Hoppa yfir valmynd
14. desember 2017 Innviðaráðuneytið

Orri Páll og Sif aðstoðarmenn umhverfis- og auðlindaráðherra

Sif Konráðsdóttir og Orri Páll Jóhannsson - mynd

Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf á næstu dögum.

Orri Páll Jóhannsson er búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og með BSc-gráðu í vistfræði og stjórnun náttúrusvæða frá Umhverfis- og lífvísindaháskóla Noregs á Ási. Undanfarið hefur hann einnig stundað meistaranám í hagnýtri siðfræði, með áherslu á umhverfis- og náttúrusiðfræði, við Háskóla Íslands.

Orri Páll hefur undanfarin ár starfað sem landvörður og var m.a. starfandi þjóðgarðsvörður á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs frá janúar 2016 til júní 2017. Þá var hann verkefnisstjóri Skóla á grænni grein (Grænafánaverkefnisins) hjá Landvernd frá 2008 til 2012. Hann er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður og á sæti í flokksráði og stjórn Reykjavíkurfélags VG.

Orri Páll er í sambúð með Jóhannesi Elmari Jóhannessyni Lange.

Sif Konráðsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1988. Hún starfaði sem sérfræðingur á ríkisaðstoðarsviði Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel 2008 - 2015 en var áður sjálfstætt starfandi lögmaður í Reykjavík og hefur undanfarin tvö ár starfað við lögmennsku og ráðgjöf á sviði matvælaöryggis og umhverfismála, m.a. fyrir Landvernd.

Sif hefur verið stundakennari við HÍ og á lögmannanámskeiðum og sinnt margháttuðum trúnaðar- og félagsstörfum fyrir lögmannastéttina og íslensk stjórnvöld. Hún var meðal stofnenda félags kvenna í lögmennsku og fyrsti formaður þess.

Sif er gift Ólafi Valssyni, dýralækni, og eiga þau samtals fjögur börn og tvö barnabörn.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum