Hoppa yfir valmynd
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja til umsagnar

Til umsagnar eru nú drög að breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 13. desember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Meðal breytinga á reglugerðinni er að heimilt er að veita undanþágu til skoðunar á ökutækjum í Flatey á Breiðafirði, Grímsey og Hrísey enda séu þau ekki notuð annars staðar. Þá er tíðni skoðana aukin hjá ökutækjum sem notuð eru í ákveðnum verkefnum, þ.e. að þau skuli færð til skoðunar árlega frá og með næsta ári eftir skráningu. Þetta á við um vörubifreiðar, hópbifreiðar, leigubifreiðar, ökutæki sem ætluð eru til neyðaraksturs, kennslu og í bílaleigur, skólabíla og ökutæki með ferðaþjónustuleyfi svo nokkur ökutæki séu nefnd.

Breytt er einnig skoðunartíma á fornbifreiðum, húsbifreiðum, bifhjólum, fellihýsum, tjaldvögnum og hjólhýsum og skal eftirleiðis færa slík tæki til skoðunar 1. júní á skoðunarári en ekki 1. ágúst eins og verið hefur. Einnig er breytt nokkrum ákvæðum reglugerðarinnar er varða skoðunarstöðvar og búnað þeirra.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira