Hoppa yfir valmynd
12. október 2017

618 mál - Gerðir sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn

146. löggjafarþing 2016-2017
Þingskjal 866 - 569. mál

 Svar

utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Alberti Guðmundssyni um gerðir sem
teknar hafa verið upp í EES-samninginn

 

 1. Hver er fjöldi gerða sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn frá árinu 1994 til ársloka 2016, sundurliðað eftir árum?

  Í eftirfarandi töflu er sýndur fjöldi bindandi gerða, þ.e. tilskipana, reglugerða og ákvarðana, sem tekinn hefur verið upp í EES-samninginn ár hvert á tímabilinu 1994-2016. Tölurnar eru unnar upp úr EES-gagnagrunni Stjórnarráðsins, sem byggist á nýjustu tölum frá EFTA-skrifstofunni í Brussel.    

  Ár

  Fjöldi gerða

   

  2016

  403

  2015

  550

  2014

  621

  2013

  397

  2012

  468

  2011

  365

  2010

  339

  2009

  276

  2008

  207

  2007

  411

  2006

  336

  2005

  304

  2004

  296

  2003

  287

  2002

  305

  2001

  312

  2000

  202

  1999

  382

  1998

  399

  1997

  132

  1996

  84

  1995

  77

  1994

  1.875

  Alls

  9.028

   

   

  Langflestar þessara gerða hafa verið, eða munu verða, innleiddar hér á landi. Þó ber að taka fram að inni í þessum tölum eru einstaka gerðir sem Ísland er undanþegið eða eiga ekki við hér á landi, t.d. gerðir er varða viðskipti með lifandi dýr.

  Rétt er að vekja athygli á því að framangreindar tölur eru ekki fyllilega í samræmi við svör við fyrri fyrirspurnum um sama efni. Frávik þetta er oftast lítið en það skýrist af breyttu skráningarkerfi gerða hjá EFTA-skrifstofunni. Þá eru í tölum fyrir árið 1994 að finna allar gerðir sem teknar voru upp í EES-samninginn við gildistöku hans. Með nýjum EES-gagnagrunni stjórnarráðsins er komið mjög öflugt kerfi til að halda utan um tölulegar upplýsingar af þessu tagi og þykir því rétt að byggja þessi svör á því kerfi fremur en að leitast við að miða við tölur í eldra skráningarkerfi.

 2. Hver er fjöldi gerða ESB frá árinu 1994 til ársloka 2016, sundurliðað eftir árum?

Í eftirfarandi töflu er sýndur fjöldi bindandi gerða, þ.e. tilskipana, reglugerða og ákvarðana, sem stofnanir Evrópusambandsins hafa samþykkt og gefið út ár hvert á tímabilinu 1994-2016. Tölurnar eru byggðar á upplýsingum úr lagagagnagrunni Evrópusambandsins (EUR-lex).

Ár

Fjöldi gerða

 

2016

2.056

2015

2.119

2014

2.406

2013

2.210

2012

2.069

2011

2.335

2010

2.056

2009

2.192

2008

2.245

2007

2.427

2006

2.964

2005

2.982

2004

3.202

2003

3.243

2002

3.201

2001

3.588

2000

3.606

1999

3.653

1998

3.659

1997

3.559

1996

3.300

1995

3.819

1994

4.267

Alls

67.158

 

Samkvæmt þessu samþykkti Evrópusambandið 67.158 gerðir á tímabilinu. Hafa ber í huga að hér er um að ræða heildarfjölda þeirra gerða sem Evrópusambandið samþykkti á tímabilinu, þ.m.t. gerðir sem felldar hafa verið brott. Þá skal það einnig áréttað að um er að ræða gerðir á öllum málasviðum Evrópusambandsins, einnig þeim sviðum sem ekki falla undir gildissvið EES-samningsins.

 Þessari fyrirspurn var því miður ekki svarað fyrir lok 146. löggjafarþings og er svarið því ekki að finna á vef Alþingis. Utanríkisráðherra vill engu að síður svara fyrirspurninni og hún því hér með birt á vef ráðuneytisins.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira