Hoppa yfir valmynd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fer með mál er varða svæða- og byggðamál, svæða- og byggðarannsóknir, atvinnuþróun og atvinnuþróunarfélög. Þá heldur ráðuneytið utan um byggðaáætlun og sóknaráætlanir landshluta.

Framtíð mótuð í nýrri samgönguáætlun til fimmtán ára

Ný samgönguáætlun til fimmtán ára, 2019-2033, hefur verið samþykkt á Alþingi en þar er gerð grein fyrir stefnu ríkisins og helstu áætlunum í samgöngumálum.

Hvað gerum við

Verkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars samgöngur, fjarskipti, grunnskrár, póstþjónustu, netöryggi og sveitarstjórnar- og byggðamál.

Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Samgöngu- og sveitarstórnarráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið á Facebook

Nánar

RÁÐUNEYTIÐ VEKUR ATHYGLI Á...

falsefalseSjá meira669bce18-2f13-11e6-80c7-005056bc217ffalsefalsefalsefalsefalsefalseSamgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Rit og skýrslur
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 30. nóvember 2017. Hann er fæddur á Selfossi 20. apríl 1962. Maki er Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri.

Sigurður Ingi hefur verið alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi síðan 2009. Hann var sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 23. maí 2013 til 7. apríl 2016, umhverfis- og auðlindaráðherra 23. maí 2013 til 31. desember 2014. Forsætisráðherra 7. apríl 2016 til 11. janúar 2017.ALLT Á EINUM STAÐ

Samráðsgátt

Samráðsgátt stjórnvalda er á vefslóðinni samradsgatt.island.is. Þar er að finna áform um lagasetningu, drög að lagafrumvörpum og reglugerðum, skjöl um stefnumótun (t.d. drög að stefnum) og fleira. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingu og jafnframt er mögulegt að gerast áskrifandi að sjálfvirkri vöktun upplýsinga.  

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira