49. Tilaga mín er hvati til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda - Arnar Óskarsson

Tilaga mín er að setja sótspor á vöru og þjónustu.

Sótspor er mæling á því magni koltvísýrings (CO2) sem fer út í andrúmsloftið við notkun á vöru eða þjónustu.

Að upplýsa sótsporið á viðkomandi vöru og eða þjónustu er sjálfsögð krafa eins og að upplýsa um innihald vöru eða hvað felst í viðkomandi þjónustu. Sótsporið þarf að mæla frá upphafi til loka. Hér þarf að mæla og áætla og setja mælieiningu sem flestir skilja. Vara sem flutt er langa leið hefur meira sótspor en vara sem neytt er heima í héraði. Vara sem er umvafin plasti hefur mikið sótspor o.s.frv. Setja á sóðaskatt á vöru sem hefur mikið sótspor. Hægt er að setja kvóta á neyslu einstaklings á olíu og bensíns svo dæmi sé tekið. Borga þarf fyrir að sóða út.

Neytandi getur þá valið það sem honum er fyrir bestu. Læsi á umhverfið þarf að efla og upplýsa og banna villandi eða falskar upplýsingar. Staðreyndavöktun er nauðsynleg neytendavörn. Aðgengi að upplýsingum um vöru og þjónustu þarf að vera notendavænt.
Líkt og glíman við nikotínneyslu er baráttan við að minnka sótsporið með upplýsingum.

Sjáflsagt er að banna eitt og annað sem snertir almannahagsmuni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn