Hoppa yfir valmynd
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla um kostnað og endurheimtur ríkissjóðs af falli bankanna

Að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa dr. Ásgeir Jónsson og dr. Hersir Sigurgeirsson unnið skýrslu þar sem lagt er mat á hreinan kostnað ríkissjóðs af falli viðskiptabankanna haustið 2008 og endurreisn bankakerfisins í kjölfarið. Ráðuneytið óskaði í mars sl. eftir því að skýrslan yrði unnin og hefur henni nú verið skilað.

Með hreinum kostnaði er átt við beinan útlagðan kostnað ríkissjóðs vegna falls bankanna að frádregnum tekjum og endurheimtum sem ríkissjóður hefur eða gæti haft af slitabúunum og aðkomu sinni að endurreisn bankakerfisins. Meginniðurstaða matsins er að endurheimtur ríkissjóðs gætu jafnvel orðið allnokkru meiri en beinn kostnaður sem ríkissjóður þurfti axla vegna falls bankakerfisins, eða sem svarar til á bilinu 55-75 ma.kr. með þeirri matsaðferð sem beitt er í skýrslunni, eftir því hvort miðað er við kostnað og ábata á föstu verðlagi eða sem hlutfall af landsframleiðslu á hverjum tíma. Mikilvæg forsenda í matinu er að unnt verði að selja eignarhluti ríkisins í viðskiptabönkunum á næstunni á gengi sem svarar til 100% af bókfærðu virði eigin fjár þeirra.

Rétt er að vekja athygli á því, eins og fram kemur í skýrslunni, að matið tekur eingöngu til beinna fjárráðstafana ríkisins gagnvart fjármálakerfinu en ekki til margs konar óbeinna áhrifa af efnahagssamdrættinum sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins, s.s. mikið tekjuhrap og útgjaldaaukning m.a. vegna atvinnuleysisbóta og vaxtakostnaðar af hallarekstri ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar veita höfundar skýrslunnar.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira