Hoppa yfir valmynd
2. desember 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Íslenska UNESCO-nefndin - Fagstöður hjá UNESCO fyrir ungt fólk

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur boðið þeim aðildarlöndum, sem eiga engan eða fáa starfsmenn hjá stofnuninni, að senda inn umsóknir frá ungu fólki um sérstakar fagstöður í höfuðstöðvunum í París.

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur boðið þeim aðildarlöndum, sem eiga engan eða fáa starfsmenn hjá stofnuninni, að senda inn umsóknir frá ungu fólki um sérstakar fagstöður í höfuðstöðvunum í París. Þetta er liður í því að jafna landfræðilega dreifingu starfsfólks, auka hlut kvenna og auka stöðugleika í starfsliðinu. Umsækjendur þurfa m.a. að uppfylla eftirtalin skilyrði:

  • vera yngri en 30 ára 31. desember 2011
  • hafa háskólagráðu á sviði: menntavísinda, raunvísinda, félagsvísinda, hugvísinda, menningar, upplýsingatækni, fjármálastjórnun eða stjórnun
  • framúrskarandi vald á ensku eða frönsku sem eru vinnumál stofnunarinnar. Færni í báðum tungumálum er kostur.

Sækja þarf um á sérstökum umsóknareyðublöðum sem fást hjá íslensku UNESCO-nefndinni. Umsóknarfrestur til íslensku UNESCO-nefndarinnar er 1. febrúar 2011.
Nánari upplýsingar veitir Einar Hreinsson ritari íslensku UNESCO-nefndarinnar í síma 545 9500 eða á netfanginu: [email protected].
Frekari upplýsingar um UNESCO er að finna á www.unesco.org.

Reykjavík, 2. desember 2010

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum