Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Samgönguáætlun 2020-2034 lögð fram á þingi
Tillaga að þingsályktun um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 hefur verið lögð fram á Alþingi. Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur.
Framlög til vegagerðar hækka um 4 milljarða á ári á tímabilinu 2020-2024 frá því sem áður var. Fjölmörgum framkvæmdum er flýtt á tímabili áætlunarinnar með áherslu á að bæta umferðaröryggi og tengingar milli byggða. Kynnt eru áform um samvinnuverkefni (PPP) og loks er þar ný flugstefna og ný stefna um almenningssamgöngu milli byggða.
Kynningarmyndbönd
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins
Myndband um tímamótasamkomulag ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum til fimmtán ára.
Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga
Myndband um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga, þá fyrstu á Íslandi, markmið hennar og ellefu aðgerðir til að styrkja umgjörð og grundvöll sveitarstjórnarstigsins.
Hvað gerum við
Samgöngu- og sveitarstórnarráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Ráðuneytið
helstu verkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins
RÁÐUNEYTIÐ VEKUR ATHYGLI Á...
Styttu þér leið...
Viltu fræðast um...
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSóknaráætlanir landshluta: Greinargerð um framvindu samninga og ráðstöfun fjármuna 201811. 09 2019
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSeyðisfjarðargöng - valkostir og áhrif á Austurlandi14. 08 2019
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 30. nóvember 2017. Hann er fæddur á Selfossi 20. apríl 1962. Maki er Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri.
Sigurður Ingi hefur verið alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi síðan 2009. Hann var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 23. maí 2013 til 7. apríl 2016, umhverfis- og auðlindaráðherra 23. maí 2013 til 31. desember 2014. Forsætisráðherra 7. apríl 2016 til 11. janúar 2017.
ALLT Á EINUM STAÐ
Meira um ráðuneytið
Stofnanir
Samráðsgátt
Samráðsgátt stjórnvalda er á vefslóðinni samradsgatt.island.is. Þar er að finna áform um lagasetningu, drög að lagafrumvörpum og reglugerðum, skjöl um stefnumótun (t.d. drög að stefnum) og fleira. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingu og jafnframt er mögulegt að gerast áskrifandi að sjálfvirkri vöktun upplýsinga.