Hoppa yfir valmynd

Skrifstofa samhæfingar og fjármála

Skrifstofa samhæfingar og fjármála fer með mál er varða dagskrá ráðherra og mál sem varða þingstörf hans. Hún veitir ráðherra ráðgjöf og stuðning í daglegum störfum og ber ábyrgð á þróun stjórnsýsluhátta innan ráðuneytisins almennt. Skrifstofan ber meginábyrgð á samskiptum við Alþingi og stofnanir ráðuneytisins. Hún samræmir framsetningu stefnumörkunar ráðuneytisins í þeim málaflokkum sem það ber ábyrgð á og hefur umsjón með fjárveitingum til þeirra. Auk þess fer hún með rekstrarlegt eftirlit með stofnunum ásamt stefnumótun og árangursstjórnun sem þær
varðar. Skrifstofan leiðir samskiptamál ráðuneytisins og samhæfir upplýsingamiðlun þess. Skrifstofan annast rekstur ráðuneytisins og vinnur að framþróun í starfsumhverfi og mannauðsmálum. Skrifstofan ber ábyrgð á gæðamálum og skjalavistun. Hún samræmir og leiðir samstarf við aðrar skrifstofur um þróun og rekstur á gagnasöfnum og samtengdum reiknilíkönum sem hagnýtt eru í ráðuneytinu. Þá fer skrifstofan með samhæfingu í starfsemi ráðuneytisins og fylgir eftir settum áherslum í starfsemi þess. Hún hefur yfirsýn og fylgist með starfi verkefnahópa sem starfa þvert á ráðuneytið. Einnig sinnir skrifstofan sérstökum og tímabundnum úrlausnarefnum og áherslumálum sem ráðuneytið fæst við í samstarfi við aðrar skrifstofur ráðuneytisins og önnur ráðuneyti eftir atvikum.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta