Hoppa yfir valmynd
12. október 2017

608. mál - Þátttaka Íslands í framkvæmd Evrópuáætlunar um leiðsögu um gervihnött

145. löggjafarþing 2015–2016. 
Þingskjal 1827 — 804. mál.


Svar

utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur um þátttöku Íslands í framkvæmd Evrópuáætlunar um leiðsögu um gervihnött.

Utanríkisráðuneytið hefur verið í sambandi við EFTA Surveillance Authority um samstarf um framkvæmd Evrópuáætlunar um leiðsögu um gervihnött samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 693/2008 frá 9. júlí 2008 og hefur í þeim efnum óskað eftir að fá tæmandi upplýsingar um hver yrði kostnaður Íslands.
Utanríkisráðuneytið vill enn fremur vekja athygli á ályktun Alþingis nr. 69/145 um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu, European Space Agency, (ESA) að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild. Utanríkisráðuneytið hefur átt óformlega fundi með ESA, meðal annars með framkvæmdastjóranum, með aðild Íslands og samstarf við stofnunina fyrir augum.
Utanríkisráðuneytið vinnur enn fremur að koma á laggirnar starfshóp ráðuneyta, stofnana, fyrirtækja og háskólasamfélagsins af þessu tilefni en sambærilegur starfshópur var settur á laggirnar fyrir um áratug til að athuga með aðild að ESA sem ekki varð. Auk þess vinnur ráðuneytið að frekari gagnaöflun.

Þessari fyrirspurn var því miður ekki svarað fyrir lok 146. löggjafarþings og er svarið því ekki að finna á vef Alþingis. Utanríkisráðherra vill engu að síður svara fyrirspurninni og hún því hér með birt á vef ráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira