Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2007 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ræddu vegamál, fjarskipti og ferðamál við samgönguráðhera

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fékk Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra á fund sinn á föstdag til að ræða við hann um vegamál, fjarskipti og ferðamál. Var ráðherra meðal annars afhent úttekt á hættulegum vegamótum í sveitarfélaginu og rætt um mögulegar úrbætur.

Samgönguráðherra ræðir við fulltrúa sveitarstjórnar Hvalfjarðarhrepps.
Samgönguráðherra ræðir við fulltrúa sveitarstjórnar Hvalfjarðarhrepps.

Á fundinum gerðu fulltrúar sveitarstjórnar ásamt formanni skipulags- og byggingarnefndar og skipulags- og byggingafulltrúa ráðherra og fylgdarliði grein fyrir nokkrum málum sem sveitarstjórnin óskar eftir að unnið sé ötullega að. Voru það meðal annars ósk um nýjan veg milli Grundartangasvæðis og Hvalfjarðarvegar og spurt var um hugsanlegan nýjan veg um Grunnafjörð. Einnig var ráðherra kynnt úttekt á nokkrum vegamótum í sveitarfélaginu sem fulltrúar sveitarstjórnar telja brýnt að endurbæta í átt til aukins umferðaröryggis. Samgönguráðherra sagði rétt að fjalla um þessi mál í samvinnu við Vegagerðina og vinna að úrbótum í samræmi við samgönguáætlun.

Á fundinum var einnig rætt um fjarskiptamál, sjóvarnir og ferðamál og farin var stutt ferð að Bláskeggsá og skoðuð elsta steinbrú landsins sem gerð var á vegi sem nú hefur verið lagður af fyrir margt löngu.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum