Hoppa yfir valmynd

Skrifstofa rekstrar og innri þjónustu

Skrifstofa rekstraoinnri þjónustu styður við innra starf ráðuneytisins og þróun þess í nánu samstarfi við yfirstjórn. Hún annast rekstur og fjármál ráðuneytisins, mannauðsmál, innra eftirlit, stoðþjónustu og áætlanagerð. Sviðið samræmir framsetningu stefnumörkunar ráðuneytisins á þeim málefnasviðum og í þeim málaflokkum sem það ber ábyrgð á. Skrifstofan hefur umsjón með fjárveitingum til málaflokka sem ráðuneytið ber ábyrgð á og fer með rekstrarlegt eftirlit með stofnunum ráðuneytisins ásamt stefnumótun og árangursstjórnun er þeim við kemur. Skrifstofa rekstrar og innri þjónustu leiðir mannauðsmál og ber ábyrgð á ráðningum, launasetningu, fræðslu og starfsþróun. Skrifstofan ber ábyrgð á gæðamálum, skjalavistun og málaskrá ráðuneytisins. Hún hefur umsjón með upplýsingamiðlun, fjölmiðlasamskiptum og útgáfumálum. Skrifstofanvinnur náið með yfirstjórn ráðuneytisins að framgangi verkefna sem varða ráðuneytið í heild eða að hluta og styður við starf verkefnahópa sem settir eru á fót og starfa þvert á ráðuneytið.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum