Hoppa yfir valmynd

67. Vegna loftslagsmála - Valdimar Samúelsson.

Kæri Umhverfisráðherra.

Það eru komin minnst 10 ár síðan ég sendi ýtrekað hugmyndir vegna loftslagsmála til alþingismanna og fékk bara eitt svar frá Pétri Blöndal heitnum. 

Þið hafið engan áhuga á hugmyndum heldur að geta stjórnað hegðum fólks eins og með veiðikvótan og annan kvóta landsmanna. Nú viljið þið af öllum löndum stjórna jarðefnaledsneytiskvótanum í landi þar sem allt er rafvætt nema það sem þið sjálfir komið að.   

Nú langar mér til að prufa aftur og sjá hvort ykkur sé nokkur alvara með að nýta hugmyndir frá okkur fólkinu.

Tillögur mínar voru að framleiða Methane gas á þann veg að safna kúamykju og öðru skít s.s.  hænsna og svína frá búum landsins og staðsetja gerjunarstöðvar á svipuðum stöðum og bensínstöðvar eru í dag en þá með umhverfissjónarmið í huga þ.e. að lykt svífi ekki yfir bæi eins og gjörðir ykkar í Keflavík/Reykjanes bæ. 

Best er að hafa sem flestar þessar gerjunarstöðvar á jarðvarmasvæði en ekki nauðsynlegt því jarðvarmi myndi auka gerjun.

Tæknin er fyrir hendi og engin uppfinning af minni hálfu enda hefir hún verið þekkt í nokkur þúsund ár.

Bændur eru með haugsugur og gætu flutt sjálfur á gerjunarstaði og síðan eftir að skíturin hefir gefið allt sem hann getur þá verður eftir hin fínasti áburður á túnin.

Það væri líka hægt að styrkja bændur með góðum lánum til að framleiða gas fyrir búinn sjálf til notkunar á vélar en ekki framleiðslu á rafmagni því ætlun er að minnka CO2 vegna það sem þið kallið mengandi bílaflota okkar í einkageyranum á meðan þið opnið fyrir erlenda með að leifa þeim að brenna komum og blautu viðar kubbum (Pulp)  í brennslu ofnum fyrir járn og kís verksmiðjur.

Hafið þið virkilega enga sómatilfinningu gagnvart allmenning í þessu landi. Kennið smábíla eigendum um alla mengun. Þikist ætla að rafbílavæða en hefið enga hugmynd hve margar hleðslustöðvar þarf þegar rafbílaflotin fer að ferðast á sumrin en þá gæti þurft 40 tip 60 þúsund hleðslustöðvar um allt landið en menn verða að bíða í 2 til 6 tíma við hvern staur.

Fáið upplýsingar hve margir taka bensín á dag á bílum sem geta keyrt minnst 400 km á tank margfaldið það með tveim þar sem venjulegir rafbílar ná um 200 km. margfaldið það með meðal hleðslutíma og þá fáið þið hve margir bílar þurfa hleðslu.

Ef þið ætlið að banna besín og dísel þá eru allir bilar rafvæddir  svo hvað þá.

Ef þetta hjálpar þá væri gaman að heyra frá ykkur en ég reikna ekki með því því þetta er allt og einfalt dæmi fyrir almúginn.  

Virðingafyllst.

Valdimar Samúelsson.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira