Hoppa yfir valmynd
8. maí 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrslur Eurydice

Eurydice-samstarfið er samstarf evrópskra aðila á sviði menntamála. Tilgangur samstarfsins er að veita stefnumótandi aðilum og öllum þeim sem hafa áhuga á menntamálum, áreiðanlegar og samanburðarhæfar upplýsingar um menntakerfi í Evrópu. Um er að ræða greiningar og úttektir á ýmsum stigum menntunar, allt frá leikskólastigi til háskólastigs, þótt sjónum sé fyrst og fremst beint að grunn- og framhaldsskólastiginu. Í sumum tilfellum eru einstaka málefnasvið skoðuð, til dæmis starfsemi leikskóla í Evrópu. Í öðrum tilfellum er verið að skoða viðfangsefni þvert á skólastig, til dæmis laun kennara- og skólastjórnenda á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Ísland tekur þátt í starfi Eurydice í gegn um Erasmus+ áætlunina. Verkefnastjórn samstarfsins fram innan mennta- og barnamálaráðuneytisins en landsskrifstofur þátttökuríkja samstarfsins sjá um að afla gagna og taka þátt í úrvinnslu þeirra í samvinnu við Evrópuskrifstofu EACEA (European Education and Culture Executive Agency), staðsettri í Brussel. Evrópuskrifstofan sér um að samræma starfsemina, halda utan um útgáfu, gagnagrunna og aðrar upplýsingaveitur á vegum samstarfsins, m.a. vef þar sem dregin er upp lýsing á menntakerfum allra þátttökuríkja. Allt efni sem Eurydice gefur út er fáanlegt án endurgjalds á aðalvefsíðu Eurydice-samstarfsins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum