Hoppa yfir valmynd
12. október 2017

619. mál - Starfsfólk í utanríkisþjónustunni

146. löggjafarþing 2016-2017
Þingskjal 1014 - 619. mál

 

Svar

utanríkisráðherra við fyrirspurn Alberts Guðmundssonar um starfsfólk í utanríkisþjónustunni1. Hver var fjöldi sendiherra í utanríkisþjónustunni 1. janúar 2017. Hverjir voru sendiherrar þá og hvaða ár voru þeir skipaðir.

Utanríkisþjónustan skiptist í aðalskrifstofu í Reykjavík og 25 sendiskrifstofur erlendis. Sendiskrifstofur erlendis skiptast í 14 tvíhliða sendiráð, 4 fastanefndir, 4 aðalræðisskrifstofur og 3 starfsstöðvar þróunarsamvinnu sem eru með stöðu sendiráðs. Í 19 tilvikum veita sendiherrar sendiskrifstofu forstöðu en í aðalræðisskrifstofum Íslands í Winnipeg, Þórshöfn og í New York, sem og á starfsstöðvum þróunarsamvinnu í Mósambík, Malaví og í Úganda eru annað hvort sendifulltrúar eða sendiráðunautar forstöðumenn. Í ráðuneytinu starfa 18 sendiherrar þar af ráðuneytisstjóri og 6 skrifstofustjórar en aðrir starfsmenn með stöðu sendiherrar eru jafnan með sjálfstæða umsjón málaflokka s.s. sendiherra norðurslóða og yfirmaður Brexit-einingar. Einn sendiherra utanríkisráðuneytinu er í hálfu starfi og þrír sendiherrar eru í leyfi frá störfum í utanríkisþjónustunni.
Samtals voru 40 sendiherrar í utanríkisþjónustunni 1. janúar 2017, sjá neðangreindan lista.

Sendiherrar, dagsetning skipunar
Albert Jónsson - 2004
Anna Jóhannsdóttir - 2011
Auðunn Atlason - 2013
Árni Þór Sigurðsson - 2015
Benedikt Ásgeirsson - 1995
Benedikt Jónsson - 1995
Bergdís Ellertsdóttir - 2004  
Berglind Ásgeirsdóttir - 2004
Einar Gunnarsson - 2015 (ráðuneytisstjóri - 2009)
Elín Flygenring - 2006
Estrid Brekkan - 2015
Geir H. Haarde - 2015
Gréta Gunnarsdóttir - 2008
Guðmundur Árni Stefánsson - 2005
Gunnar Gunnarsson - 1992
Gunnar Pálsson - 1991
Gunnar Snorri Gunnarsson - 1991
Hannes Heimisson - 2005
Harald Aspelund - 2016
Helga Hauksdóttir - 2016
Hermann Örn Ingólfsson - 2014
Högni S. Kristjánsson - 2011
Ingibjörg Davíðsdóttir - 2016
Júlíus Hafstein - 2005
Jörundur Valtýsson - 2014
Kristinn F. Árnason - 1997
Kristín A. Árnadóttir - 2008
Kristján Andri Stefánsson - 2005
María Erla Marelsdóttir - 2011
Martin Eyjólfsson - 2011
Pétur Ásgeirsson - 2013
Sigríður Snævarr - 1991
Stefán Haukur Jóhannesson - 1999
Stefán Lárus Stefánsson - 2006
Stefán Skjaldarson - 2001
Sturla Sigurjónsson - 2002
Tómas H. Heiðar - 2014
Unnur Orradóttir - 2016
Þórður Ægir Óskarsson - 1999
Þórir Ibsen - 2008


2. Hver var fjöldi sendifulltrúa, sendiráðunauta og sendiráðsritara í utanríkisþjónustunni 1. janúar 2017.

Sendifulltrúar voru 13 (þar af 1 í leyfi), sendiráðunautar 37 (þar af 4 í leyfi) og sendiráðsritarar 9 talsins.

 

Þessari fyrirspurn var því miður ekki svarað fyrir lok 146. löggjafarþings og er svarið því ekki að finna á vef Alþingis. Utanríkisráðherra vill engu að síður svara fyrirspurninni og hún því hér með birt á vef ráðuneytisins.

Uppfært dags. 16.06.2020 með leiðréttingum á skipunarárum nokkurra sendiherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira