Hoppa yfir valmynd
6. mars 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Niðurstöður starfshóps um gerð griðareglna

Starfshópur um gerð griðareglna hefur skilað til fjármála- og efnahagsráðherra drögum að frumvarpi til laga um griðareglur og greinargerð um lagaheimildir skattyfirvalda til að sporna gegn skattsvikum með ábendingum um úrbætur á þeim lagaheimildum.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að í framhaldinu verði frumvarpið fullunnið og kynnt í ríkisstjórn við fyrsta tækifæri. Þá verður orðið við ábendingum starfshópsins um að fara í frekari vinnu til að skýra og treysta betur núverandi lagaheimildir skattyfirvalda sem ætlaðar eru til að sporna við skattsvikum.

Í starfshópnum áttu sæti Ása Ögmundsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti, sem jafnframt var formaður, Guðni Ólafsson, fjármálastjóri embættis tollstjóra, Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasamskipta ríkisskattstjóra og Lísa K. Yoder, lögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum