Hoppa yfir valmynd

Skrifstofa stjórnunar og umbóta

Skrifstofa stjórnunar og umbóta sinnir fjárstýringu og rekstrarmálefnum ríkisins, lánamálum, umbótastarfi, eigna- og framkvæmdamálum og stefnumörkun í mannauðs- og kjaramálum. Það felur í sér fjármálastjórnun og fjárstýringu, lánsfjáröflun og skuldastýringu ríkissjóðs, eftirlit með framkvæmd fjárlaga í samstarfi við aðrar skrifstofur ráðuneytisins, mat á afkomu ríkissjóðs og einstakra ríkisaðila, ásamt þróun rekstraráætlana og reikningsskila. Skrifstofan vinnur að umbótum og nýsköpun í rekstri og stofnanakerfi ríkisins, stefnumótun og árangursstjórnun, þróun stafrænna innviða, notkun upplýsingatækni í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, innkaupamál, ríkisaðstoðarmál og samskipti við einkamarkaðinn. Skrifstofan fer með eigna- og framkvæmdamál ríkisins, þ.m.t. eignarhald félaga, og undirbúning og framkvæmd eigendastefnu hluta- og sameignarfélaga í ríkiseigu. Skrifstofan fer með eignarráð ríkisins í fast- og jarðeignum og samninga vegna nýtingar auðlinda þeirra. Undir skrifstofuna fellur stefnumörkun varðandi mannauðsmál ríkisins og málefni er varða réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, kjarasamninga, launa- og lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna, og greiningar á mannaflaþörf og launum.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum