Skrifstofa kjara- og mannauðsmála
Skrifstofa kjara- og mannauðsmála sinnir verkefnum á sviði kjara- og mannauðsmála ríkisins. Undir skrifstofuna fellur stefnumörkun mannauðsmála, auk málefna er varða réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, kjarasamninga, launa- og lífeyrisréttindi sem og tölfræðiupplýsingar um mannauð ríkisins. Skrifstofan sinnir stefnumótandi ráðgjöf og stuðningi við ráðuneyti og ríkisstofnanir um vinnumarkaðs- og kjaramál, mannauðs- og starfsumhverfismál og er í fyrirsvari fyrir stjórnendasetur ríkisins. Skrifstofan á í samstarfi við samtök launafólks og samtök sveitarfélaga um launa- og kjaramál sem og umbætur á vinnumarkaði. Hún leiðir vinnu samninganefndar ríkisins við undirbúning, gerð og eftirfylgni kjarasamninga.
SKIPULAG
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.