50. Endurheimt votlendis/votlendisgarðar - Ásta Kristín Hauksdóttir Wiium

Komið þið sæl.

Mín uppástunga er að gera það auðveldara fyrir landeigendur að hafa gagn og arð af landi sem þeir ákveða að breyta aftur í votlendi með því að búa til votlendisgarða sem hægt er að selja þeim aðgang að sem vilja skoða flóruna og fánuna.

Það mætti til dæmis hafa hliðsjón af London wetland centers.

http://www.wwt.org.uk/wetland-centres/london/

Það er vísir að svona garði hjá okkur í hinni síminnkandi Vatnsmýri, með stígunum sínum frá Hringbrautinni að Norræna húsinu en á stærra svæði mætti hólfa meira af, byggja skýli fyrir fuglaskoðendur og koma upp öðrum kjörstöðum til að skoða dýr og plöntur með merkingum og fróðleik. Og ef hægt væri að endurheimta svo stór samfelld svæði að það hafi einhverja alþjóðlega merkingu þá verða áhrifin meiri, bæði á svæðinu sjálfu og fyrir Ísland í heild.

Kveðja,

Ásta Kristín Hauksdóttir Wiium

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn