Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2007 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Tók skóflustungu að nýju pósthúsi

Fyrsta skóflustunga að nýju pósthúsi Íslandspósts var tekin á Akranesi síðastliðinn föstudag. Er það fjórða nýja pósthúsið sem fyrirtækið ræðst í að byggja á síðustu misserum.

Fyrstu skóflustungu nýs pósthúss á Akranesi fagnað.
Fyrstu skóflustungu nýs pósthúss á Akranesi fagnað.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tók skóflustunguna og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, flutti tölu við athöfnina. Sagði hann byrjað á nýjum pósthúsbyggingum á Reyðarfirði, Húsavík og Stykkishólmi og framundan væri að hefja byggingu sex nýrra pósthúsa.

Í kjölfar stefnumótunar Íslandspósts um framtíðaruppbyggingu á þjónustunni um landið var ákveðið að ráðast í byggingu 10 pósthúsa og endurbætur á nokkrum öðrum stöðum. Fjárfesting við uppbygginguna er alls um 950 milljónir króna en seldar verða eignir fyrir um 250 milljónir króna.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum