Skipulag
Ráðuneytið starfar samkvæmt:
- Lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands
- Forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (14.3.2025)
- Ákvörðun um skipulag fjármála- og efnahagsráðuneytis (gildir frá 1. september 2025)
Fjármála- og efnahagsráðuneyti starfar samkvæmt lögum nr. 115 frá 20ll, um Stjórnarráð Íslands, forsetaúrskurði um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti nr. 4 frá 14. mars 2025 og forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 5 frá 14. mars, 2025. Samkvæmt 17. gr. laganna kveður ráðherra á um skiptingu ráðuneytisins í skrifstofur eftir verkefnum, auk þess sem heimilt er að setja á fót sérstakar starfseiningar og ráðuneytisstofnanir sem eru starfræktar sem hluti af ráðuneyti.
Skipulag ráðuneytisins er í meginatriðum svo:
- Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra sem setur honum erindisbréf. Staðgengill hans skal koma úr röðum skrifstofustjóra samkvæmt ákvörðun ráðuneytisstjóra, sbr. 16. gr. Stjórnarráðslaga.
- Með ráðherra starfa einn til tveir aðstoðarmenn, sbr. 22. gr. Ráðherra setur aðstoðarmönnum erindisbréf.
- Skrifstofu, eða sviði sem er ígildi skrifstofu í skilningi Stjómarráðslaga, stýrir skrifstofustjóri sem skipaður er af ráðherra. Sérstakri starfseiningu eða ráðuneytisstofnun stýrir embættismaður, sbr. 17. gr.
- Sérfræðingar starfa innan einstakra skrifstofa eða sviða. Sama gildir um annað starfsfólk. Ráðuneytisstjóri setur skrifstofustjórum erindisbréf en sérfræðingar starfa samkvæmt starfslýsingum.
Ráðuneytið starfar sem ein heild og skiptist í sjö skrifstofur. Skrifstofur og svið eru eftirtalin; skrifstofa efnahagsmála, skrifstofa fjármálamarkaðar, skrifstofa kjara- og mannauðsmála, skrifstofa opinberra fjármála, skrifstofa skattamála, skrifstofa stjórnunar og umbóta, skrifstofa samhæfingar og fjármála.
Ráðuneytisstjóri annast samræmingu á starfsemi skrifstofa og sviða og felur einum starfsmanna hverrar skrifstofu og sviðs staðgöngu fyrir skrifstofustjóra í fjarveru þeirra. Að auki geta verið starfræktir til lengri og skemmri tíma sérstakir verkefnahópar eða -teymi til að vinna að málefnum og verkefnum sem varða verksvið fleiri en einnar skipulagseiningar ráðuneytisins, skv. nánari ákvörðun hverju sinni.
Nánari upplýsingar um verkefni skrifstofa er að finna hér að neðan.
Skipting verkefna milli skrifstofa
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.