Hoppa yfir valmynd

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins (KMR) er sérstök ráðuneytisstofnun, sbr. 17. gr. stjórnarráðslaga. Hún er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sinnir verkefnum á sviði mannauðsmála ríkisins, þ. á m. ráðgjöf og stuðningi við ráðuneyti og aðrar ríkisstofnanir varðandi mannauðsstjórnun, ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins sinnir einnig starfsþróun og fræðslumálum ríkisstarfsmanna, málefnum forstöðumanna og stjórnenda. Hún er í samstarfi við samtök launafólks og samtök sveitarfélaga um launa- og kjaramál sem og umbætur á vinnumarkaði.

Kjara- og mannauðssýsla hefur leitt samninganefnd ríkisins við gerð kjarasamninga. Ráðuneytisstofnuninni stýrir skrifstofustjóri, sem er embættismaður í skilningi laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Hægt er að hafa samband við kjara- og mannauðssýslu í gegnum netfangið [email protected]

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum