Hoppa yfir valmynd

84. Skattleggja bílastæði líkt og önnur hlunnindi - Árni Davíðsson

Skattleggja bílastæði líkt og önnur hlunnindi.

Færa má rök fyrir því að bílastæði sem starfsfólk hefur aðgang að á vinnustað séu hlunnindi og ætti að greiða af þeim hlunnindaskatt líkt og öðrum hlunnindum. Það háttar þannig til að ókeypis bílastæði eru ekki aðgengileg á öllum vinnustöðum og á sumum vinnustöðum eru ekki bílastæði fyrir alla starfsmenn. Einnig eru margir vinnustaðir sem kaupa aðgang að bílastæðum fyrir starfsmenn sína eða aðeins hluta þeirra (um 60.000-200.000 kr á ári) og er sú upphæð ekki skattlögð sem hlunnindi. Bílastæði hafa því öll einkenni hlunninda. Þau eru ekki almennur hluti af starfsaðstöðu á vinnustað sem er nauðsynlegur til að starfsmaður geti sinnt vinnu sinni. Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að bílastæði séu ekki skattskyld hlunnindi en það skýtur skökku við að Alþingi afhendi embætti eins viðamikla ákvörðun um skattheimtu og þar er gert. Frí bílastæði á vinnustað sem eru hlunnindi hvetja til bílaeignar og aksturs og eykur þar með losun gróðurhúsalofttegunda.

Lagt er til að lögum um tekjuskatt verði breytt þannig að það verði ótvírætt að bifreiðastæði sem starfsfólk fær aðgang að í vinnunni séu hlunnindi sem beri að greiða skatt af og skuli vinnuveitandi gefa þau upp til skatts. Upphæð þessara hlunninda geta verið ólík eftir staðsetningu á landinu.

Áhrif á loftlagsmál. Ef skattur er greiddur af bílastæðahlunnindum minnka niðurgreiðslur með akstri sem dregur úr akstri og það ætti að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

kveðja

Árni Davíðsson

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira