muni skipa nefnd sem verður falið að kanna hvort og með hvaða hætti opinber stefnumótun taki mið af jafnrétti kynjanna. Þann 30. nóvember 2000 skipaði forsætisráðherra nefnd sem var falið þetta verkefni. Í nefndinni sátu:

  • Þorgerður K. Gunnarsdóttir alþingismaður, án tilnefningar,
  • Elín S. Antonsdóttir verkefnisstjóri, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Irma Erlingsdóttir forstöðumaður, tilnefnd af Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands,
  • Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor, tilnefnd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands,
  • Sigríður Vilhjálmsdóttir sérfræðingur, tilnefnd af Hagstofu Íslands,
  • Sigurður Guðmundsson forstöðumaður, tilnefndur af Þjóðhagsstofnun,
  • Valgerður H. Bjarnadóttir framkvæmdastýra, tilnefnd af Jafnréttisstofu.
  • Þorgerður Einarsdóttir lektor, tók í upphafi sæti Guðnýjar Guðbjörnsdóttur þar sem Guðný var í rannsóknaleyfi erlendis þegar nefndin tók til starfa. Þorgerður starfaði með nefndinni fram á mitt ár 2001 eða þar til Guðný kom aftur heim.
  • Rósa Erlingsdóttir jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, tók sæti Irmu Erlingsdóttur frá mars 2002.

Ritari nefndarinnar var Magnús Þór Gylfason framkvæmdastjóri.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum