Hoppa yfir valmynd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Fréttamynd fyrir Dýrafjarðargöng tilbúin eftir þrjú ár

Dýrafjarðargöng tilbúin eftir þrjú ár

Framkvæmdir eru hafnar við jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og er gert ráð fyrir að þeim ljúki eftir þrjú ár. Fyrsta sprenging í göngunum var í dag.

Fréttamynd fyrir Tíu milljarðar til stofnframkvæmda

Tíu milljarðar til stofnframkvæmda

Heildarframlag til samgöngumála verður 34,3 milljarðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt var í dag. Hækkar það um nálægt einum milljarði...

Hvað gerum við

Verkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars samgöngur og fjarskipti, póstþjónustu, upplýsingatækni og sveitarstjórnar- og byggðamál. Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Nánar

RÁÐUNEYTIÐ VEKUR ATHYGLI Á...

Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Jón Gunnarsson

Jón tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 11. janúar 2017. Hann er fæddur í Reykjavík 21. september 1956. Maki er Margrét Halla Ragnarsdóttir verslunarkona og eiga þau þrjú börn.

Jón hefur verið alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi síðan 2007. Hann var bóndi að Barkarstöðum í Miðfirði 1981–1985. Yfirmaður auglýsinga- og áskriftadeildar Stöðvar 2 1986–1990. Markaðsstjóri Prentsmiðjunnar Odda 1991–1993. Hann rak ásamt eiginkonu sinni innflutningsfyritækið Rún ehf. 1994–2004. Framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2005–2007.


ALLT Á EINUM STAÐ

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira