Skrifstofa skattamála
Skrifstofa skattamála mótar stefnu í skattamálum og eftir atvikum fyrir aðra tekjuöflun ríkisins. Skrifstofan annast mótun og undirbúning skattalöggjafar og gerð lagafrumvarpa og reglugerða á sviði skattamála með hliðsjón af stefnumótun ríkisfjármála og efnahagsmálum almennt. Skrifstofan annast mat á forsendum og áhrifum skattabreytinga sem telst vera hluti af gerð lagafrumvarpa og tekjuáætlunar ríkissjóðs. Skrifstofan undirbýr setningu heildarmarkmiða fyrir tekjuöflun ríkissjóðs og gerir langtímaáætlanir um þróun tekna í samvinnu við aðrar skrifstofur ráðuneytisins. Þá hefur skrifstofan umsjón með gerð tekjuáætlunar fjárlaga og sinnir samtímavöktun á innheimtu og greiningu tekna og þróun einstakra skattstofna. Þá annast skrifstofan undirbúning tvísköttunar- og upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki.
SKIPULAG
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.