Skrifstofa opinberra fjármála
Skrifstofa opinberra fjármála undirbýr stefnumörkun í opinberum fjármálum á grundvelli lögbundinna grunngilda: sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæis auk tölusettra fjármálareglna. Skrifstofan leiðir gerð ijármálasle[nu, fjármálaáaáætlunar, fjárlaga og fjáraukalaga, bæði innan ráðuneytisins og gagnvart öðrum ráðuneytum. Í því felst undirbúningur að setningu heildarmarkmiða fyrir hið opinbera, þ.m.t. er varðar umfang, afkomu, skuldir og skuldaþróun auk ábyrgðar á samhæfingu fjármálastefnu ríkisins og sveitarfélaga. Þá undirbýr skrifstofan ráðstafanir í ríkisfjármálum og fylgir eftir áherslum ráðherra og ríkisstjórnar varðandi fjármál ríkissjóðs. Skrifstofan ber ábyrgð á reiknilíkönum sem þjóna stefnumörkun og áætlanagerð á gjaldahlið opinberra fjármála, þ.m.t. fjárlagakerfi ráðuneyta og Alþingis. Þá yfirfer skrifstofan mat ráðuneyta á fjárhagsáhrifum stjórnarfrumvarpa, reglugerða, samkomulaga og annarra stjórnvaldsráðstafana og leggur mat á samninga og aðrar skuldbindingar sem ná yfir lengri tíma en fjárlagaárið. Skrifstofan hefur forystu um gerð útgjaldagreininga (e. spending reviews) til að meta skilvirkni og árangur og skýra forgangsröðun ráðstöfunar opinberra fjármuna. Skrifstofan greinir horfur og þróun í fjármálum hins opinbera til lengri tíma í samræmi við ákvæði laga.
SKIPULAG
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.